125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar 20. mars 2025 09:01 Undanfarin ár hefur verið fjallað mikið um skort á hjúkrunarrýmum og þann gríðarlega þrýsting sem hann veldur á heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Í grein sem ég skrifaði nýverið benti ég á að þúsund hjúkrunarrými vantaði þegar í gær – en nú vil ég beina kastljósinu að lausnum. Sjómannadagsráð (móðurfélag Hrafnistuheimilana) hefur bæði vilja og getu til að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarheimilis sem myndi mæta hluta af þessum vanda, og við getum gert það hratt, vel og á hagkvæman hátt. Við höfum lengi unnið hörðum höndum að því að undirbúa frekari uppbyggingu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þegar er til staðar stórt hjúkrunarheimili, íbúðir aldraðra og fjölbreytt þjónusta. Nú erum við að verða klár með öll deiliskipulagsmál, og með framkvæmdum gætum við bætt við 125 hjúkrunarrýmum á tiltölulega stuttum tíma. Þetta svæði er kjörið til slíkrar uppbyggingar, enda hefur það þegar skapað öflugan samfélagslegan kjarna fyrir eldri borgara með öllu því sem fylgja þarf – góðri þjónustu og félagslífi. Helmingi minni kostnaður Við höfum áður sýnt fram á að við kunnum að byggja falleg og hagkvæm hjúkrunarheimili. Þegar við reistum Hrafnistu við Sléttuveg sýndum við ráðdeildarsemi í hönnun og framkvæmd og tókst að byggja heimili sem kostaði helmingi minna en sambærilegar opinberar framkvæmdir. Með þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur vitum við að við getum byggt gott hjúkrunarheimili hratt og örugglega – en til þess þarf ríkið að koma að borðinu með leigusamning. Það er ekki nóg að byggja hjúkrunarheimili eitt og sér án þess að huga að stærra samhengi þjónustu við aldraða. Hjúkrunarheimili þarf að vera hluti af fjölbreyttum lífsgæðakjarna, eins og við sjáum á Sléttuvegi. Þar er ekki aðeins hjúkrunarheimili, heldur einnig dagþjónusta, endurhæfing, hentugar leiguíbúðir fyrir eldri borgara og þjónustumiðstöð full af lífi, viðburðum og félagslegri virkni. Þetta er leiðin sem skilar mestum lífsgæðum og bestri nýtingu fjármuna. Þúsund hjúkrunarrými vantaði í gær – en við getum byggt 125 þeirra. Nú er dauðafæri fyrir ríkið að snúa vörn í sókn með því að leggjast á sveif með Sjómannadagsráði. Til þess að við getum hafist handa þarf fyrst að semja um langtímaleigu á fasteignunum. Þeir samningar eru forsenda þess að við getum farið af stað með hönnun, undirbúning og framkvæmd. Hafa þarf hraðar hendur svo við getum mætt þessum brýna vanda án tafar. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið fjallað mikið um skort á hjúkrunarrýmum og þann gríðarlega þrýsting sem hann veldur á heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Í grein sem ég skrifaði nýverið benti ég á að þúsund hjúkrunarrými vantaði þegar í gær – en nú vil ég beina kastljósinu að lausnum. Sjómannadagsráð (móðurfélag Hrafnistuheimilana) hefur bæði vilja og getu til að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarheimilis sem myndi mæta hluta af þessum vanda, og við getum gert það hratt, vel og á hagkvæman hátt. Við höfum lengi unnið hörðum höndum að því að undirbúa frekari uppbyggingu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þegar er til staðar stórt hjúkrunarheimili, íbúðir aldraðra og fjölbreytt þjónusta. Nú erum við að verða klár með öll deiliskipulagsmál, og með framkvæmdum gætum við bætt við 125 hjúkrunarrýmum á tiltölulega stuttum tíma. Þetta svæði er kjörið til slíkrar uppbyggingar, enda hefur það þegar skapað öflugan samfélagslegan kjarna fyrir eldri borgara með öllu því sem fylgja þarf – góðri þjónustu og félagslífi. Helmingi minni kostnaður Við höfum áður sýnt fram á að við kunnum að byggja falleg og hagkvæm hjúkrunarheimili. Þegar við reistum Hrafnistu við Sléttuveg sýndum við ráðdeildarsemi í hönnun og framkvæmd og tókst að byggja heimili sem kostaði helmingi minna en sambærilegar opinberar framkvæmdir. Með þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur vitum við að við getum byggt gott hjúkrunarheimili hratt og örugglega – en til þess þarf ríkið að koma að borðinu með leigusamning. Það er ekki nóg að byggja hjúkrunarheimili eitt og sér án þess að huga að stærra samhengi þjónustu við aldraða. Hjúkrunarheimili þarf að vera hluti af fjölbreyttum lífsgæðakjarna, eins og við sjáum á Sléttuvegi. Þar er ekki aðeins hjúkrunarheimili, heldur einnig dagþjónusta, endurhæfing, hentugar leiguíbúðir fyrir eldri borgara og þjónustumiðstöð full af lífi, viðburðum og félagslegri virkni. Þetta er leiðin sem skilar mestum lífsgæðum og bestri nýtingu fjármuna. Þúsund hjúkrunarrými vantaði í gær – en við getum byggt 125 þeirra. Nú er dauðafæri fyrir ríkið að snúa vörn í sókn með því að leggjast á sveif með Sjómannadagsráði. Til þess að við getum hafist handa þarf fyrst að semja um langtímaleigu á fasteignunum. Þeir samningar eru forsenda þess að við getum farið af stað með hönnun, undirbúning og framkvæmd. Hafa þarf hraðar hendur svo við getum mætt þessum brýna vanda án tafar. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun