Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar 24. mars 2025 13:30 Stofnum sannleikssjóð fyrir Ásthildi Lóu Í upphafi ofsóknanna á Ásthildi Lóu Þórsdóttur vakti ég athygli á að gjörningur hennar braut ekki nein lög í landinu, - það var aldrei neitt afbrot, níðið var bara rætinn uppspuni um ekki neitt. Blaðamenn og aðrir sem fjölluðu um málið hefðu ekki þurft annað en opna tölvuna sína. Þar segir frá þeim breytingum á lögum Nr. 61 / 2007 að kynferðislegur lágmarksaldur er hækkaður úr 14 í 15 ár. Sjálfræði um kynlíf hefst því við 14 ára aldur. Hefðu fréttamenn og konur unnið vinnuna sína þá hefðu ofsóknir gegn Ásthildi Lóu aldrei orðið til. Þá hefði öllum sem kunna að lesa verið ljóst, að Ásthildur Lóa hafði ekki framið neitt lögbrot. Auðvitað hafa blaðamenn almennt lesskilning, en ekki allir því miður. Þar að auki eru of margir í þeirra hópi sem gefa bara skít í sannleikann og njóta þess best að laxera yfir fólk. Þeir blaðamenn og konur og reyndar fleiri eru þau sem oftast eyðileggja siðaða umræðu. Venjulegu fólki ofbýður rógurinn og níðið og miskunnarleysið í að förinni að Ásthildi Lóu. Meira að segja samtök sem hafa það að markmiði að styðja og vera skjól þeirra kvenna og barna, sem sem ofsótt eru, meira að segja þau tóku sér refsivönd í hönd til að hýða konuna. Ég er hér að vitna til ummæla Drífu Sædal talskonu Stígamóta um yfirlýsinguna sem kom frá Ásthildi Lóu um hennar mál Þar segir orðrétt: „Stígamót: Gamalkunnugt stef í yfirlýsingu Ásthildar Lóu“ „Ásthildur Lóa Þórsdóttir segist í yfirlýsingu í morgun ekki hafa höndlað aðstæður í samskiptum við barnsföður sinn sem var á unglingsaldri. Talskona Stígamóta (Drífa Snædal) segir yfirlýsinguna vera gamalkunnugt stef hjá fólki sem eigi í kynferðissambandi við börn.“ Þessi gildishlaðna yfirlýsing er vatnsgusa framan í ofsótta manneskju sem leitaði skjóls. Sannleikssjóð fyrir Ásthildi Lóu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur hefur lagt til að Ásthildur Lóa fari í mál við ofsóknarliðið sem að henni hefur sótt. Það finnst mér góð hugmynd. Málaferli kosta mikla peninga og þeir eru örugglega ekki til í vösum Ásthildar Lóu, því legg ég til að almenningur safni í sjóð til að kosta málaferli Ásthildar gegn því ógeðslega fólki og stofnunum sem ábyrgðina bera á aðförinni að mannorði hennar og annarra. Það er allra hagur að stöðva það ógeðfellda lið sem ástundar mannorðsníð eins og það sem Ásthildur Lóa hefur mátt þola af hálfu fólks, sem virðist innansleikt eins og hundadallur, af allri samúð og sjálfsvirðingu. Höfundur er rafiðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stofnum sannleikssjóð fyrir Ásthildi Lóu Í upphafi ofsóknanna á Ásthildi Lóu Þórsdóttur vakti ég athygli á að gjörningur hennar braut ekki nein lög í landinu, - það var aldrei neitt afbrot, níðið var bara rætinn uppspuni um ekki neitt. Blaðamenn og aðrir sem fjölluðu um málið hefðu ekki þurft annað en opna tölvuna sína. Þar segir frá þeim breytingum á lögum Nr. 61 / 2007 að kynferðislegur lágmarksaldur er hækkaður úr 14 í 15 ár. Sjálfræði um kynlíf hefst því við 14 ára aldur. Hefðu fréttamenn og konur unnið vinnuna sína þá hefðu ofsóknir gegn Ásthildi Lóu aldrei orðið til. Þá hefði öllum sem kunna að lesa verið ljóst, að Ásthildur Lóa hafði ekki framið neitt lögbrot. Auðvitað hafa blaðamenn almennt lesskilning, en ekki allir því miður. Þar að auki eru of margir í þeirra hópi sem gefa bara skít í sannleikann og njóta þess best að laxera yfir fólk. Þeir blaðamenn og konur og reyndar fleiri eru þau sem oftast eyðileggja siðaða umræðu. Venjulegu fólki ofbýður rógurinn og níðið og miskunnarleysið í að förinni að Ásthildi Lóu. Meira að segja samtök sem hafa það að markmiði að styðja og vera skjól þeirra kvenna og barna, sem sem ofsótt eru, meira að segja þau tóku sér refsivönd í hönd til að hýða konuna. Ég er hér að vitna til ummæla Drífu Sædal talskonu Stígamóta um yfirlýsinguna sem kom frá Ásthildi Lóu um hennar mál Þar segir orðrétt: „Stígamót: Gamalkunnugt stef í yfirlýsingu Ásthildar Lóu“ „Ásthildur Lóa Þórsdóttir segist í yfirlýsingu í morgun ekki hafa höndlað aðstæður í samskiptum við barnsföður sinn sem var á unglingsaldri. Talskona Stígamóta (Drífa Snædal) segir yfirlýsinguna vera gamalkunnugt stef hjá fólki sem eigi í kynferðissambandi við börn.“ Þessi gildishlaðna yfirlýsing er vatnsgusa framan í ofsótta manneskju sem leitaði skjóls. Sannleikssjóð fyrir Ásthildi Lóu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur hefur lagt til að Ásthildur Lóa fari í mál við ofsóknarliðið sem að henni hefur sótt. Það finnst mér góð hugmynd. Málaferli kosta mikla peninga og þeir eru örugglega ekki til í vösum Ásthildar Lóu, því legg ég til að almenningur safni í sjóð til að kosta málaferli Ásthildar gegn því ógeðslega fólki og stofnunum sem ábyrgðina bera á aðförinni að mannorði hennar og annarra. Það er allra hagur að stöðva það ógeðfellda lið sem ástundar mannorðsníð eins og það sem Ásthildur Lóa hefur mátt þola af hálfu fólks, sem virðist innansleikt eins og hundadallur, af allri samúð og sjálfsvirðingu. Höfundur er rafiðnaðarmaður.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar