„Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. mars 2025 22:10 Hulda Björk er fyrirliði Grindavíkur og fór fyrir stigaskorinu í kvöld Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, steig mikinn sigurdans á vellinum í leikslok í kvöld þegar Grindavík tryggði sig inn í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna með eins stigs sigri á Hamar/Þór í miklum spennuleik, 91-90. Hulda fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöld, skoraði 26 stig og var kampakát með úrslit kvöldsins eins og gefur að skilja. „Ég er ótrúlega kát og virkilega sátt að vera að fara í úrslitakeppnina. Bara kátína!“ - sagði Hulda og hló og gat augljóslega ekki leynt gleði sinni með úrslit leiksins. Leikurinn virtist vera að hlaupa frá Grindvíkingum þegar gestirnir settu þrjá þrista í röð og komu muninum upp í tólf stig og svo kom galinn þristur frá Abby Beeman þegar sex mínútur voru eftir og kom muninum í níu stig. Tilfinningin á vellinum þá var ekkert sérstök sagði Hulda en þær héldu augunum á markmiðinu. „Þetta var alveg stressandi en snérist bara um að halda sig í augnablikinu. Ein sókn og ein vörn og það einhvern veginn kom okkur til baka.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um fyrir leik að hans konur yrðu að vilja sigurinn meira, það virtist gerast undir lokin. „Klárlega. Kannski til að byrja með voru þær að „outhustle-a“ okkur þannig að við reyndum að jafna þær í ákefðinni og það skilaði sér.“ Hulda fékk nokkrum sinnum það hlutverk að reyna að halda aftur að Abby Beeman en það virtist ekki skipta neinu máli hversu stíft hún dekkaði hana. „Þetta er náttúrulega bara galinn leikmaður. Ég var nokkrum sinnum í grillinu á henni og hún setti hann beint í smettið á mér. Virkilega erfitt að stoppa hana og mjög flottur leikmaður.“ Hulda segir að komandi úrslitakeppni leggist vel í hana en Grindvíkingar mæta toppliði Hauka í 8-liða úrslitum. „Bara mjög vel. Við þurfum bara að fara yfir okkar mál, „scout-a“ liðin sem við erum að mæta og mætum tilbúnar í úrslitakeppnina!“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Hulda fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöld, skoraði 26 stig og var kampakát með úrslit kvöldsins eins og gefur að skilja. „Ég er ótrúlega kát og virkilega sátt að vera að fara í úrslitakeppnina. Bara kátína!“ - sagði Hulda og hló og gat augljóslega ekki leynt gleði sinni með úrslit leiksins. Leikurinn virtist vera að hlaupa frá Grindvíkingum þegar gestirnir settu þrjá þrista í röð og komu muninum upp í tólf stig og svo kom galinn þristur frá Abby Beeman þegar sex mínútur voru eftir og kom muninum í níu stig. Tilfinningin á vellinum þá var ekkert sérstök sagði Hulda en þær héldu augunum á markmiðinu. „Þetta var alveg stressandi en snérist bara um að halda sig í augnablikinu. Ein sókn og ein vörn og það einhvern veginn kom okkur til baka.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um fyrir leik að hans konur yrðu að vilja sigurinn meira, það virtist gerast undir lokin. „Klárlega. Kannski til að byrja með voru þær að „outhustle-a“ okkur þannig að við reyndum að jafna þær í ákefðinni og það skilaði sér.“ Hulda fékk nokkrum sinnum það hlutverk að reyna að halda aftur að Abby Beeman en það virtist ekki skipta neinu máli hversu stíft hún dekkaði hana. „Þetta er náttúrulega bara galinn leikmaður. Ég var nokkrum sinnum í grillinu á henni og hún setti hann beint í smettið á mér. Virkilega erfitt að stoppa hana og mjög flottur leikmaður.“ Hulda segir að komandi úrslitakeppni leggist vel í hana en Grindvíkingar mæta toppliði Hauka í 8-liða úrslitum. „Bara mjög vel. Við þurfum bara að fara yfir okkar mál, „scout-a“ liðin sem við erum að mæta og mætum tilbúnar í úrslitakeppnina!“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira