Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 19. mars 2025 13:01 Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum. Fram að þeim tíma þurfti svart fólk verið aðgreint frá öðrum – undir þeim formerkjum að svart fólk væri óæðra og jafnvel hættulegt hvítu fólki. Sömuleiðis var ótti við það að „kynstofnarnir“ blönduðust, en hjónaband milli fólks af mismunandi „kynstofnum“ var ólöglegt til ársins 1967. Í dag finnst flestum slík aðgreining firra í siðmenntuðu samfélagi – og hluti af grimmri meðferð svarts fólks í Bandaríkjunum sem má aldrei endurtaka sig. En í okkar nútíma samfélagi lifir enn angi af þessari hugsun gagnvart öðrum hópum, og finnst sumu fólki það sjálfsagt og réttlætanlegt að útskúfa fólki frá þjónustu, aðgengi að almenningsrýmum og réttinum til hjónabands svo fátt sé nefnt. Aðgreining hinsegin fólks Á Íslandi voru lög um staðfesta samvist samþykkt árið 1996, og síðar voru gerð ein hjúskaparlög árið 2010 þar sem hjónaband varð á milli tveggja einstaklinga, í stað þess að vera eingöngu á milli karls og konu. Það eru því í raun ekki nema 15 ár liðin þar sem hinsegin fólk hefur staðið jafnfætis öðrum þegar kemur að hjónabandi á Íslandi. Árið 2012 tóku í gildi lög sem kváðu á um heilbrigðisþjónustu og lagaleg réttindi trans fólks. Þar fékk trans fólk leyfi til að breyta lagalegu kyni og nafni í Þjóðskrá, og þar er kveðið á um að þau njóti réttinda í samræmi við kynskráningu.Með þessum lögum fékk trans fólk til dæmis rétt til að nota almenningsklósett, sundstaði og aðra þjónustu í samræmi við kynvitund og kynskráningu, burtséð frá því hvort að viðkomandi hafi undirgengist kynstaðfestandi aðgerð eður ei. Enda væri fáránlegt að krefjast þess að fólk undirgangist skurðaðgerðir til þess að njóta sömu sjálfsögðu réttinda og aðrir. Hversdagslegur hinseginleiki En vitaskuld varð trans fólk ekki allt í einu til árið 2012 þegar réttindi þeirra voru fest í lög, og hafa nýtt sér kynjuð rými í samræmi við kynvitund í marga áratugi fyrir það. En ástæða þess að það þótti mikilvægt að festa þetta í lög er af sömu ástæðum og það þótti mikilvægt að banna aðgreiningu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vegna þess að það er enn fólk í samfélaginu sem telur slíka aðgreiningu ekki vera siðferðislega ranga. Það finnst þeim þrátt fyrir að samhugur ríki heilbrigðisvísinda, alþjóðastofnanna og sérfræðinga um að velferð þeirra sé bundin við viðurkenningu og að þau geti lifað lífi sínu í samræmi við kynvitund – bæði í félagslegum og lagalegum skilningi. Það kemur mér því alltaf á óvart að fólki finnist það ekki sjálfsagður hlutur að trans fólk nýti þjónustu og rými samræmi við kynvitund. Sér í lagi þar sem við erum tiltölulega lítill hópur – eða kringum 1% af þjóðarúrtaki – og einnig rosa ólíklegt að fólk myndi yfir höfuð taka eftir okkur hvort eð er. Þetta minnir á umræðuna þegar fólk hafði rosalegar áhyggjur af því að þau þyrftu að deila búningsklefum eða klósettum með hommum og lesbíum. Í dag þætti okkur flestum slíkar áhyggjur frekar fáranlegar og sennilega hómófóbískar – og því gefur það auga leið að slíkar áhyggjur varðandi trans fólks byggja á samskonar fordómum og ástæðulausri hræðslu. Ég held því að fólk sem hafi svona miklar áhyggjur af þessu þurfi þess einfaldlega ekki. Ég veit ekki með ykkur, en ég er rosalega lítið að velta fyrir mér öðru fólki í klefanum og líkömum þeirra.Ef þú hittir trans manneskju í sundklefanum þá gerist nefnilega nákvæmlega ekkert. Ég er allavega bara að fara í sturtu, fara í sundbolinn og svo út í laug. Svo syndi ég kannski aðeins ef ég er metnaðarfull, fer í gufuna og hangi svo í heita pottinum og læt mig soðna þar eins og blöðruselur.Frekar hversdagslegt. Ætli ég bara skelli mér ekki í sund á eftir með vinum mínum?Höfundur er reglulegur sundlaugagestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Málefni trans fólks Sundlaugar og baðlón Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum. Fram að þeim tíma þurfti svart fólk verið aðgreint frá öðrum – undir þeim formerkjum að svart fólk væri óæðra og jafnvel hættulegt hvítu fólki. Sömuleiðis var ótti við það að „kynstofnarnir“ blönduðust, en hjónaband milli fólks af mismunandi „kynstofnum“ var ólöglegt til ársins 1967. Í dag finnst flestum slík aðgreining firra í siðmenntuðu samfélagi – og hluti af grimmri meðferð svarts fólks í Bandaríkjunum sem má aldrei endurtaka sig. En í okkar nútíma samfélagi lifir enn angi af þessari hugsun gagnvart öðrum hópum, og finnst sumu fólki það sjálfsagt og réttlætanlegt að útskúfa fólki frá þjónustu, aðgengi að almenningsrýmum og réttinum til hjónabands svo fátt sé nefnt. Aðgreining hinsegin fólks Á Íslandi voru lög um staðfesta samvist samþykkt árið 1996, og síðar voru gerð ein hjúskaparlög árið 2010 þar sem hjónaband varð á milli tveggja einstaklinga, í stað þess að vera eingöngu á milli karls og konu. Það eru því í raun ekki nema 15 ár liðin þar sem hinsegin fólk hefur staðið jafnfætis öðrum þegar kemur að hjónabandi á Íslandi. Árið 2012 tóku í gildi lög sem kváðu á um heilbrigðisþjónustu og lagaleg réttindi trans fólks. Þar fékk trans fólk leyfi til að breyta lagalegu kyni og nafni í Þjóðskrá, og þar er kveðið á um að þau njóti réttinda í samræmi við kynskráningu.Með þessum lögum fékk trans fólk til dæmis rétt til að nota almenningsklósett, sundstaði og aðra þjónustu í samræmi við kynvitund og kynskráningu, burtséð frá því hvort að viðkomandi hafi undirgengist kynstaðfestandi aðgerð eður ei. Enda væri fáránlegt að krefjast þess að fólk undirgangist skurðaðgerðir til þess að njóta sömu sjálfsögðu réttinda og aðrir. Hversdagslegur hinseginleiki En vitaskuld varð trans fólk ekki allt í einu til árið 2012 þegar réttindi þeirra voru fest í lög, og hafa nýtt sér kynjuð rými í samræmi við kynvitund í marga áratugi fyrir það. En ástæða þess að það þótti mikilvægt að festa þetta í lög er af sömu ástæðum og það þótti mikilvægt að banna aðgreiningu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vegna þess að það er enn fólk í samfélaginu sem telur slíka aðgreiningu ekki vera siðferðislega ranga. Það finnst þeim þrátt fyrir að samhugur ríki heilbrigðisvísinda, alþjóðastofnanna og sérfræðinga um að velferð þeirra sé bundin við viðurkenningu og að þau geti lifað lífi sínu í samræmi við kynvitund – bæði í félagslegum og lagalegum skilningi. Það kemur mér því alltaf á óvart að fólki finnist það ekki sjálfsagður hlutur að trans fólk nýti þjónustu og rými samræmi við kynvitund. Sér í lagi þar sem við erum tiltölulega lítill hópur – eða kringum 1% af þjóðarúrtaki – og einnig rosa ólíklegt að fólk myndi yfir höfuð taka eftir okkur hvort eð er. Þetta minnir á umræðuna þegar fólk hafði rosalegar áhyggjur af því að þau þyrftu að deila búningsklefum eða klósettum með hommum og lesbíum. Í dag þætti okkur flestum slíkar áhyggjur frekar fáranlegar og sennilega hómófóbískar – og því gefur það auga leið að slíkar áhyggjur varðandi trans fólks byggja á samskonar fordómum og ástæðulausri hræðslu. Ég held því að fólk sem hafi svona miklar áhyggjur af þessu þurfi þess einfaldlega ekki. Ég veit ekki með ykkur, en ég er rosalega lítið að velta fyrir mér öðru fólki í klefanum og líkömum þeirra.Ef þú hittir trans manneskju í sundklefanum þá gerist nefnilega nákvæmlega ekkert. Ég er allavega bara að fara í sturtu, fara í sundbolinn og svo út í laug. Svo syndi ég kannski aðeins ef ég er metnaðarfull, fer í gufuna og hangi svo í heita pottinum og læt mig soðna þar eins og blöðruselur.Frekar hversdagslegt. Ætli ég bara skelli mér ekki í sund á eftir með vinum mínum?Höfundur er reglulegur sundlaugagestur.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar