Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Íris Ellenberger skrifa 20. mars 2025 12:01 Á næstu vikum munu nemendur við Háskóla Íslands borga skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár, en gætu viljað hugsa sig um áður en þeir borga í gegnum Ugluna. Þegar skrásetningargjöld við Háskóla Íslands (og aðra íslenska ríkisskóla) eru greidd fara greiðslurnar, bæði á netinu og með posagreiðslum, í gegnum fyrirtækið Rapyd. Fjallað hefur verið um fyrirtækið í íslenskum fjölmiðlum vegna tengsla þess við Ísraelsríki. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir þessi tengsl sín, og hefur Björn B. Björnsson fjallað ítarlega um málið í pistlum sínum sem birst hafa á Vísi. [1] Á síðasta ári greiddi Háskóli Íslands 6,9 milljónir til Rapyd. [2] Hvað er málið með Rapyd? Rapyd Europe sem starfar á Íslandi er hluti af alþjóðlegu greiðslufyrirtæki í eigu ísraelskra fjárfesta. Rapyd hefur fjármagnað og auglýst félagslega viðburði fyrir herdeildir Ísraelshers undir þeim formerkjum að fyrirtækið sé stoltur stuðningsaðili hersins.[3] Forstjóri Rapyd (sem er skráður raunverulegur eigandi Rapyd á Íslandi) hefur jafnframt lýst því yfir að Rapyd styðji Ísraelsríki í þjóðarmorðinu gegn Palestínumönnum [4]. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu aðgerðir Ísraela á dögunum „illvirki sem samsvarar stríðsglæpum“[5] og auk þess hafa Læknar án landamæra[6] og Amnesty International[7] einnig lýst því yfir að þar eigi sér stað þjóðarmorð. Háskóli Íslands og Rapyd Í könnun sem gerð var í byrjun árs 2024 kom í ljós að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við Rapyd[8] en samt er nemendum HÍ gert að nota þessa greiðsluleið án þess að bent sé á aðra valkosti. Við teljum því skyldu okkar að benda á þær lausnir, sem eru að millifæra eða borga með reiðufé, til að nemendur greiði ekki óafvitandi hluta skólagjalda sinna til fyrirtækis sem sakað hefur verið um að styðja þjóðarmorð. Millifærsluupplýsingar fyrir skrásetningargjaldið: Bankareikningur: 0137-26-000174 Kennitala HÍ: 600169-2039 Mikilvægt er að senda tölvupóst á nemskra@hi.is með upplýsingum um greiðsluna.Þú getur einnnig mætt með reiðufé á þjónustuborð HÍ á Háskólatorgi. Ertu nemandi í öðrum skóla? Við hvetjum nemendur og kennara annarra ríkisháskóla til þessa að óska eftir upplýsingum um greiðslumiðlun skóla sinna, hvernig megi millifæra og dreifa upplýsingunum til annarra nemenda skólans. Þú hefur val Þegar þú borgar skrásetningargjöldin rennur hluti þess til fyrirtækis sem hvetur til þjóðarmorðs í Palestínu. Með þeirri einföldu aðgerð að millifæra skólagjöldin þín sendir þú Háskóla Íslands og Rapyd skilaboð: „Ég tek ekki þátt í að fjármagna kúgun og mannréttindabrot.“ Það gera þúsundir Íslendinga á hverjum degi með því að sniðganga Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki.[9] Á meðan við bíðum eftir því að Háskóli Íslands taki afstöðu, gerum við það sjálf. Inga Björk er doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Íris er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildir 1. Sjá greinar Björns B. Björnssonar um Rapyd á Vísi: https://www.visir.is/t/37052. Opnirreikningar.is 3. Assaf Gilead. (2023). Rapyd CEO’s Hamas remarks provoke boycott in Iceland https://en.globes.co.il/en/article-rapyd-ceos-hamas-remarks-provoke-boycott-in-iceland-10014662614. Sjá Instagram-reikning Rapyd: https://www.instagram.com/wearerapyd/p/CmLzNiToWcM/?ref=1v6xlxg8ae&hl=af&img_index=1 5. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. (2025). “More than a human can bear”: Israel's systematic use of sexual, reproductive and other forms of gender-based violence since 7 October 2023. https://www.ohchr.org/sites/default/files/documents/hrbodies/hrcouncil/sessions-regular/session58/a-hrc-58-crp-6.pdf6. Læknar án landamæra. (2024). Life in the death trap that is Gaza. https://www.doctorswithoutborders.org/latest/life-death-trap-gaza7. Amnesty International. (2024). Amnesty International investigation concludes Israel is committing genocide against Palestinians in Gaza. https://www.amnesty.org/en/latest/news/2024/12/amnesty-international-concludes-israel-is-committing-genocide-against-palestinians-in-gaza/8. Árni Sæberg. (2024). Ríflega helmingur vill ekki skipta við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242543289d/rif-lega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd9. Þú getur fengið frekari upplýsingar um sniðgöngu fyrir Palestínu á www.snidganga.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu vikum munu nemendur við Háskóla Íslands borga skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár, en gætu viljað hugsa sig um áður en þeir borga í gegnum Ugluna. Þegar skrásetningargjöld við Háskóla Íslands (og aðra íslenska ríkisskóla) eru greidd fara greiðslurnar, bæði á netinu og með posagreiðslum, í gegnum fyrirtækið Rapyd. Fjallað hefur verið um fyrirtækið í íslenskum fjölmiðlum vegna tengsla þess við Ísraelsríki. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir þessi tengsl sín, og hefur Björn B. Björnsson fjallað ítarlega um málið í pistlum sínum sem birst hafa á Vísi. [1] Á síðasta ári greiddi Háskóli Íslands 6,9 milljónir til Rapyd. [2] Hvað er málið með Rapyd? Rapyd Europe sem starfar á Íslandi er hluti af alþjóðlegu greiðslufyrirtæki í eigu ísraelskra fjárfesta. Rapyd hefur fjármagnað og auglýst félagslega viðburði fyrir herdeildir Ísraelshers undir þeim formerkjum að fyrirtækið sé stoltur stuðningsaðili hersins.[3] Forstjóri Rapyd (sem er skráður raunverulegur eigandi Rapyd á Íslandi) hefur jafnframt lýst því yfir að Rapyd styðji Ísraelsríki í þjóðarmorðinu gegn Palestínumönnum [4]. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu aðgerðir Ísraela á dögunum „illvirki sem samsvarar stríðsglæpum“[5] og auk þess hafa Læknar án landamæra[6] og Amnesty International[7] einnig lýst því yfir að þar eigi sér stað þjóðarmorð. Háskóli Íslands og Rapyd Í könnun sem gerð var í byrjun árs 2024 kom í ljós að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við Rapyd[8] en samt er nemendum HÍ gert að nota þessa greiðsluleið án þess að bent sé á aðra valkosti. Við teljum því skyldu okkar að benda á þær lausnir, sem eru að millifæra eða borga með reiðufé, til að nemendur greiði ekki óafvitandi hluta skólagjalda sinna til fyrirtækis sem sakað hefur verið um að styðja þjóðarmorð. Millifærsluupplýsingar fyrir skrásetningargjaldið: Bankareikningur: 0137-26-000174 Kennitala HÍ: 600169-2039 Mikilvægt er að senda tölvupóst á nemskra@hi.is með upplýsingum um greiðsluna.Þú getur einnnig mætt með reiðufé á þjónustuborð HÍ á Háskólatorgi. Ertu nemandi í öðrum skóla? Við hvetjum nemendur og kennara annarra ríkisháskóla til þessa að óska eftir upplýsingum um greiðslumiðlun skóla sinna, hvernig megi millifæra og dreifa upplýsingunum til annarra nemenda skólans. Þú hefur val Þegar þú borgar skrásetningargjöldin rennur hluti þess til fyrirtækis sem hvetur til þjóðarmorðs í Palestínu. Með þeirri einföldu aðgerð að millifæra skólagjöldin þín sendir þú Háskóla Íslands og Rapyd skilaboð: „Ég tek ekki þátt í að fjármagna kúgun og mannréttindabrot.“ Það gera þúsundir Íslendinga á hverjum degi með því að sniðganga Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki.[9] Á meðan við bíðum eftir því að Háskóli Íslands taki afstöðu, gerum við það sjálf. Inga Björk er doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Íris er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildir 1. Sjá greinar Björns B. Björnssonar um Rapyd á Vísi: https://www.visir.is/t/37052. Opnirreikningar.is 3. Assaf Gilead. (2023). Rapyd CEO’s Hamas remarks provoke boycott in Iceland https://en.globes.co.il/en/article-rapyd-ceos-hamas-remarks-provoke-boycott-in-iceland-10014662614. Sjá Instagram-reikning Rapyd: https://www.instagram.com/wearerapyd/p/CmLzNiToWcM/?ref=1v6xlxg8ae&hl=af&img_index=1 5. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. (2025). “More than a human can bear”: Israel's systematic use of sexual, reproductive and other forms of gender-based violence since 7 October 2023. https://www.ohchr.org/sites/default/files/documents/hrbodies/hrcouncil/sessions-regular/session58/a-hrc-58-crp-6.pdf6. Læknar án landamæra. (2024). Life in the death trap that is Gaza. https://www.doctorswithoutborders.org/latest/life-death-trap-gaza7. Amnesty International. (2024). Amnesty International investigation concludes Israel is committing genocide against Palestinians in Gaza. https://www.amnesty.org/en/latest/news/2024/12/amnesty-international-concludes-israel-is-committing-genocide-against-palestinians-in-gaza/8. Árni Sæberg. (2024). Ríflega helmingur vill ekki skipta við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242543289d/rif-lega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd9. Þú getur fengið frekari upplýsingar um sniðgöngu fyrir Palestínu á www.snidganga.is.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun