Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson og Urður Njarðvík skrifa 11. mars 2025 13:02 Eftir nokkra daga kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Ein af þeim sem gefið hefur kost á sér í embættið er Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg er hokin af reynslu og hefur gengt margvíslegum stjórnunarstörfum innan HÍ undanfarinn áratug. Má þar nefna starf aðstoðarrektors, starf sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs, setu og varaformennsku í Háskólaráði auk formennsku í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan HÍ. Um árabil var Ingibjörg einnig fulltrúi rektors í valnefndum skólans og kom þannig að ráðningu fjölda akademískra starfsmanna í samvinnu við fulltrúa viðkomandi deilda. Hún hefur því nú þegar snert á flestum sviðum stjórnunar HÍ og býr yfir dýrmætri reynslu af því að vinna með starfsfólki úr ólíkum deildum skólans. Þessi mikla reynsla lýsir brennandi áhuga Ingibjargar á starfsemi skólans og gerir hana að einstökum frambjóðanda til rektors. Háskóli Íslands er frábær háskóli. Innan hans starfar hæfileikaríkt og ósérhlífið fólk sem brennur fyrir því að skapa nýja þekkingu og mennta ungt fólk í fjölbreyttum vísindagreinum. Nemendur og starfsfólk skipta þúsundum og skólinn iðar af lífi. Til að stýra svo stórri stofnun þarf að sjálfsögðu gott skipulag og skýra verkferla, en því miður skortir stjórnkerfi skólans stundum sveigjanleika, sem getur staðið í vegi fyrir gagnlegum breytingum. Á heimasíðu Ingibjargar (https://ingibjorg.hi.is) og á kosningafundum, hefur hún boðað ferskar hugmyndir sem snúa einmitt að því að auka sveigjanleika í stjórnun og einfalda verkferla svo að stjórnkerfið styðji betur við innleiðingu breytinga. Með sveigjanlegra kerfi og aukinni skilvirkni má einnig minnka vinnuálag starfsfólks og auka gæði kennslu og rannsókna. Ingibjörg boðar jafnframt endurskoðun á því hvernig fjármunum er dreift innan skólans. Með því að hugsa út fyrir kassann og reikna einfaldlega út kostnað námskeiða, í stað þess að festa heilar námsleiðir innan ramma tiltekins reikniflokks, má auka gæði námsins og tryggja nemendum betri kennslu. Það er vel þekkt að undirfjármögnun er helsti vandi Háskóla Íslands og sú staða hefur hindrað ýmsar umbætur. Fjármögnun háskóla á Íslandi er undir meðaltali OECD ríkjanna og langt undir háskólum hinna norðurlandanna. Aukin fjármögnun er hins vegar langhlaup, enda hefur verið barist fyrir þessum breytingum í áraraðir. Samhliða því að sækja aukið fjármagn, er mikilvægt að breyta verkferlum innan skólans til að nýta þá fjármuni sem nú fást á sanngjarnari hátt fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Til þess þarf sterkan og reynslumikinn leiðtoga sem þekkir háskólann inn og út, en er á sama tíma reiðubúinn að skoða nýjar leiðir. Veljum Ingibjörgu Gunnarsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands og gefum henni tækifæri til að vinna að umbótum sem munu gera góðan háskóla ennþá betri. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor, deildarforseti Sálfræðideildar HÍ Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Ein af þeim sem gefið hefur kost á sér í embættið er Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg er hokin af reynslu og hefur gengt margvíslegum stjórnunarstörfum innan HÍ undanfarinn áratug. Má þar nefna starf aðstoðarrektors, starf sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs, setu og varaformennsku í Háskólaráði auk formennsku í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan HÍ. Um árabil var Ingibjörg einnig fulltrúi rektors í valnefndum skólans og kom þannig að ráðningu fjölda akademískra starfsmanna í samvinnu við fulltrúa viðkomandi deilda. Hún hefur því nú þegar snert á flestum sviðum stjórnunar HÍ og býr yfir dýrmætri reynslu af því að vinna með starfsfólki úr ólíkum deildum skólans. Þessi mikla reynsla lýsir brennandi áhuga Ingibjargar á starfsemi skólans og gerir hana að einstökum frambjóðanda til rektors. Háskóli Íslands er frábær háskóli. Innan hans starfar hæfileikaríkt og ósérhlífið fólk sem brennur fyrir því að skapa nýja þekkingu og mennta ungt fólk í fjölbreyttum vísindagreinum. Nemendur og starfsfólk skipta þúsundum og skólinn iðar af lífi. Til að stýra svo stórri stofnun þarf að sjálfsögðu gott skipulag og skýra verkferla, en því miður skortir stjórnkerfi skólans stundum sveigjanleika, sem getur staðið í vegi fyrir gagnlegum breytingum. Á heimasíðu Ingibjargar (https://ingibjorg.hi.is) og á kosningafundum, hefur hún boðað ferskar hugmyndir sem snúa einmitt að því að auka sveigjanleika í stjórnun og einfalda verkferla svo að stjórnkerfið styðji betur við innleiðingu breytinga. Með sveigjanlegra kerfi og aukinni skilvirkni má einnig minnka vinnuálag starfsfólks og auka gæði kennslu og rannsókna. Ingibjörg boðar jafnframt endurskoðun á því hvernig fjármunum er dreift innan skólans. Með því að hugsa út fyrir kassann og reikna einfaldlega út kostnað námskeiða, í stað þess að festa heilar námsleiðir innan ramma tiltekins reikniflokks, má auka gæði námsins og tryggja nemendum betri kennslu. Það er vel þekkt að undirfjármögnun er helsti vandi Háskóla Íslands og sú staða hefur hindrað ýmsar umbætur. Fjármögnun háskóla á Íslandi er undir meðaltali OECD ríkjanna og langt undir háskólum hinna norðurlandanna. Aukin fjármögnun er hins vegar langhlaup, enda hefur verið barist fyrir þessum breytingum í áraraðir. Samhliða því að sækja aukið fjármagn, er mikilvægt að breyta verkferlum innan skólans til að nýta þá fjármuni sem nú fást á sanngjarnari hátt fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Til þess þarf sterkan og reynslumikinn leiðtoga sem þekkir háskólann inn og út, en er á sama tíma reiðubúinn að skoða nýjar leiðir. Veljum Ingibjörgu Gunnarsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands og gefum henni tækifæri til að vinna að umbótum sem munu gera góðan háskóla ennþá betri. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor, deildarforseti Sálfræðideildar HÍ Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun