Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar 12. mars 2025 13:31 Í framsögum frambjóðenda í rektorskosningum Háskóla Íslands sem fram fara dagana 18. og 19. mars, hefur umræðan að miklu leyti snúist um fjárhagsstöðu Háskólans, mikilvægi samkeppnishæfra launa og starfsumhverfis sem dregur úr álagi og streitu. Þetta eru vissulega brýnar áskoranir sem nýr rektor þarf að takast á við. En Háskóli Íslands stendur jafnframt frammi fyrir hröðum samfélagslegum og tæknilegum breytingum sem kalla á skýra hugsun og forystu um framtíð háskólastarfs. Þessar öru breytingar eru jafnframt tækifæri til þess að endurmeta og sýna fram á raunverulegt gildi háskólanáms. Með áherslu á þverfræðilega samvinnu, gagnrýna hugsun og tækifæri til þess að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum í hagnýtum og skapandi verkefnum. Í heimi þar sem misvísandi upplýsingar og falsfréttir eru áberandi, er þörfin fyrir gagnrýna hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Hlutverk háskóla er ekki aðeins að miðla þekkingu til nemenda heldur þjálfa þau í því að meta upplýsingar, tileinka sér ólík sjónarmið og taka á upplýstan hátt þátt í samfélagslegum umræðum og áskorunum. Háskóli Íslands þarf á rektor að halda sem skilur ólíkar fræðigreinar og styður við fjölbreyttar rannsóknir og kennslu. Bakgrunnur Kolbrúnar í hugvísindum, þekking hennar á félagsvísindum og menntunarfræðum, ásamt víðtækri reynslu hennar af stjórnun innan Háskólans, gera hana að sterkum leiðtoga fyrir háskólasamfélagið allt. Kolbrún er meðvituð um að til þess að takast á við þær áskoranir sem Háskólinn og samfélagið allt stendur frammi fyrir, í tækni og loftslagsmálum, þurfum við að vinna saman þvert á fræðasvið. Kolbrún hefur unnið náið með öllum fræðasviðum skólans að því að styrkja og þróa þverfaglegt samstarf. Þar má til að mynda nefna innleiðingu á þverfræðilegum akademískum stöðum innan Háskóla Íslands, þar sem þekking af öllum fræðisviðum nýtist til að styrkja kennarmenntun á Íslandi. Þessi áhersla á samstarf þvert á svið Háskólans undirstrikar hæfni Kolbrúnar til að byggja upp sterkt og samheldið háskólasamfélag. Áhersla Kolbrúnar á samfélagslega nýsköpun undirstrikar enn fremur reynslu hennar sem sviðsforseti af því að brúa bilið á milli rannsókna og samfélags. Við lifum á tímum þar sem háskólar um allan heim þurfa að laga sig að örum samfélags- og tæknibreytingum. Gervigreind, sjálfvirkni og stafrænar lausnir breyta starfsháttum fræðasamfélagsins og kalla á nýjar áherslur í kennslu og rannsóknum. Kolbrún hefur sýnt að hún skilur þessar áskoranir og er tilbúin að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina með stefnu sem byggist á því að setja starfsfólk og nemendur í fyrirrúm og efla rannsóknir og kennslu Háskólans fyrir samfélagið allt. Ég hef þekkt Kolbrúnu í rúmlega þrjá áratugi, allt frá því að við hófum báðar nám í heimspeki árið 1992. Strax þá var ljóst að hún bjó yfir einstökum hæfileikum til að greina kjarnann frá hisminu, nálgast viðfangsefni af yfirvegun og taka ígrundaðar og sanngjarnar ákvarðanir. Í störfum sínum sem forseti Menntavísindasviðs hefur hún tekist á við flóknar áskoranir og sýnt að hún er fær um að leiða umfangsmiklar breytingar með fagmennsku og af festu. Kolbrún hefur til að bera mikla reynslu af stjórnun og skilningi á akademísku starfi sem er hvoru tveggja nauðsynlegt í starfi rektors. Ég styð framboð hennar heilshugar og hvet háskólasamfélagið til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í framsögum frambjóðenda í rektorskosningum Háskóla Íslands sem fram fara dagana 18. og 19. mars, hefur umræðan að miklu leyti snúist um fjárhagsstöðu Háskólans, mikilvægi samkeppnishæfra launa og starfsumhverfis sem dregur úr álagi og streitu. Þetta eru vissulega brýnar áskoranir sem nýr rektor þarf að takast á við. En Háskóli Íslands stendur jafnframt frammi fyrir hröðum samfélagslegum og tæknilegum breytingum sem kalla á skýra hugsun og forystu um framtíð háskólastarfs. Þessar öru breytingar eru jafnframt tækifæri til þess að endurmeta og sýna fram á raunverulegt gildi háskólanáms. Með áherslu á þverfræðilega samvinnu, gagnrýna hugsun og tækifæri til þess að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum í hagnýtum og skapandi verkefnum. Í heimi þar sem misvísandi upplýsingar og falsfréttir eru áberandi, er þörfin fyrir gagnrýna hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Hlutverk háskóla er ekki aðeins að miðla þekkingu til nemenda heldur þjálfa þau í því að meta upplýsingar, tileinka sér ólík sjónarmið og taka á upplýstan hátt þátt í samfélagslegum umræðum og áskorunum. Háskóli Íslands þarf á rektor að halda sem skilur ólíkar fræðigreinar og styður við fjölbreyttar rannsóknir og kennslu. Bakgrunnur Kolbrúnar í hugvísindum, þekking hennar á félagsvísindum og menntunarfræðum, ásamt víðtækri reynslu hennar af stjórnun innan Háskólans, gera hana að sterkum leiðtoga fyrir háskólasamfélagið allt. Kolbrún er meðvituð um að til þess að takast á við þær áskoranir sem Háskólinn og samfélagið allt stendur frammi fyrir, í tækni og loftslagsmálum, þurfum við að vinna saman þvert á fræðasvið. Kolbrún hefur unnið náið með öllum fræðasviðum skólans að því að styrkja og þróa þverfaglegt samstarf. Þar má til að mynda nefna innleiðingu á þverfræðilegum akademískum stöðum innan Háskóla Íslands, þar sem þekking af öllum fræðisviðum nýtist til að styrkja kennarmenntun á Íslandi. Þessi áhersla á samstarf þvert á svið Háskólans undirstrikar hæfni Kolbrúnar til að byggja upp sterkt og samheldið háskólasamfélag. Áhersla Kolbrúnar á samfélagslega nýsköpun undirstrikar enn fremur reynslu hennar sem sviðsforseti af því að brúa bilið á milli rannsókna og samfélags. Við lifum á tímum þar sem háskólar um allan heim þurfa að laga sig að örum samfélags- og tæknibreytingum. Gervigreind, sjálfvirkni og stafrænar lausnir breyta starfsháttum fræðasamfélagsins og kalla á nýjar áherslur í kennslu og rannsóknum. Kolbrún hefur sýnt að hún skilur þessar áskoranir og er tilbúin að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina með stefnu sem byggist á því að setja starfsfólk og nemendur í fyrirrúm og efla rannsóknir og kennslu Háskólans fyrir samfélagið allt. Ég hef þekkt Kolbrúnu í rúmlega þrjá áratugi, allt frá því að við hófum báðar nám í heimspeki árið 1992. Strax þá var ljóst að hún bjó yfir einstökum hæfileikum til að greina kjarnann frá hisminu, nálgast viðfangsefni af yfirvegun og taka ígrundaðar og sanngjarnar ákvarðanir. Í störfum sínum sem forseti Menntavísindasviðs hefur hún tekist á við flóknar áskoranir og sýnt að hún er fær um að leiða umfangsmiklar breytingar með fagmennsku og af festu. Kolbrún hefur til að bera mikla reynslu af stjórnun og skilningi á akademísku starfi sem er hvoru tveggja nauðsynlegt í starfi rektors. Ég styð framboð hennar heilshugar og hvet háskólasamfélagið til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun