Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson og Þórhallur Ingi Halldórsson skrifa 14. mars 2025 18:32 Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskóla Íslands býðst nú til þess að verða rektor. Við viljum skýra hvers vegna við teljum atkvæðum til stuðnings Ingibjörgu best varið. Ingibjörg Gunnarsdóttir tók þátt í uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands bæði sem nemandi og síðar einnig sem kennari og vísindamaður. Ingibjörg tilheyrir hópi þeirra fyrstu sem vörðu doktorsritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands en hún stundaði nám bæði hér heima og erlendis. Tengsl snemma á ferlinum og hæfni til teymisvinnu hafa komið henni að miklu gagni við alþjóðlegt samstarf síðar. Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur hlotið fjölda styrkja til mikilvægra rannsókna þar á meðal styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Ingibjörg hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014 og var valinn heiðursvísindamaður Landspítala 2023 fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum. Ingibjörg Gunnarsdóttirhefur einnig mikinn metnað þegar kemur að störfum og skyldum Háskóla Íslands fyrir samfélagið. Hún hefur í samstarfi við fjölda fólks unnið að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á heilsueflingu, forvörnum og meðferð við sjúkdómum með áherslu á næringu og heilsu þungaðra kvenna, barna, næringarástand fólks, og tengsl við sjúkdóma. Ingibjörg hefur öðlast mikla stjórnendareynslu í gegnum störf sín sem forstöðumaður næringarstofu Landspítala háskólasjúkrahúss, með setu sinni í Háskólaráði og sem aðstoðarrektor. Í því starfi hefur hún tekist á við fjölda krefjandi verkefna sem hafa verið skólanum erfið og leyst farsællega í samstarfi við samstarfsfólk þvert á deildir. Í stuttu máli þá er Ingibjörg einn öflugasti frambjóðandinn þegar kemur að bæði rannsóknavirkni (þ.e. birtingar alþjóðlegra vísindagreina í ritrýndum tímaritum) og hvað varðar stjórnendareynslu. Til að Háskóli þrífist og dafni þarf einnig einstakling sem hefur skilning á starfsemi mismunandi fræðasviða sem getur stuðlað að því að stærri og minni deildir og námslínur geti þróast og tekið breytingum til að geta þjónað þörfum samfélagsins. Þetta hefur Ingibjörg sýnt í verki bæði í rannsóknum og innan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Þannig mun hún styðja nám og kennslu, rannsóknir, og þá ekki bara rannsóknastofuvinnu heldur einnig rannsóknir innan hug-, mennta- og félagsvísinda, auk samvinnu og þeirra nýjunga sem hún er tilbúin að ráðast í fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Þetta voru helstu ástæður þess að við munum gefa Ingibjörgu atkvæði okkar. Við hvetjum þig, lesandi góður, að kynna þér störf Ingibjargar og athuga hvort þú verðir ekki sammála okkur Höfundar eru: Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla og Næringarfræðideild HÍ Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskóla Íslands býðst nú til þess að verða rektor. Við viljum skýra hvers vegna við teljum atkvæðum til stuðnings Ingibjörgu best varið. Ingibjörg Gunnarsdóttir tók þátt í uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands bæði sem nemandi og síðar einnig sem kennari og vísindamaður. Ingibjörg tilheyrir hópi þeirra fyrstu sem vörðu doktorsritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands en hún stundaði nám bæði hér heima og erlendis. Tengsl snemma á ferlinum og hæfni til teymisvinnu hafa komið henni að miklu gagni við alþjóðlegt samstarf síðar. Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur hlotið fjölda styrkja til mikilvægra rannsókna þar á meðal styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Ingibjörg hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014 og var valinn heiðursvísindamaður Landspítala 2023 fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum. Ingibjörg Gunnarsdóttirhefur einnig mikinn metnað þegar kemur að störfum og skyldum Háskóla Íslands fyrir samfélagið. Hún hefur í samstarfi við fjölda fólks unnið að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á heilsueflingu, forvörnum og meðferð við sjúkdómum með áherslu á næringu og heilsu þungaðra kvenna, barna, næringarástand fólks, og tengsl við sjúkdóma. Ingibjörg hefur öðlast mikla stjórnendareynslu í gegnum störf sín sem forstöðumaður næringarstofu Landspítala háskólasjúkrahúss, með setu sinni í Háskólaráði og sem aðstoðarrektor. Í því starfi hefur hún tekist á við fjölda krefjandi verkefna sem hafa verið skólanum erfið og leyst farsællega í samstarfi við samstarfsfólk þvert á deildir. Í stuttu máli þá er Ingibjörg einn öflugasti frambjóðandinn þegar kemur að bæði rannsóknavirkni (þ.e. birtingar alþjóðlegra vísindagreina í ritrýndum tímaritum) og hvað varðar stjórnendareynslu. Til að Háskóli þrífist og dafni þarf einnig einstakling sem hefur skilning á starfsemi mismunandi fræðasviða sem getur stuðlað að því að stærri og minni deildir og námslínur geti þróast og tekið breytingum til að geta þjónað þörfum samfélagsins. Þetta hefur Ingibjörg sýnt í verki bæði í rannsóknum og innan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Þannig mun hún styðja nám og kennslu, rannsóknir, og þá ekki bara rannsóknastofuvinnu heldur einnig rannsóknir innan hug-, mennta- og félagsvísinda, auk samvinnu og þeirra nýjunga sem hún er tilbúin að ráðast í fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Þetta voru helstu ástæður þess að við munum gefa Ingibjörgu atkvæði okkar. Við hvetjum þig, lesandi góður, að kynna þér störf Ingibjargar og athuga hvort þú verðir ekki sammála okkur Höfundar eru: Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla og Næringarfræðideild HÍ Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar