Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. mars 2025 17:32 Einkalíf þeirra sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum kemur almenningi jafnan ekki við. Sé um slíkt einkalíf fjallað á opinberum vettvangi er lágmark að staðreyndir, sem jafnvel auðvelt er að leita uppi á netinu, séu rétt fram settar. Þetta er hér tekið fram vegna ítrekaðra rangfærslna sem settar voru fram í sjónvarpsfréttum RÚV sl. fimmtudagskvöld um málefni fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Auðvelt var að koma í veg fyrir þessa villandi upplýsingagjöf með því að skoða æviágrip ráðherrans á alþingisvefnum og fletta upp í Íslendingabók ásamt því að rýna í gömul lagasöfn. Við hvað er átt? Það er staðreynd að á 9. áratug 20. aldar urðu einstaklingar sjálfráða 16 ára og svokallaður samræðisaldur var þá 14 ára. Lagareglur um þetta efni höfðu verið lengi í gildi. Í júní 1990 fæddi Ásthildur Lóa, þá 23 ára, barn. Á þeim tímapunkti var barnsfaðirinn hér um bil 17 ára. Hvorki við getnað né við fæðingu var faðirinn barn í skilningi þágildandi laga. Þess fyrir utan var algengt á þessum árum að Íslendingar eignuðust börn sín ungir. Að segja að Ásthildur Lóa hafi eignast „barn með barni“ er lágkúruleg orðræða. Þessu til viðbótar er ósannað að Ásthildur Lóa hafi sem ung kona á þessum tíma verið í nokkurs konar leiðbeinendahlutverki gagnvart barnsföður sínum. Að sama skapi er það ósannað að hún hafi með ómálefnalegum aðferðum komið í veg fyrir að barn sitt fengi að umgangast föður sinn. Hvað stendur þá eftir af fréttaflutningnum? Nú, eftir að málið kom til vitundar Ásthildar sem ráðherra hinn 11. mars síðastliðinn gerði hún sig seka um mörg mistök og var henni því vart stætt áfram að gegna ráðherraembætti. Einnig er ástæða til að rýna betur með hvaða hætti forsætisráðuneytið hélt á málinu. Meginástæða þessara greinarskrifa er hins vegar sú að ég vil ekki að siðferði íslenskra stjórnmála þróist enn frekar í þá átt að notfæra eigi sér erfið mál í einkalífi pólitískra andstæðinga til að auka sinn pólitíska ávinning. Slæmt væri fyrir íslensk stjórnmál ef það væri fremur regla en undantekning. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Einkalíf þeirra sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum kemur almenningi jafnan ekki við. Sé um slíkt einkalíf fjallað á opinberum vettvangi er lágmark að staðreyndir, sem jafnvel auðvelt er að leita uppi á netinu, séu rétt fram settar. Þetta er hér tekið fram vegna ítrekaðra rangfærslna sem settar voru fram í sjónvarpsfréttum RÚV sl. fimmtudagskvöld um málefni fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Auðvelt var að koma í veg fyrir þessa villandi upplýsingagjöf með því að skoða æviágrip ráðherrans á alþingisvefnum og fletta upp í Íslendingabók ásamt því að rýna í gömul lagasöfn. Við hvað er átt? Það er staðreynd að á 9. áratug 20. aldar urðu einstaklingar sjálfráða 16 ára og svokallaður samræðisaldur var þá 14 ára. Lagareglur um þetta efni höfðu verið lengi í gildi. Í júní 1990 fæddi Ásthildur Lóa, þá 23 ára, barn. Á þeim tímapunkti var barnsfaðirinn hér um bil 17 ára. Hvorki við getnað né við fæðingu var faðirinn barn í skilningi þágildandi laga. Þess fyrir utan var algengt á þessum árum að Íslendingar eignuðust börn sín ungir. Að segja að Ásthildur Lóa hafi eignast „barn með barni“ er lágkúruleg orðræða. Þessu til viðbótar er ósannað að Ásthildur Lóa hafi sem ung kona á þessum tíma verið í nokkurs konar leiðbeinendahlutverki gagnvart barnsföður sínum. Að sama skapi er það ósannað að hún hafi með ómálefnalegum aðferðum komið í veg fyrir að barn sitt fengi að umgangast föður sinn. Hvað stendur þá eftir af fréttaflutningnum? Nú, eftir að málið kom til vitundar Ásthildar sem ráðherra hinn 11. mars síðastliðinn gerði hún sig seka um mörg mistök og var henni því vart stætt áfram að gegna ráðherraembætti. Einnig er ástæða til að rýna betur með hvaða hætti forsætisráðuneytið hélt á málinu. Meginástæða þessara greinarskrifa er hins vegar sú að ég vil ekki að siðferði íslenskra stjórnmála þróist enn frekar í þá átt að notfæra eigi sér erfið mál í einkalífi pólitískra andstæðinga til að auka sinn pólitíska ávinning. Slæmt væri fyrir íslensk stjórnmál ef það væri fremur regla en undantekning. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar