Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar 18. mars 2025 23:31 Átt þú enn eftir að gera upp hug þinn? Hvern þú hyggst kjósa til rektors við Háskóla Íslands? Nú sem aldrei fyrr skiptir valið máli. Við lifum á víðsjárverðum tímum. Á nær öllum sviðum breytast hlutirnir hratt. Áttavitinn virðist brotinn og vísirinn snýst í hringi. Við vitum vart hvað mun taka við á næstu árum. Á hvað skal leggja áherslu á til að takast á við heim þar sem menning, tækni og stjórnmál taka stakkaskiptum á hverju ári. Það eru margir góðir frambjóðendur. Ég mæli með frambjóðanda sem getur ekki aðeins talað máli háskólans við stjórnmálamenn, heldur vakið anda háskólans á meðal almennings. Því nú ríkir tortryggni. Við erum mettuð af sífelldu streymi upplýsinga. Það er þreyta í fólki á umræðum. Og við vitum að það er með ráði gert að rugla fólk í ríminu. Á slíkum tímum þurfum við skýra hugsun. Og til þess þurfum við andrými. Ég þekki Björn Þorsteinsson bæði sem kennara og skipuleggjanda málþinga. Í þessum aðstæðum hef ég kynnst hæfileika hans til að skapa andrúmsloft þar sem fólk þorir að tjá skoðanir sínar. Í hans návist eru engar spurningar rangar; hjá honum eru rökræður ekki glíma þar sem einn vinnur og annar tapar, heldur leið til þess að laða fram hugsun sem enn er handan við sjóndeildarhring. Í slíku andrúmslofti verður ekki aðeins til ný þekking, heldur traust. Margir þekkja feril hans sem framúrskarandi kennara, stjórnanda og fræðimanns, en hann hefur einnig lagt mikið af mörkum utan akademíunnar. Í starfi sínu fyrir Félag áhugamanna um heimspeki hefur hann í áratugi opnað vettvang fyrir gagnrýna umræðu og ræktað heimspekilega hugsun meðal almennings. Sem ritstjóri tímaritsins Hugar hefur hann stuðlað að því að gera heimspekina skiljanlega og aðgengilega. Grikkir til forna höfðu ýmis orð til þess að lýsa tímanum. Eitt slíkt var Kairos. Að sæta lagi. Réttur tími. Nú er sagt að við lifum á víðsjárverðum tíma. En slíkir tímar geta einnig orðið tímar endurnýjunar og tækifæra. Það gerist þegar fólk kemur saman og ber traust hvert til annars. Háskólinn þarf rektor sem ekki aðeins talar máli vísindanna, heldur einnig mann sem endurvekur og viðheldur upplýstri umræðu á meðal almennings. Það eru ekki orðin tóm sem það hafa reynt að ná til fólks á okkar tímum. Það er til mikils unnið að fá mann sem kann þá list sem rektor Háskóla Íslands. Þannig maður er Björn Þorsteinsson. Höfundur er formaður Félags áhugamanna um heimspeki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Átt þú enn eftir að gera upp hug þinn? Hvern þú hyggst kjósa til rektors við Háskóla Íslands? Nú sem aldrei fyrr skiptir valið máli. Við lifum á víðsjárverðum tímum. Á nær öllum sviðum breytast hlutirnir hratt. Áttavitinn virðist brotinn og vísirinn snýst í hringi. Við vitum vart hvað mun taka við á næstu árum. Á hvað skal leggja áherslu á til að takast á við heim þar sem menning, tækni og stjórnmál taka stakkaskiptum á hverju ári. Það eru margir góðir frambjóðendur. Ég mæli með frambjóðanda sem getur ekki aðeins talað máli háskólans við stjórnmálamenn, heldur vakið anda háskólans á meðal almennings. Því nú ríkir tortryggni. Við erum mettuð af sífelldu streymi upplýsinga. Það er þreyta í fólki á umræðum. Og við vitum að það er með ráði gert að rugla fólk í ríminu. Á slíkum tímum þurfum við skýra hugsun. Og til þess þurfum við andrými. Ég þekki Björn Þorsteinsson bæði sem kennara og skipuleggjanda málþinga. Í þessum aðstæðum hef ég kynnst hæfileika hans til að skapa andrúmsloft þar sem fólk þorir að tjá skoðanir sínar. Í hans návist eru engar spurningar rangar; hjá honum eru rökræður ekki glíma þar sem einn vinnur og annar tapar, heldur leið til þess að laða fram hugsun sem enn er handan við sjóndeildarhring. Í slíku andrúmslofti verður ekki aðeins til ný þekking, heldur traust. Margir þekkja feril hans sem framúrskarandi kennara, stjórnanda og fræðimanns, en hann hefur einnig lagt mikið af mörkum utan akademíunnar. Í starfi sínu fyrir Félag áhugamanna um heimspeki hefur hann í áratugi opnað vettvang fyrir gagnrýna umræðu og ræktað heimspekilega hugsun meðal almennings. Sem ritstjóri tímaritsins Hugar hefur hann stuðlað að því að gera heimspekina skiljanlega og aðgengilega. Grikkir til forna höfðu ýmis orð til þess að lýsa tímanum. Eitt slíkt var Kairos. Að sæta lagi. Réttur tími. Nú er sagt að við lifum á víðsjárverðum tíma. En slíkir tímar geta einnig orðið tímar endurnýjunar og tækifæra. Það gerist þegar fólk kemur saman og ber traust hvert til annars. Háskólinn þarf rektor sem ekki aðeins talar máli vísindanna, heldur einnig mann sem endurvekur og viðheldur upplýstri umræðu á meðal almennings. Það eru ekki orðin tóm sem það hafa reynt að ná til fólks á okkar tímum. Það er til mikils unnið að fá mann sem kann þá list sem rektor Háskóla Íslands. Þannig maður er Björn Þorsteinsson. Höfundur er formaður Félags áhugamanna um heimspeki.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun