Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar 16. mars 2025 08:32 Það er margt úrvalsfólkið í framboði til rektors HÍ en Dr. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í alþjóðastjórnmálum er alhliða þegar kemur að þeim mörgu hlutverkum sem Háskóli Íslands sinnir í íslensku samfélagi og samfélagi þjóða. Nýverið átti ég samtal við Gitu Steiner-Khamsi prófessor í stjórnmálafræði menntunar við Columbia háskóla um rektorskjörið þar sem hún áréttaði mikilvægi þess að sá sem sinnir starfi rektors hafi skapað sér virðingu og vigt í öllum þáttum starfsins. Það skiptir ekki máli hvort við ræðum um hæfni til kennslu, rannsókna, stjórnunar eða til að sinna samfélagslegu hlutverki fræðimannsins og miðla fróðleik til almennings. Silja Bára er sterk á öllum þessum sviðum. Það er ekki verra að hafa sérhæft sig í samningatækni, unnið til verðlauna fyrir kennslu sína og hafa unnið sig upp í prófessorshæfi örfáum árum eftir að hún var ráðin sem lektor. Hún er einnig þekkt fyrir að beita sér í þágu réttlætis sem fulltrúi í háskólaráði, formaður Rauða Kross Íslands og í framvarðasveit aktívista þegar kemur að jafnréttismálum. Ósérhlífin og hefur þor til að beita sér gegn illa ígrunduðum stjórnvaldsákvörðunum Það er mér minnisstætt hvernig Silja Bára beitti sér sem fulltrúi í háskólaráði þegar rýra átti vinnuaðstæður akademískra starfsmanna á þeim tveimur sviðum HÍ sem konur eru í miklum meirihluta starfsmanna; svið sem búa stéttir undir lækningar, hjúkrun, kennslu, umhyggju og umönnun. Næði er það auðmagn sem fræðimenn þrífast á. Næðinu átti að fórna fyrst hjá þeim sem sinna rannsóknum á umhyggjuhagkerfinu. Silja Bára leiddi fyrsta skrefið af mörgum í mikilvægri varnarbaráttu sem tókst á loft í kjölfarið þar sem unnin var góður varnarsigur á mínu sviði, menntavísindasviði; varnarsigur sem leiddur var af deild menntunar og margbreytileika. Sem betur fer er Háskóli Íslands með öflugt lýðræðisskipulag þar sem ríkir opin umræða. Silja Bára nýtti þann valdavettvang sem háskólaráð er og rödd til að sá fyrsta fræi efasemda um gæði þessarar ákvörðunar. Hún tók af skarið. Við þurfum einmitt manneskju sem er ekki samdauna valdinu og sem skilur lýðræðislegt hlutverk sitt í stjórnkerfinu. Flestir leiðtogar sem beita sér á annað borð, geta opnað glugga, skapað samtal milli ólíkra aðila, verið lýðræðislegir í þeim skilningi og ég efast ekki um að allir þeir sem bjóða sig fram séu slíkir leiðtogar. Það er svo aftur annað mál hverjir leggi það á sig að verja sjónarmið sem eru ríkjandi öflum ekki þóknanleg. Að taka afstöðu í erfiðum málum. Þar skilur gjarnan milli feigs og ófeigs. Sterk sýn um akademískt frelsi, lýðræði og gagnsæi Að mínu mati ræður þetta atriði úrslitum um hæfi leiðtoga fyrir háskólastofnun á okkar Trump-ræðistímum, því blikur eru á lofti um að það þurfi að beita sér til að viðhalda akademísku frelsi til rannsókna og fræðastarfs og til að nemendur og kennarar hafi áfram málfrelsi. Hér við Columbia háskóla þar sem ég dvel nú eru þessi grundvallarréttindi í algjöru uppnámi. Það spillir ekki fyrir að Silja Bára þekkir bandarískt samfélag eins og lófann á sér eftir að hafa numið þar um árabil og eflaust er það þjóðinni í fersku minni hversu litríkur og faglegur álitsgjafi Silja Bára var um stjórnmál í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Hún hefur sýnt að hún beygir ekki af í erfiðum málum, hlífir sér ekki, og oftast ber hún sigur úr býtum. Þorparinn sem skilur mikilvægi Háskóla Íslands á landsbyggðinni Háskóli Íslands hefur mikla þýðingu fyrir okkar nærsamfélag þótt mikill hluti starfsins felist í að vinna á alþjóðlegum vettvangi. Á okkar tímum þar sem alþjóðleg samkeppnishæfni ræður ríkjum gleymist oft þetta atriði. Silja Bára hefur sterka sýn á að háskólinn sé þjóðarskóli, en ekki fyrst og fremst skóli fyrir elítu. Það hversu mikil virkni, hæfni og þor einkennir Íslendinga almennt, en ekki einungis fámenna yfirstétt, gerir okkur sem þjóð einstaka á heimsvísu. Aðgengi að háskólanámi hér á landi er einstaklega opið í samanburði við aðrar þjóðir. Háskólinn hefur starfsstöðvar út um allt land og þá spillir ekki fyrir að Silja Bára sleit barnsskónum á Ólafsfirði og er því þorpari í grunninn. Hún skilur fólk sem býr í raunheimum um leið og hún dvelur mestmegnis í táknrænum heimi fræðanna. Hún veit hvernig tröllaukin fjöll, snjóþyngsli og búseta í dreifðum byggðum marka möguleika fólks með ólíkum hætti og því mun hún leggja sitt af mörkum til að efla starf Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Vegir ástarinnar eru rannsakanlegir Fyrir mig persónulega þá er ég líklega þakklátust Silju Báru fyrir að hafa kynnt mig fyrir Önnu Guðrúnu Jónasdóttur prófessor emeritu við Örebro háskóla. Hún stóð svo að því árið 2015 ásamt kollegum sínum við stjórnmálafræðideild að gera Önnu að heiðursdoktor við HÍ. Í framhaldi af því stofnuðum við Hið íslenzka ástarrannsóknafélag sem hefur staðið að fjölmörgum viðburðum og útgáfum. Við Silja Bára ritstýrum nú bók um ástarrannsóknir sem kemur út á vormánuðum á vegum háskólaútgáfunnar. Að sá fyrsta fræinu er sérgrein Silju Báru. Við þurfum Silju Báru til forystu sem sýnt hefur frumkvæði og nýsköpun í kennslu, rannsóknum, stjórnun og miðlun til almennings og sem hefur þekkingu og innsæi til að takast á við veðrabrigði í alþjóðastjórnmálum. Höfundur er prófessor á menntavísindasviði og Fulbright fræðimaður við Columbia háskóla á vormisseri 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er margt úrvalsfólkið í framboði til rektors HÍ en Dr. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í alþjóðastjórnmálum er alhliða þegar kemur að þeim mörgu hlutverkum sem Háskóli Íslands sinnir í íslensku samfélagi og samfélagi þjóða. Nýverið átti ég samtal við Gitu Steiner-Khamsi prófessor í stjórnmálafræði menntunar við Columbia háskóla um rektorskjörið þar sem hún áréttaði mikilvægi þess að sá sem sinnir starfi rektors hafi skapað sér virðingu og vigt í öllum þáttum starfsins. Það skiptir ekki máli hvort við ræðum um hæfni til kennslu, rannsókna, stjórnunar eða til að sinna samfélagslegu hlutverki fræðimannsins og miðla fróðleik til almennings. Silja Bára er sterk á öllum þessum sviðum. Það er ekki verra að hafa sérhæft sig í samningatækni, unnið til verðlauna fyrir kennslu sína og hafa unnið sig upp í prófessorshæfi örfáum árum eftir að hún var ráðin sem lektor. Hún er einnig þekkt fyrir að beita sér í þágu réttlætis sem fulltrúi í háskólaráði, formaður Rauða Kross Íslands og í framvarðasveit aktívista þegar kemur að jafnréttismálum. Ósérhlífin og hefur þor til að beita sér gegn illa ígrunduðum stjórnvaldsákvörðunum Það er mér minnisstætt hvernig Silja Bára beitti sér sem fulltrúi í háskólaráði þegar rýra átti vinnuaðstæður akademískra starfsmanna á þeim tveimur sviðum HÍ sem konur eru í miklum meirihluta starfsmanna; svið sem búa stéttir undir lækningar, hjúkrun, kennslu, umhyggju og umönnun. Næði er það auðmagn sem fræðimenn þrífast á. Næðinu átti að fórna fyrst hjá þeim sem sinna rannsóknum á umhyggjuhagkerfinu. Silja Bára leiddi fyrsta skrefið af mörgum í mikilvægri varnarbaráttu sem tókst á loft í kjölfarið þar sem unnin var góður varnarsigur á mínu sviði, menntavísindasviði; varnarsigur sem leiddur var af deild menntunar og margbreytileika. Sem betur fer er Háskóli Íslands með öflugt lýðræðisskipulag þar sem ríkir opin umræða. Silja Bára nýtti þann valdavettvang sem háskólaráð er og rödd til að sá fyrsta fræi efasemda um gæði þessarar ákvörðunar. Hún tók af skarið. Við þurfum einmitt manneskju sem er ekki samdauna valdinu og sem skilur lýðræðislegt hlutverk sitt í stjórnkerfinu. Flestir leiðtogar sem beita sér á annað borð, geta opnað glugga, skapað samtal milli ólíkra aðila, verið lýðræðislegir í þeim skilningi og ég efast ekki um að allir þeir sem bjóða sig fram séu slíkir leiðtogar. Það er svo aftur annað mál hverjir leggi það á sig að verja sjónarmið sem eru ríkjandi öflum ekki þóknanleg. Að taka afstöðu í erfiðum málum. Þar skilur gjarnan milli feigs og ófeigs. Sterk sýn um akademískt frelsi, lýðræði og gagnsæi Að mínu mati ræður þetta atriði úrslitum um hæfi leiðtoga fyrir háskólastofnun á okkar Trump-ræðistímum, því blikur eru á lofti um að það þurfi að beita sér til að viðhalda akademísku frelsi til rannsókna og fræðastarfs og til að nemendur og kennarar hafi áfram málfrelsi. Hér við Columbia háskóla þar sem ég dvel nú eru þessi grundvallarréttindi í algjöru uppnámi. Það spillir ekki fyrir að Silja Bára þekkir bandarískt samfélag eins og lófann á sér eftir að hafa numið þar um árabil og eflaust er það þjóðinni í fersku minni hversu litríkur og faglegur álitsgjafi Silja Bára var um stjórnmál í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Hún hefur sýnt að hún beygir ekki af í erfiðum málum, hlífir sér ekki, og oftast ber hún sigur úr býtum. Þorparinn sem skilur mikilvægi Háskóla Íslands á landsbyggðinni Háskóli Íslands hefur mikla þýðingu fyrir okkar nærsamfélag þótt mikill hluti starfsins felist í að vinna á alþjóðlegum vettvangi. Á okkar tímum þar sem alþjóðleg samkeppnishæfni ræður ríkjum gleymist oft þetta atriði. Silja Bára hefur sterka sýn á að háskólinn sé þjóðarskóli, en ekki fyrst og fremst skóli fyrir elítu. Það hversu mikil virkni, hæfni og þor einkennir Íslendinga almennt, en ekki einungis fámenna yfirstétt, gerir okkur sem þjóð einstaka á heimsvísu. Aðgengi að háskólanámi hér á landi er einstaklega opið í samanburði við aðrar þjóðir. Háskólinn hefur starfsstöðvar út um allt land og þá spillir ekki fyrir að Silja Bára sleit barnsskónum á Ólafsfirði og er því þorpari í grunninn. Hún skilur fólk sem býr í raunheimum um leið og hún dvelur mestmegnis í táknrænum heimi fræðanna. Hún veit hvernig tröllaukin fjöll, snjóþyngsli og búseta í dreifðum byggðum marka möguleika fólks með ólíkum hætti og því mun hún leggja sitt af mörkum til að efla starf Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Vegir ástarinnar eru rannsakanlegir Fyrir mig persónulega þá er ég líklega þakklátust Silju Báru fyrir að hafa kynnt mig fyrir Önnu Guðrúnu Jónasdóttur prófessor emeritu við Örebro háskóla. Hún stóð svo að því árið 2015 ásamt kollegum sínum við stjórnmálafræðideild að gera Önnu að heiðursdoktor við HÍ. Í framhaldi af því stofnuðum við Hið íslenzka ástarrannsóknafélag sem hefur staðið að fjölmörgum viðburðum og útgáfum. Við Silja Bára ritstýrum nú bók um ástarrannsóknir sem kemur út á vormánuðum á vegum háskólaútgáfunnar. Að sá fyrsta fræinu er sérgrein Silju Báru. Við þurfum Silju Báru til forystu sem sýnt hefur frumkvæði og nýsköpun í kennslu, rannsóknum, stjórnun og miðlun til almennings og sem hefur þekkingu og innsæi til að takast á við veðrabrigði í alþjóðastjórnmálum. Höfundur er prófessor á menntavísindasviði og Fulbright fræðimaður við Columbia háskóla á vormisseri 2025.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun