Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 10:36 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. Spá greiningardeildar Íslandsbanka birtist í tilkynningu á vef bankans í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, skrifar spánna. Telur greiningardeildin að við ákvörðun nefndarinnar muni togast á annars vegar merki um minni spennu í hagkerfinu og hjöðnun verðbólgu og hins vegar þrálátt háar verðbólguvæntingar og vísbendingar um seiglu í eftirspurn. „Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 7,75% og hafa stýrivextir þá lækkað um 1,5 prósentur frá síðasta hausti, gangi spáin eftir. Stutt er frá síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar og fátt hefur gerst í millitíðinni sem ætti að breyta sýn peningastefnunefndar á hæfilegt peningalegt aðhald verulega,“ segir í spánni. Miðað við spá Íslandsbanka mun vaxtalækkunarferli Seðlabankans skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025 og ljúka með vexti á bilinu 5,0 – 5,5 prósent um mitt næsta ár. Verðbólga hjaðnar en verðbólguvæntingar enn allháar Greiningardeildin segir hjöðnun verðbólgu það sem af er ári hafa verið nokkurn veginn í takti við væntingar. Það sé „peningastefnunefndinni væntanlega nokkurt fagnaðarefni,“ segir í spánni. Ársverðbólga hafi mælst í febrúar 4,2 prósent og sé verðbólgan því 0,4 prósentum minni en hún var fyrir síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar. Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hafi einnig lækkað í nýjustu mælingu Hagstofunnar. „Eftir sem áður teljum við að verðbólga muni halda áfram að hjaðna fram á sumar enda detta allstórir hækkunarmánuðir úr 12 mánaða takti vísitölu neysluverðs (VNV) á sama tíma og hægari hækkunartaktur launa, hjaðnandi verðbólga erlendis og betra jafnvægi á íbúðamarkaði ættu að skila heldur hóflegri hækkun VNV milli mánaða,“ segir í spánni. Hins vegar á greiningardeildin von á því að síðasti áfanginn í hjöðnun verðbólgu niður í markmið Seðlabankans verði torsóttur og „verðbólgan verði að jafnaði heldur yfir markmiðinu fremur en hitt næstu misserin“. Seðlabankinn Íslandsbanki Verðlag Íslenska krónan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Spá greiningardeildar Íslandsbanka birtist í tilkynningu á vef bankans í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, skrifar spánna. Telur greiningardeildin að við ákvörðun nefndarinnar muni togast á annars vegar merki um minni spennu í hagkerfinu og hjöðnun verðbólgu og hins vegar þrálátt háar verðbólguvæntingar og vísbendingar um seiglu í eftirspurn. „Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 7,75% og hafa stýrivextir þá lækkað um 1,5 prósentur frá síðasta hausti, gangi spáin eftir. Stutt er frá síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar og fátt hefur gerst í millitíðinni sem ætti að breyta sýn peningastefnunefndar á hæfilegt peningalegt aðhald verulega,“ segir í spánni. Miðað við spá Íslandsbanka mun vaxtalækkunarferli Seðlabankans skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025 og ljúka með vexti á bilinu 5,0 – 5,5 prósent um mitt næsta ár. Verðbólga hjaðnar en verðbólguvæntingar enn allháar Greiningardeildin segir hjöðnun verðbólgu það sem af er ári hafa verið nokkurn veginn í takti við væntingar. Það sé „peningastefnunefndinni væntanlega nokkurt fagnaðarefni,“ segir í spánni. Ársverðbólga hafi mælst í febrúar 4,2 prósent og sé verðbólgan því 0,4 prósentum minni en hún var fyrir síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar. Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hafi einnig lækkað í nýjustu mælingu Hagstofunnar. „Eftir sem áður teljum við að verðbólga muni halda áfram að hjaðna fram á sumar enda detta allstórir hækkunarmánuðir úr 12 mánaða takti vísitölu neysluverðs (VNV) á sama tíma og hægari hækkunartaktur launa, hjaðnandi verðbólga erlendis og betra jafnvægi á íbúðamarkaði ættu að skila heldur hóflegri hækkun VNV milli mánaða,“ segir í spánni. Hins vegar á greiningardeildin von á því að síðasti áfanginn í hjöðnun verðbólgu niður í markmið Seðlabankans verði torsóttur og „verðbólgan verði að jafnaði heldur yfir markmiðinu fremur en hitt næstu misserin“.
Seðlabankinn Íslandsbanki Verðlag Íslenska krónan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira