Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2025 09:18 Mannfjöldaþróun á Íslandi næstu áratugina er talin líkleg til að gera landið betur í stakk búið en mörg árin til þess að takast á við fyrirséða öldrun þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Gangi ný mannfjöldaspá eftir eru líkur á að hlutfallslega fleiri landsmenn verði á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum. Því eru áskoranir sem tengjast öldrun þjóðarinnar taldar verða viðráðanlegri hér en víða annars staðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum til næstu þrjátíu ára sem fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag. Í henni er meðal annars fjallað um áhrif lýðfræðilegra breytinga, heilsufars, gervigreindar, loftslagsbreytinga, breytinga í alþjóðakerfinu og uppbyggingar lífeyriskerfisins á lífskjör til langrar framtíðar. Horfurnar í opinberum fjármálum eru sagðar hafa batnað verulega frá því að fyrsta skýrsla þessarar tegundar kom út í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar árið 2021. Áskoranir séu þó enn til staðar sem geri það mikilvægt að styrkja stöðu opinberra fjármála til þess að búa í haginn fyrir bæði fyrirsjáanlegar lýðfræðilegar breytingar og ófyrirséð áföll. Hlutfallslega margir á vinnufærum aldri Óvissa er sögð ríkja um fólksfjölgun næstu þrjá áratugina. Flutningar fólks til og frá landinu hafi verið miklir og sveiflukenndir og erfitt sé að spá fyrir um þá til langrar framtíðar. Gert er ráð fyrir mun meiri fjölgun fólks og hagstæðari lýðfræðilegri samsetningu í mannfjöldaspá sem var lögð til grundvallar skýrslunni nú en fyrir fjórum árum. Gangi spáin eftir verða hlutfallslega mun fleiri landsmenn á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum Íslands fram yfir miðja öldina. Það hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfur og horfur í opinberum fjármálum. Þó að eldra fólki eigi eftir að fjölga mikið næstu áratugina og hlutfallslega meira á Íslandi en í flestum samanburðarríkjum eru áskoranir tengdar öldrun sagðar verða viðráðanlegri en í mörgum öðrum löndum ef yngra fólki fjölgar einnig. Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Skýslan fjallar ekki um nýjar ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum heldur byggir á framreikningi sem á að vera grundvöllur fyrir umræður og stefnumörkun til framtíðar.Vísir/Vilhelm Óvíst hversu mikið gervigreind gæti aukið framleiðni Gervigreind og áhrif hennar á hagkerfi og samfélög heimsins hafa verið ofarlega á baugi síðustu árin. Í skýrslunni er búist við því að tæknibreytingar hafi veruleg eða að mörgu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagslífið næstu þrjá áratugina. Þannig gæti gervigreind aukið framleiðnivöxt en óljóst sé hversu mikið. Á móti því gæti vegið áhrif minni vaxtar alþjóðaviðskipta. Áfram er sagt mega búast við efnahagslegum áföllum líkum þeim sem hafa þegar dunið yfir á 21. öldinni. Stefnumörkunin í opinberum fjármálum þarf að ganga út frá því að viðlíka áföll geti orðið aftur á næstu áratugum, að mati skýrsluhöfundanna. Þá segja þeir að ekki sé hægt að ganga út frá því að lýðfræðileg þróun verði jafn hagstæð og í grunnspá mannfjöldaspár. Í þeim sviðsmyndum sem voru settar upp með áföllum og minni fólkfjölgun var þróun opinberra fjármála töluvert óhagstæðari en í sviðsmyndum án áfalla. Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum til næstu þrjátíu ára sem fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag. Í henni er meðal annars fjallað um áhrif lýðfræðilegra breytinga, heilsufars, gervigreindar, loftslagsbreytinga, breytinga í alþjóðakerfinu og uppbyggingar lífeyriskerfisins á lífskjör til langrar framtíðar. Horfurnar í opinberum fjármálum eru sagðar hafa batnað verulega frá því að fyrsta skýrsla þessarar tegundar kom út í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar árið 2021. Áskoranir séu þó enn til staðar sem geri það mikilvægt að styrkja stöðu opinberra fjármála til þess að búa í haginn fyrir bæði fyrirsjáanlegar lýðfræðilegar breytingar og ófyrirséð áföll. Hlutfallslega margir á vinnufærum aldri Óvissa er sögð ríkja um fólksfjölgun næstu þrjá áratugina. Flutningar fólks til og frá landinu hafi verið miklir og sveiflukenndir og erfitt sé að spá fyrir um þá til langrar framtíðar. Gert er ráð fyrir mun meiri fjölgun fólks og hagstæðari lýðfræðilegri samsetningu í mannfjöldaspá sem var lögð til grundvallar skýrslunni nú en fyrir fjórum árum. Gangi spáin eftir verða hlutfallslega mun fleiri landsmenn á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum Íslands fram yfir miðja öldina. Það hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfur og horfur í opinberum fjármálum. Þó að eldra fólki eigi eftir að fjölga mikið næstu áratugina og hlutfallslega meira á Íslandi en í flestum samanburðarríkjum eru áskoranir tengdar öldrun sagðar verða viðráðanlegri en í mörgum öðrum löndum ef yngra fólki fjölgar einnig. Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Skýslan fjallar ekki um nýjar ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum heldur byggir á framreikningi sem á að vera grundvöllur fyrir umræður og stefnumörkun til framtíðar.Vísir/Vilhelm Óvíst hversu mikið gervigreind gæti aukið framleiðni Gervigreind og áhrif hennar á hagkerfi og samfélög heimsins hafa verið ofarlega á baugi síðustu árin. Í skýrslunni er búist við því að tæknibreytingar hafi veruleg eða að mörgu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagslífið næstu þrjá áratugina. Þannig gæti gervigreind aukið framleiðnivöxt en óljóst sé hversu mikið. Á móti því gæti vegið áhrif minni vaxtar alþjóðaviðskipta. Áfram er sagt mega búast við efnahagslegum áföllum líkum þeim sem hafa þegar dunið yfir á 21. öldinni. Stefnumörkunin í opinberum fjármálum þarf að ganga út frá því að viðlíka áföll geti orðið aftur á næstu áratugum, að mati skýrsluhöfundanna. Þá segja þeir að ekki sé hægt að ganga út frá því að lýðfræðileg þróun verði jafn hagstæð og í grunnspá mannfjöldaspár. Í þeim sviðsmyndum sem voru settar upp með áföllum og minni fólkfjölgun var þróun opinberra fjármála töluvert óhagstæðari en í sviðsmyndum án áfalla.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira