„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. mars 2025 19:08 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að vegna ríkisábyrgðar Íbúðalánasjóðs hafi skuldir sjóðsins komið fram í gögnum ríkissjóðs frá upphafi. Vísir/Einar Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. Íbúðalánasjóður var stofnaður árið 1999 til að veita hagstæð íbúðalán með ríkisábyrgð. Bankar byrjuðu svo að veita almenn fasteignalán um sex árum síðar og samkeppni hófst. Hluti lántakenda fór þá yfir til bankanna og greiddi upp lán sín hjá sjóðnum. Það hafði hins vegar neikvæð áhrif á stöðu sjóðsins því hann hafði að stórum hluta fjármagnað sig með langtímalánum sem ekki var hægt að greiða upp á sama hraða. Þessi þróun varð svo að lokum til þess að sjóðurinn gat ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. Þetta er meðal þess sem hægt er að lesa, í mjög einföldu máli, út úr þeim opinberu gögnum sem fram hafa komið um fall Íbúðalánasjóðs. Skuldir nema um 14 prósent af landsframleiðslu ÍL-sjóður tók við skuldbindingum Íbúðalánasjóðs árið 2019. Stærstu kröfuhafar sjóðsins eru lífeyrissjóðir en í heild nema kröfur í búið 651,4 milljörðum króna. Það samsvarar um fjórtán prósentum af landsframleiðslu miðað við uppgjör síðasta árs. Frá því ÍL- sjóður tók við búinu hafa stjórnvöld reynt að finna út hvernig hægt er að gera kröfurnar upp og slíta sjóðnum. Loksins lausn Starfshópur 18 lífeyrissjóða og nefndar fjármála- og efnahagsráðherra hefur nú komið sér saman um tillögur að uppgjöri sjóðsins og voru þær birtar á vef Stjórnarráðsins í dag. Í tillögunum kemur meðal annars fram að ríkið muni gera upp skuldir sjóðsins með því gefa út ríkisskuldabréf upp á 540 milljarða. Afgangurinn verði greiddur með verðbréfum, gjaldeyri og reiðufé. Til að þetta verði að veruleika þarf Alþingi og 75 prósent kröfuhafa að samþykkja tillögurnar. Metnar skuldir ríkissjóðs muni lækka Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að vegna ríkisábyrgðar Íbúðalánasjóðs hafi skuldir sjóðsins komið fram í gögnum ríkissjóðs frá upphafi. „Skuldbindingar Íbúðalánasjóðs hafa alltaf verið taldar með sem skuldir ríkisins. Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið. Krafan hefur þannig verið til staðar frá upphafi. Með þessum tillögum er verið að breyta kröfunum í form sem gerir bæði ríki og kröfuhöfum auðveldara fyrir. Þó að það hljómi undarlega þá munu metnar ríkisskuldir lækka en ekki hækka takist samningar. Það er af því að núverandi kröfur eru á verri kjörum en þær sem hér er lagt er til,“ segir Daði. Daði segir að það muni taka sinn tíma að greiða kröfurnar upp. Það mun taka áratugi. Bjartsýnn á að tillögurnar verði samþykktar Daði býst við að tillögurnar verði bornar upp við kröfuhafa í næsta mánuði og er bjartsýnn á að þær verði samþykktar. „Við værum ekki við samningaborðið og komin nálægt því að fá niðurstöðu ef það væri ekki vilji báðum megin við borðið að leysa þennan hnút,“ segir Daði. Daði telur að Alþingi muni líka fallast á að málið leysist með þessum hætti. „Það hafa margar ríkisstjórnir þurft að eiga við þetta vandamál. Þannig að ég geri ráð fyrir því að fólk samþykki þetta,“ segir Daði. ÍL-sjóður Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hrunið Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Íbúðalánasjóður var stofnaður árið 1999 til að veita hagstæð íbúðalán með ríkisábyrgð. Bankar byrjuðu svo að veita almenn fasteignalán um sex árum síðar og samkeppni hófst. Hluti lántakenda fór þá yfir til bankanna og greiddi upp lán sín hjá sjóðnum. Það hafði hins vegar neikvæð áhrif á stöðu sjóðsins því hann hafði að stórum hluta fjármagnað sig með langtímalánum sem ekki var hægt að greiða upp á sama hraða. Þessi þróun varð svo að lokum til þess að sjóðurinn gat ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. Þetta er meðal þess sem hægt er að lesa, í mjög einföldu máli, út úr þeim opinberu gögnum sem fram hafa komið um fall Íbúðalánasjóðs. Skuldir nema um 14 prósent af landsframleiðslu ÍL-sjóður tók við skuldbindingum Íbúðalánasjóðs árið 2019. Stærstu kröfuhafar sjóðsins eru lífeyrissjóðir en í heild nema kröfur í búið 651,4 milljörðum króna. Það samsvarar um fjórtán prósentum af landsframleiðslu miðað við uppgjör síðasta árs. Frá því ÍL- sjóður tók við búinu hafa stjórnvöld reynt að finna út hvernig hægt er að gera kröfurnar upp og slíta sjóðnum. Loksins lausn Starfshópur 18 lífeyrissjóða og nefndar fjármála- og efnahagsráðherra hefur nú komið sér saman um tillögur að uppgjöri sjóðsins og voru þær birtar á vef Stjórnarráðsins í dag. Í tillögunum kemur meðal annars fram að ríkið muni gera upp skuldir sjóðsins með því gefa út ríkisskuldabréf upp á 540 milljarða. Afgangurinn verði greiddur með verðbréfum, gjaldeyri og reiðufé. Til að þetta verði að veruleika þarf Alþingi og 75 prósent kröfuhafa að samþykkja tillögurnar. Metnar skuldir ríkissjóðs muni lækka Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að vegna ríkisábyrgðar Íbúðalánasjóðs hafi skuldir sjóðsins komið fram í gögnum ríkissjóðs frá upphafi. „Skuldbindingar Íbúðalánasjóðs hafa alltaf verið taldar með sem skuldir ríkisins. Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið. Krafan hefur þannig verið til staðar frá upphafi. Með þessum tillögum er verið að breyta kröfunum í form sem gerir bæði ríki og kröfuhöfum auðveldara fyrir. Þó að það hljómi undarlega þá munu metnar ríkisskuldir lækka en ekki hækka takist samningar. Það er af því að núverandi kröfur eru á verri kjörum en þær sem hér er lagt er til,“ segir Daði. Daði segir að það muni taka sinn tíma að greiða kröfurnar upp. Það mun taka áratugi. Bjartsýnn á að tillögurnar verði samþykktar Daði býst við að tillögurnar verði bornar upp við kröfuhafa í næsta mánuði og er bjartsýnn á að þær verði samþykktar. „Við værum ekki við samningaborðið og komin nálægt því að fá niðurstöðu ef það væri ekki vilji báðum megin við borðið að leysa þennan hnút,“ segir Daði. Daði telur að Alþingi muni líka fallast á að málið leysist með þessum hætti. „Það hafa margar ríkisstjórnir þurft að eiga við þetta vandamál. Þannig að ég geri ráð fyrir því að fólk samþykki þetta,“ segir Daði.
ÍL-sjóður Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hrunið Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira