Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifa 19. mars 2025 10:31 Starfsdagar fyrirtækja og stofnana eru gagnlegt tæki ef vinna á að vexti, samvinnu og vellíðan starfsfólks. Það felur í sér að taka til hliðar dag þar sem starfsfólk einbeitir sér að faglegri þróun, uppbyggingu og samræmingu markmiða vinnustaðarins. Ávinningurinn er þó víðtækari því með því að gefa tíma í slíka vinnu, er hlúð að vinnumenningu og sálfélagslegu öryggi. Að auka færni og þekkingu Eitt af meginmarkmiðum starfsdaga er gjarnan að fjárfesta í faglegum vexti starfsfólks. Að bjóða upp á vinnustofur, fræðslu eða námskeið gerir starfsfólki kleift að læra nýja færni, hressa upp á þá færni sem það býr yfir og fylgjast með þróun innan síns sviðs. Að fjárfesta í þróun starfsfólks með þessum hætti, bætir ekki aðeins frammstöðu einstaklinga heldur stuðlar að aukinni framleiðni vinnustaðarins í heild og gefur starfsfólki þá tilfinningu að vinnustaðurinn meti framlag þeirra, slík upplifun ýtir undir hollustu starfsfólks. Að styrkja liðsheild Annar ávinningur starfsdaga er tækifæri til að styrkja tengsl milli starfsfólks. Með verkefnum og umræðu þar sem áhersla er lögð á samvinnu, gefst starfsfólki tækifæri til að vinna að auknu trausti og betri samskiptum, sem eru lykilatriði skilvirkrar teymisvinnu. Að stuðla að sálfélagslegu öryggi Þegar vel tekst til má álykta að dýrmætasti ávinningur af starfsdögum sé efling sálfélagslegs öryggis. Þegar vinnustaðir leggja áherslu á slíka vinnu er umhverfi skapað þar sem starfsfólk upplifir sig metið að verðleikum, það er hvatt til að deila upplifunum og ræða áskoranir. Unnið er að því að efla þá trú starfsfólks að það geti tjáð skoðanir og deilt hugmyndum án þess að vera dæmt. Þessi öryggistilfinning skiptir sköpum fyrir nýsköpun, þar sem starfsfólk sem telur sig vera sálfræðilega öruggt, er líklegra til að leggja fram skapandi hugmyndir, vekja máls á því sem það telur að betur megi fara og taka ábyrgð á mistökum. Allt eru þetta mikilvægir þættir fyrir persónulegan og faglegan vöxt. Þegar sálfræðilegt öryggi er til staðar er starfsfólk líklegra til að taka frumkvæði, sem hefur bein áhrif á heildarárangur vinnustaðar. Langtímaávinningur Til lengri tíma litið sjá vinnustaðir, sem fjárfesta í reglulegum starfsdögum, meiri ánægju starfsfólks og betri heildarframmistöðu. Starfsfólk sem upplifir stuðning, bæði í persónulegum vexti og sálrænu öryggi, er virkara og áhugasamara við að leggja sitt að mörkum til að vinna að markmiðum vinnustaðarins. Vel skipulagður starfsdagur getur því haft margvíslegan ávinning, vinnur að eflingu einstaklingshæfni, betri liðsheild og stuðlar að menningu öryggis og trausts. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd, búa yfir áralangri reynslu sem stjórnendur og starfa hjá Auðnast m.a. við undirbúning og utanumhald um starfsdaga fyrir vinnustaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsdagar fyrirtækja og stofnana eru gagnlegt tæki ef vinna á að vexti, samvinnu og vellíðan starfsfólks. Það felur í sér að taka til hliðar dag þar sem starfsfólk einbeitir sér að faglegri þróun, uppbyggingu og samræmingu markmiða vinnustaðarins. Ávinningurinn er þó víðtækari því með því að gefa tíma í slíka vinnu, er hlúð að vinnumenningu og sálfélagslegu öryggi. Að auka færni og þekkingu Eitt af meginmarkmiðum starfsdaga er gjarnan að fjárfesta í faglegum vexti starfsfólks. Að bjóða upp á vinnustofur, fræðslu eða námskeið gerir starfsfólki kleift að læra nýja færni, hressa upp á þá færni sem það býr yfir og fylgjast með þróun innan síns sviðs. Að fjárfesta í þróun starfsfólks með þessum hætti, bætir ekki aðeins frammstöðu einstaklinga heldur stuðlar að aukinni framleiðni vinnustaðarins í heild og gefur starfsfólki þá tilfinningu að vinnustaðurinn meti framlag þeirra, slík upplifun ýtir undir hollustu starfsfólks. Að styrkja liðsheild Annar ávinningur starfsdaga er tækifæri til að styrkja tengsl milli starfsfólks. Með verkefnum og umræðu þar sem áhersla er lögð á samvinnu, gefst starfsfólki tækifæri til að vinna að auknu trausti og betri samskiptum, sem eru lykilatriði skilvirkrar teymisvinnu. Að stuðla að sálfélagslegu öryggi Þegar vel tekst til má álykta að dýrmætasti ávinningur af starfsdögum sé efling sálfélagslegs öryggis. Þegar vinnustaðir leggja áherslu á slíka vinnu er umhverfi skapað þar sem starfsfólk upplifir sig metið að verðleikum, það er hvatt til að deila upplifunum og ræða áskoranir. Unnið er að því að efla þá trú starfsfólks að það geti tjáð skoðanir og deilt hugmyndum án þess að vera dæmt. Þessi öryggistilfinning skiptir sköpum fyrir nýsköpun, þar sem starfsfólk sem telur sig vera sálfræðilega öruggt, er líklegra til að leggja fram skapandi hugmyndir, vekja máls á því sem það telur að betur megi fara og taka ábyrgð á mistökum. Allt eru þetta mikilvægir þættir fyrir persónulegan og faglegan vöxt. Þegar sálfræðilegt öryggi er til staðar er starfsfólk líklegra til að taka frumkvæði, sem hefur bein áhrif á heildarárangur vinnustaðar. Langtímaávinningur Til lengri tíma litið sjá vinnustaðir, sem fjárfesta í reglulegum starfsdögum, meiri ánægju starfsfólks og betri heildarframmistöðu. Starfsfólk sem upplifir stuðning, bæði í persónulegum vexti og sálrænu öryggi, er virkara og áhugasamara við að leggja sitt að mörkum til að vinna að markmiðum vinnustaðarins. Vel skipulagður starfsdagur getur því haft margvíslegan ávinning, vinnur að eflingu einstaklingshæfni, betri liðsheild og stuðlar að menningu öryggis og trausts. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd, búa yfir áralangri reynslu sem stjórnendur og starfa hjá Auðnast m.a. við undirbúning og utanumhald um starfsdaga fyrir vinnustaði.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun