„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. mars 2025 19:08 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að vegna ríkisábyrgðar Íbúðalánasjóðs hafi skuldir sjóðsins komið fram í gögnum ríkissjóðs frá upphafi. Vísir/Einar Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. Íbúðalánasjóður var stofnaður árið 1999 til að veita hagstæð íbúðalán með ríkisábyrgð. Bankar byrjuðu svo að veita almenn fasteignalán um sex árum síðar og samkeppni hófst. Hluti lántakenda fór þá yfir til bankanna og greiddi upp lán sín hjá sjóðnum. Það hafði hins vegar neikvæð áhrif á stöðu sjóðsins því hann hafði að stórum hluta fjármagnað sig með langtímalánum sem ekki var hægt að greiða upp á sama hraða. Þessi þróun varð svo að lokum til þess að sjóðurinn gat ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. Þetta er meðal þess sem hægt er að lesa, í mjög einföldu máli, út úr þeim opinberu gögnum sem fram hafa komið um fall Íbúðalánasjóðs. Skuldir nema um 14 prósent af landsframleiðslu ÍL-sjóður tók við skuldbindingum Íbúðalánasjóðs árið 2019. Stærstu kröfuhafar sjóðsins eru lífeyrissjóðir en í heild nema kröfur í búið 651,4 milljörðum króna. Það samsvarar um fjórtán prósentum af landsframleiðslu miðað við uppgjör síðasta árs. Frá því ÍL- sjóður tók við búinu hafa stjórnvöld reynt að finna út hvernig hægt er að gera kröfurnar upp og slíta sjóðnum. Loksins lausn Starfshópur 18 lífeyrissjóða og nefndar fjármála- og efnahagsráðherra hefur nú komið sér saman um tillögur að uppgjöri sjóðsins og voru þær birtar á vef Stjórnarráðsins í dag. Í tillögunum kemur meðal annars fram að ríkið muni gera upp skuldir sjóðsins með því gefa út ríkisskuldabréf upp á 540 milljarða. Afgangurinn verði greiddur með verðbréfum, gjaldeyri og reiðufé. Til að þetta verði að veruleika þarf Alþingi og 75 prósent kröfuhafa að samþykkja tillögurnar. Metnar skuldir ríkissjóðs muni lækka Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að vegna ríkisábyrgðar Íbúðalánasjóðs hafi skuldir sjóðsins komið fram í gögnum ríkissjóðs frá upphafi. „Skuldbindingar Íbúðalánasjóðs hafa alltaf verið taldar með sem skuldir ríkisins. Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið. Krafan hefur þannig verið til staðar frá upphafi. Með þessum tillögum er verið að breyta kröfunum í form sem gerir bæði ríki og kröfuhöfum auðveldara fyrir. Þó að það hljómi undarlega þá munu metnar ríkisskuldir lækka en ekki hækka takist samningar. Það er af því að núverandi kröfur eru á verri kjörum en þær sem hér er lagt er til,“ segir Daði. Daði segir að það muni taka sinn tíma að greiða kröfurnar upp. Það mun taka áratugi. Bjartsýnn á að tillögurnar verði samþykktar Daði býst við að tillögurnar verði bornar upp við kröfuhafa í næsta mánuði og er bjartsýnn á að þær verði samþykktar. „Við værum ekki við samningaborðið og komin nálægt því að fá niðurstöðu ef það væri ekki vilji báðum megin við borðið að leysa þennan hnút,“ segir Daði. Daði telur að Alþingi muni líka fallast á að málið leysist með þessum hætti. „Það hafa margar ríkisstjórnir þurft að eiga við þetta vandamál. Þannig að ég geri ráð fyrir því að fólk samþykki þetta,“ segir Daði. ÍL-sjóður Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hrunið Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Íbúðalánasjóður var stofnaður árið 1999 til að veita hagstæð íbúðalán með ríkisábyrgð. Bankar byrjuðu svo að veita almenn fasteignalán um sex árum síðar og samkeppni hófst. Hluti lántakenda fór þá yfir til bankanna og greiddi upp lán sín hjá sjóðnum. Það hafði hins vegar neikvæð áhrif á stöðu sjóðsins því hann hafði að stórum hluta fjármagnað sig með langtímalánum sem ekki var hægt að greiða upp á sama hraða. Þessi þróun varð svo að lokum til þess að sjóðurinn gat ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. Þetta er meðal þess sem hægt er að lesa, í mjög einföldu máli, út úr þeim opinberu gögnum sem fram hafa komið um fall Íbúðalánasjóðs. Skuldir nema um 14 prósent af landsframleiðslu ÍL-sjóður tók við skuldbindingum Íbúðalánasjóðs árið 2019. Stærstu kröfuhafar sjóðsins eru lífeyrissjóðir en í heild nema kröfur í búið 651,4 milljörðum króna. Það samsvarar um fjórtán prósentum af landsframleiðslu miðað við uppgjör síðasta árs. Frá því ÍL- sjóður tók við búinu hafa stjórnvöld reynt að finna út hvernig hægt er að gera kröfurnar upp og slíta sjóðnum. Loksins lausn Starfshópur 18 lífeyrissjóða og nefndar fjármála- og efnahagsráðherra hefur nú komið sér saman um tillögur að uppgjöri sjóðsins og voru þær birtar á vef Stjórnarráðsins í dag. Í tillögunum kemur meðal annars fram að ríkið muni gera upp skuldir sjóðsins með því gefa út ríkisskuldabréf upp á 540 milljarða. Afgangurinn verði greiddur með verðbréfum, gjaldeyri og reiðufé. Til að þetta verði að veruleika þarf Alþingi og 75 prósent kröfuhafa að samþykkja tillögurnar. Metnar skuldir ríkissjóðs muni lækka Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að vegna ríkisábyrgðar Íbúðalánasjóðs hafi skuldir sjóðsins komið fram í gögnum ríkissjóðs frá upphafi. „Skuldbindingar Íbúðalánasjóðs hafa alltaf verið taldar með sem skuldir ríkisins. Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið. Krafan hefur þannig verið til staðar frá upphafi. Með þessum tillögum er verið að breyta kröfunum í form sem gerir bæði ríki og kröfuhöfum auðveldara fyrir. Þó að það hljómi undarlega þá munu metnar ríkisskuldir lækka en ekki hækka takist samningar. Það er af því að núverandi kröfur eru á verri kjörum en þær sem hér er lagt er til,“ segir Daði. Daði segir að það muni taka sinn tíma að greiða kröfurnar upp. Það mun taka áratugi. Bjartsýnn á að tillögurnar verði samþykktar Daði býst við að tillögurnar verði bornar upp við kröfuhafa í næsta mánuði og er bjartsýnn á að þær verði samþykktar. „Við værum ekki við samningaborðið og komin nálægt því að fá niðurstöðu ef það væri ekki vilji báðum megin við borðið að leysa þennan hnút,“ segir Daði. Daði telur að Alþingi muni líka fallast á að málið leysist með þessum hætti. „Það hafa margar ríkisstjórnir þurft að eiga við þetta vandamál. Þannig að ég geri ráð fyrir því að fólk samþykki þetta,“ segir Daði.
ÍL-sjóður Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hrunið Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira