Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar 7. mars 2025 15:02 Það virðist vera töluverður afstöðumunur hjá íslenskum yfirvöldum og róttækum andstæðingum Ísraels. Á meðan ríkisstjórnin hefur látið í ljós afgerandi stuðning við tveggja ríkja lausnina, er ráðandi skoðun innan Palestínuhreyfingarinnar að fyrir botni Miðjarðarhafs eigi bara að vera eitt ríki, Palestína. Með öðrum orðum, að Ísraelsríki eigi sér ekki tilvistarrétt í neinni mynd. Þeir telja þjóðernislegt eðli Ísraels vera einu ástæðuna fyrir ófriðarbálinu og því er lausn þeirra að leggja ríkið niður með öllu. Máli sínu til stuðnings fullyrða þeir gjarnan að Gyðingar og múslimar hafi lifað í sátt og samlyndi fyrir sjálfstæði Ísraels. En er það rétt? Það er sama hversu oft ósannindi eru endurtekin, þau verða aldrei sönn. Þvert á fullyrðingar andstæðinga Ísraels dregur sagnfræðin ekki upp fagra mynd af aldalangri sambúð Gyðinga og múslima. Í stuttu máli er saga Gyðinga í heimi íslams saga kúgunar þar sem Gyðingar lutu alltaf í lægra haldi. Í rauninni var þar einungis að finna tvö afmörkuð svæði þar sem Gyðingar lifðu mannsæmandi lífi til skamms tíma. Hvert er þá raunverulega vandamálið ef það er ekki sjálf tilvist Ísraels? Svarið gæti hljómað óþægilega fyrir suma, en verður engu að síður að koma fram: Vandamálið er viðvarandi hatursfull afstaða innan íslam, ekki aðeins gegn Gyðingum, heldur gegn öllum sem skera sig úr á nokkurn hátt. Minnihlutahópar í þessum heimshluta hafa stöðugt staðið frammi fyrir þvingaðri trúskiptingu, aukinni skattlagningu (á arabísku: jizya), eignaupptöku, og jafnvel aftökum og brottvísunum. Ofsóknir af þessu tagi hafa beinst gegn öllum minnihlutahópum sem hafa dvalið í heimi íslam, til dæmis bahá‘ium, búddistum, jasídum og kristnum. Saga ofbeldis Fyrir árið 1000 eru sögulegar heimildir frá þessum heimshluta takmarkaðar, en miðað við fornar hefðir um fjöldamorð á Gyðingum í borginni Khaybar, og hvernig talað er um Gyðinga í hadíðunum (tilvitnunum í Múhameð spámann), má gera ráð fyrir að leiðtogar íslam hafi gengið fram með ofbeldi gegn Gyðingum allt frá upphafi hreyfingarinnar. Undanfarin þúsund ár eru heimildirnar hins vegar öllu ítarlegri og bera þær meðal annars vitni um eftirfarandi atburði (heimildir má meðal annars finna hér og hér): Á árunum 1010 til 1013 voru mörg hundruð Gyðinga myrtir í borginni Cordóba (í Andalúsíu undir stjórn múslima). Árið 1033 voru 6000 Gyðingar myrtir í fjöldamorðum í borginni Fez (nú í Marokkó). Þann 30. desember 1066 var Joseph ibn Naghrela tekinn af lífi í Granada (í Andalúsíu) ásamt 4000 öðrum Gyðingum. Á árunum 1108-1109 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Andalúsíu eftir hernám múslima á spænsku borginni Uclés. Árið 1143 hófust ofsóknir á hendur Gyðingum í Norður-Afríku. Fjölmargir voru myrtir en þeir sem lifðu af voru ýmist þvingaðir til að snúast til íslam eða hraktir burt. Árið 1205 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Andalúsíu. Þeir sem lifðu af voru hraktir burt. Árið 1232 voru yfir þúsund Gyðingar myrtir í Marrakesh (nú í Marokkó) og fjöldi annarra þvingaður til að snúast til íslam. Árið 1260 sigruðu Mamlúkarnir Mongólana í Sýrlandi og innleiddu lög sem takmörkuðu réttindi Gyðinga. Árið 1290 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Bagdad (nú höfuðborg Írak). Árið 1301 hvöttu Mamlúkarnir til óeirða gegn Gyðingum í Egyptalandi. Margir þeirra voru þvingaðir til að snúast til íslam og samkunduhúsum þeirra var breytt í moskur. Árið 1318 var persneskur Gyðingur, Rashid-al-Din Hamadani, myrtur í borginni Tabriz (nú í Íran). Hann hafði verið þvingaður til að snúast til íslam, en var svo hálshöggvinn fyrir upplognar sakir. Að svo búnu var gengið með höfuð hans um borgina og níðsöngvar voru sungnir um hann. Árið 1333 var fjöldi Gyðinga þvingaður til að snúast til íslam í Bagdad. Árið 1392 var samfélag Gyðinga í Damaskus (nú í Sýrlandi) ranglega sakað um að kveikja í mosku. Rabbínar voru handteknir og pyntaðir og samkunduhúsi þeirra var breytt í mosku. Árið 1438 voru allir Gyðingar í Fez og nærliggjandi borgum þvingaðir til að búa í gettóum (á arabísku: mellah). Árið 1465 í Fez var Gyðingur sem var ráðgjafi soldánsins hengdur án dóms og laga. Í kjölfarið voru allir Gyðingarnir í borginni stráfelldir. Árið 1491 fyrirskipaði trúarleiðtogi í borginni Tlemcen (nú í Alsír) fjöldamorð og brottrekstur á Gyðingum borgarinnar. Árið 1492 fyrirskipaði Askia Mohammad, keisari Songhai-keisaradæmisins, þvingaðan viðsnúning Gyðinga til íslam. Þeir sem létu ekki segjast voru ýmist myrtir eða hraktir burt. Árið 1517 voru gerðar árásir á Gyðinga í Hebron og Safed (nú í Ísrael), tveimur af heilögum borgum gyðingdómsins. Árið 1576 þvingaði Tyrkjaveldi um þúsund Gyðinga til að flytja frá Safed til Kýpur. Árið 1619 voru Gyðingar á yfirráðasvæði persneska furstans Abbas I þvingaðir til að snúast til íslam. Árið 1656 voru allir Gyðingar sem ekki fengust til að snúast til íslam reknir úr persnesku borginni Isfahan (nú í Íran). Á árunum 1657-1662 voru þúsundir Gyðinga um alla Persíu þvingaðir til að snúast til íslam af furstanum Abbas II. Á árunum 1679-1680 voru jemenskir Gyðingar reknir út í eyðimörkina af ímamnum Al-Mahdi, í svonefnda Mawza-útlegð, þar sem fjölmargir dóu úr hungri og ofþornun. Árið 1721 var hluti Gyðingasamfélagsins hrakinn burt frá Jerúsalem. Árið 1776 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í borginni Basra (nú í Írak). Árin 1790-1792 ofsótti Yazid soldán Gyðinga í borgunum Fez, Meknes og Tétouan með tilheyrandi fjöldamorðum og fólksflótta. Þann 30. júní árið 1805 voru mörg hundruð Gyðingar myrtir í Alsírborg. Árið 1806 voru fjöldamorð framin í borginni Tlemecen (nú í Alsír). Árið 1811 var leiðtogi samfélags Gyðinga í Alsírborg hálshöggvinn. Árið 1815 voru framin fleiri fjöldamorð á Gyðingum í Alsírborg. Árið 1818 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Constantine (nú í Alsír), og sautján Gyðingastúlkum rænt. Árið 1830 voru allir Gyðingar í borginni Shiraz (nú í Íran) þvingaðir til að snúast til íslam. Árið 1834 var Sol Hachuel Ridda, fjórtán ára Gyðingastúlka, hálshöggvin í Fez fyrir þær sakir að neita að snúast til íslam. Sama ár voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Safed (nú í Ísrael). Eigum þeirra var stolið, fjölmörgum var nauðgað og flestir þeirra sem lifðu af voru hraktir burt. Árið 1839 voru Allahdad-fjöldamorðin framin í borginni Mashhad (nú í Íran). Yfir fjörutíu Gyðingar voru myrtir og þeir sem lifðu af voru þvingaðir til að snúast til íslam. Árið 1840 var Gyðingum í Damaskus kennt um hvarf kristins munks og þjóns hans, sem var múslimi. Átta meðlimir Gyðingasamfélagsins voru pyntaðir til að gangast við fölskum ásökunum um að hafa myrt þá. Í kjölfarið voru Gyðingar borgarinnar beittir ofbeldi, yfir sextíu Gyðingabörnum var rænt og skemmdarverk voru framin á samkunduhúsi. Árin 1860 og 1863 voru Gyðingar í borginni Hamadan (nú í Íran) pyntaðir og myrtir fyrir ýmsar sakir, meðal annars fyrir að vanvirða Múhameð spámann. Árið 1864 voru 500 Gyðingar myrtir í Marrakesh og Fez. Árið 1866 var samfélag Gyðinga í Barforush (nú Babol í Íran) þvingað til að snúast til íslam. Litlu síðar, þegar yfirvöld leyfðu þeim að snúa baki við íslam, varð múgæsingur til þess að átján Gyðingar voru myrtir. Þar af voru tveir þeirra brenndir lifandi. Árið 1869 voru átján Gyðingar myrtir og samkunduhús þeirra brennd á eyjunni Djerba undan strönd Túnis Árið 1875 voru tuttugu Gyðingar myrtir í borginni Demnat í Marokkó. Árið 1886 var ráðist á Gyðinga í borginni Petah Tikva (nú í Ísrael). Árið 1892 var Gyðingum í Hamadan fyrirskipað að snúast til íslam. Árið 1897 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Trípólitaníu í Lýbíu og skemmdarverk unnin á samkunduhúsum þeirra. Árið 1907 voru yfir sextíu Gyðingar myrtir í gettói í borginni Casablanca í Marokkó og konum og börnum var rænt. Árið 1910 voru tólf Gyðingar myrtir í Shiraz og öllum heimilum þeirra var rústað. Árið 1917 voru samþykkt lög í hinu deyjandi Tyrkjaveldi sem veittu leyfi til að brottvísa öllum íbúum Suður-Sýrlands, en í reynd var eingöngu Gyðingum vísað burt. Árið 1922 voru samþykkt lög í Jemen sem kváðu á um brottnám munaðarlausra Gyðingabarna og þvingaðan viðsnúning þeirra til íslam. Árið 1929 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í borgunum Kfar Etzion, Safed og Hebron (nú í Ísrael). Við sjálfstæði Írak árið 1932 færðust ofsóknir gegn Gyðingum þar í aukana. Rashid Ali, forseti Írak, var hlynntur nasisma og undir áhrifum frá Amin al-Husseini, leiðtoga múslima í Jerúsalem, sem hvatti trúbræður sína í Írak til að ráðast á Gyðinga. Árið 1934 voru 25 Gyðingar myrtir í Constantine í Alsír. Árið 1941 voru 182 Gyðingar myrtir í Farhud-fjöldamorðunum í Írak. Í útvarpsávarpi frá Berlín þann 1. mars 1944 (þegar nasistar voru við völd) hvatti Amin al-Husseini trúbræður sína til að „drepa Gyðinga hvar sem þá væri að finna“. Listinn hér að ofan er ekki tæmandi, en ætti að gefa til kynna að sambúð múslima og Gyðinga fyrir sjálfstæði Ísraels hafi hreint ekki verið friðsamleg. Vatnaskil á tuttugustu öldinni Upp úr miðri tuttugustu öldinni flýði tæp milljón Gyðinga úr heimi íslam til Ísraels. Nú er svo komið að um 60% ísraelskra Gyðinga eru afkomendur þessa hóps. Skyndilegt brotthvarf Gyðinga frá múslimaheiminum segir sína sögu, þar sem aðeins örfáir ef nokkrir Gyðingar búa í sérhverju múslimaríki í dag. Ólíkt því sem andstæðingar Ísraels halda fram, var það ekki sjálfstæði Ísraels sem hleypti ófriðarbálinu af stað. Það bál hafði logað um margar aldir. Ísraelsríki breytti einfaldlega valdajafnvæginu og bjó til griðastað fyrir Gyðinga um allan heim. Hópur sem hafði verið í minnihluta á víð og dreif varð nú að meirihluta í sínu eigin ríki. Ómöguleg lausn Ofsóknir á hendur Gyðingum í múslimaheiminum miðuðu oftast að því að þvinga þá til að snúast til íslam. Þetta rótgróna óumburðarlyndi gagnvart jaðarhópum og þeim sem eru annarrar trúar hefur öldum saman eitrað samskipti leiðtoga íslam við nágranna sína. Þótt maður geti auðvitað vonast eftir stefnubreytingu, er fátt sem bendir til þess að þeir muni skyndilega fara að boða umburðarlyndi gegn jaðarhópum og öðrum trúfélögum. Morðið á fyrsta samkynhneigða ímaminum í síðasta mánuði sýnir það glöggt. Í því samhengi ætti að vera augljóst að lausnin sem andstæðingar Ísraels mæla fyrir, þar sem sjö milljónir ísraelskra Gyðinga þyrftu að deila ríki með mörgum milljónum afkomenda Palestínumanna, sem flestir eru múslimar, myndi aldrei virka í framkvæmd. Ef Ísrael yrði skyndilega að ríki þar sem múslimar væru í meirihluta myndi augljóslega ekki komast á friður. Allt landið myndi einfaldlega fuðra upp í allsherjar borgarastyrjöld. Það er ekki þar með sagt að tveggja ríkja lausnin sé gallalaus. Í það minnsta þyrfti að draga landamæri hinna nýju ríkja algjörlega frá grunni, því línurnar sem miðað er við í dag eru algjörlega ónothæfar. Þær voru dregnar í gegn um borgir, yfir umferðaræðar, hæðir og dali sem engin leið er að aðskilja í tvö ríki. Engu að síður er tveggja ríkja lausnin raunhæfari en sú lausn sem gerir ráð fyrir að Gyðingar og múslimar muni fyrir eitthvað kraftaverk geta búið saman í friði í einu palestínsku ríki. Það væri því skynsamlegast fyrir andstæðinga Ísraels að víkja frá þeirri kröfu. Hún mun aldrei verða að veruleika. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það virðist vera töluverður afstöðumunur hjá íslenskum yfirvöldum og róttækum andstæðingum Ísraels. Á meðan ríkisstjórnin hefur látið í ljós afgerandi stuðning við tveggja ríkja lausnina, er ráðandi skoðun innan Palestínuhreyfingarinnar að fyrir botni Miðjarðarhafs eigi bara að vera eitt ríki, Palestína. Með öðrum orðum, að Ísraelsríki eigi sér ekki tilvistarrétt í neinni mynd. Þeir telja þjóðernislegt eðli Ísraels vera einu ástæðuna fyrir ófriðarbálinu og því er lausn þeirra að leggja ríkið niður með öllu. Máli sínu til stuðnings fullyrða þeir gjarnan að Gyðingar og múslimar hafi lifað í sátt og samlyndi fyrir sjálfstæði Ísraels. En er það rétt? Það er sama hversu oft ósannindi eru endurtekin, þau verða aldrei sönn. Þvert á fullyrðingar andstæðinga Ísraels dregur sagnfræðin ekki upp fagra mynd af aldalangri sambúð Gyðinga og múslima. Í stuttu máli er saga Gyðinga í heimi íslams saga kúgunar þar sem Gyðingar lutu alltaf í lægra haldi. Í rauninni var þar einungis að finna tvö afmörkuð svæði þar sem Gyðingar lifðu mannsæmandi lífi til skamms tíma. Hvert er þá raunverulega vandamálið ef það er ekki sjálf tilvist Ísraels? Svarið gæti hljómað óþægilega fyrir suma, en verður engu að síður að koma fram: Vandamálið er viðvarandi hatursfull afstaða innan íslam, ekki aðeins gegn Gyðingum, heldur gegn öllum sem skera sig úr á nokkurn hátt. Minnihlutahópar í þessum heimshluta hafa stöðugt staðið frammi fyrir þvingaðri trúskiptingu, aukinni skattlagningu (á arabísku: jizya), eignaupptöku, og jafnvel aftökum og brottvísunum. Ofsóknir af þessu tagi hafa beinst gegn öllum minnihlutahópum sem hafa dvalið í heimi íslam, til dæmis bahá‘ium, búddistum, jasídum og kristnum. Saga ofbeldis Fyrir árið 1000 eru sögulegar heimildir frá þessum heimshluta takmarkaðar, en miðað við fornar hefðir um fjöldamorð á Gyðingum í borginni Khaybar, og hvernig talað er um Gyðinga í hadíðunum (tilvitnunum í Múhameð spámann), má gera ráð fyrir að leiðtogar íslam hafi gengið fram með ofbeldi gegn Gyðingum allt frá upphafi hreyfingarinnar. Undanfarin þúsund ár eru heimildirnar hins vegar öllu ítarlegri og bera þær meðal annars vitni um eftirfarandi atburði (heimildir má meðal annars finna hér og hér): Á árunum 1010 til 1013 voru mörg hundruð Gyðinga myrtir í borginni Cordóba (í Andalúsíu undir stjórn múslima). Árið 1033 voru 6000 Gyðingar myrtir í fjöldamorðum í borginni Fez (nú í Marokkó). Þann 30. desember 1066 var Joseph ibn Naghrela tekinn af lífi í Granada (í Andalúsíu) ásamt 4000 öðrum Gyðingum. Á árunum 1108-1109 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Andalúsíu eftir hernám múslima á spænsku borginni Uclés. Árið 1143 hófust ofsóknir á hendur Gyðingum í Norður-Afríku. Fjölmargir voru myrtir en þeir sem lifðu af voru ýmist þvingaðir til að snúast til íslam eða hraktir burt. Árið 1205 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Andalúsíu. Þeir sem lifðu af voru hraktir burt. Árið 1232 voru yfir þúsund Gyðingar myrtir í Marrakesh (nú í Marokkó) og fjöldi annarra þvingaður til að snúast til íslam. Árið 1260 sigruðu Mamlúkarnir Mongólana í Sýrlandi og innleiddu lög sem takmörkuðu réttindi Gyðinga. Árið 1290 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Bagdad (nú höfuðborg Írak). Árið 1301 hvöttu Mamlúkarnir til óeirða gegn Gyðingum í Egyptalandi. Margir þeirra voru þvingaðir til að snúast til íslam og samkunduhúsum þeirra var breytt í moskur. Árið 1318 var persneskur Gyðingur, Rashid-al-Din Hamadani, myrtur í borginni Tabriz (nú í Íran). Hann hafði verið þvingaður til að snúast til íslam, en var svo hálshöggvinn fyrir upplognar sakir. Að svo búnu var gengið með höfuð hans um borgina og níðsöngvar voru sungnir um hann. Árið 1333 var fjöldi Gyðinga þvingaður til að snúast til íslam í Bagdad. Árið 1392 var samfélag Gyðinga í Damaskus (nú í Sýrlandi) ranglega sakað um að kveikja í mosku. Rabbínar voru handteknir og pyntaðir og samkunduhúsi þeirra var breytt í mosku. Árið 1438 voru allir Gyðingar í Fez og nærliggjandi borgum þvingaðir til að búa í gettóum (á arabísku: mellah). Árið 1465 í Fez var Gyðingur sem var ráðgjafi soldánsins hengdur án dóms og laga. Í kjölfarið voru allir Gyðingarnir í borginni stráfelldir. Árið 1491 fyrirskipaði trúarleiðtogi í borginni Tlemcen (nú í Alsír) fjöldamorð og brottrekstur á Gyðingum borgarinnar. Árið 1492 fyrirskipaði Askia Mohammad, keisari Songhai-keisaradæmisins, þvingaðan viðsnúning Gyðinga til íslam. Þeir sem létu ekki segjast voru ýmist myrtir eða hraktir burt. Árið 1517 voru gerðar árásir á Gyðinga í Hebron og Safed (nú í Ísrael), tveimur af heilögum borgum gyðingdómsins. Árið 1576 þvingaði Tyrkjaveldi um þúsund Gyðinga til að flytja frá Safed til Kýpur. Árið 1619 voru Gyðingar á yfirráðasvæði persneska furstans Abbas I þvingaðir til að snúast til íslam. Árið 1656 voru allir Gyðingar sem ekki fengust til að snúast til íslam reknir úr persnesku borginni Isfahan (nú í Íran). Á árunum 1657-1662 voru þúsundir Gyðinga um alla Persíu þvingaðir til að snúast til íslam af furstanum Abbas II. Á árunum 1679-1680 voru jemenskir Gyðingar reknir út í eyðimörkina af ímamnum Al-Mahdi, í svonefnda Mawza-útlegð, þar sem fjölmargir dóu úr hungri og ofþornun. Árið 1721 var hluti Gyðingasamfélagsins hrakinn burt frá Jerúsalem. Árið 1776 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í borginni Basra (nú í Írak). Árin 1790-1792 ofsótti Yazid soldán Gyðinga í borgunum Fez, Meknes og Tétouan með tilheyrandi fjöldamorðum og fólksflótta. Þann 30. júní árið 1805 voru mörg hundruð Gyðingar myrtir í Alsírborg. Árið 1806 voru fjöldamorð framin í borginni Tlemecen (nú í Alsír). Árið 1811 var leiðtogi samfélags Gyðinga í Alsírborg hálshöggvinn. Árið 1815 voru framin fleiri fjöldamorð á Gyðingum í Alsírborg. Árið 1818 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Constantine (nú í Alsír), og sautján Gyðingastúlkum rænt. Árið 1830 voru allir Gyðingar í borginni Shiraz (nú í Íran) þvingaðir til að snúast til íslam. Árið 1834 var Sol Hachuel Ridda, fjórtán ára Gyðingastúlka, hálshöggvin í Fez fyrir þær sakir að neita að snúast til íslam. Sama ár voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Safed (nú í Ísrael). Eigum þeirra var stolið, fjölmörgum var nauðgað og flestir þeirra sem lifðu af voru hraktir burt. Árið 1839 voru Allahdad-fjöldamorðin framin í borginni Mashhad (nú í Íran). Yfir fjörutíu Gyðingar voru myrtir og þeir sem lifðu af voru þvingaðir til að snúast til íslam. Árið 1840 var Gyðingum í Damaskus kennt um hvarf kristins munks og þjóns hans, sem var múslimi. Átta meðlimir Gyðingasamfélagsins voru pyntaðir til að gangast við fölskum ásökunum um að hafa myrt þá. Í kjölfarið voru Gyðingar borgarinnar beittir ofbeldi, yfir sextíu Gyðingabörnum var rænt og skemmdarverk voru framin á samkunduhúsi. Árin 1860 og 1863 voru Gyðingar í borginni Hamadan (nú í Íran) pyntaðir og myrtir fyrir ýmsar sakir, meðal annars fyrir að vanvirða Múhameð spámann. Árið 1864 voru 500 Gyðingar myrtir í Marrakesh og Fez. Árið 1866 var samfélag Gyðinga í Barforush (nú Babol í Íran) þvingað til að snúast til íslam. Litlu síðar, þegar yfirvöld leyfðu þeim að snúa baki við íslam, varð múgæsingur til þess að átján Gyðingar voru myrtir. Þar af voru tveir þeirra brenndir lifandi. Árið 1869 voru átján Gyðingar myrtir og samkunduhús þeirra brennd á eyjunni Djerba undan strönd Túnis Árið 1875 voru tuttugu Gyðingar myrtir í borginni Demnat í Marokkó. Árið 1886 var ráðist á Gyðinga í borginni Petah Tikva (nú í Ísrael). Árið 1892 var Gyðingum í Hamadan fyrirskipað að snúast til íslam. Árið 1897 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í Trípólitaníu í Lýbíu og skemmdarverk unnin á samkunduhúsum þeirra. Árið 1907 voru yfir sextíu Gyðingar myrtir í gettói í borginni Casablanca í Marokkó og konum og börnum var rænt. Árið 1910 voru tólf Gyðingar myrtir í Shiraz og öllum heimilum þeirra var rústað. Árið 1917 voru samþykkt lög í hinu deyjandi Tyrkjaveldi sem veittu leyfi til að brottvísa öllum íbúum Suður-Sýrlands, en í reynd var eingöngu Gyðingum vísað burt. Árið 1922 voru samþykkt lög í Jemen sem kváðu á um brottnám munaðarlausra Gyðingabarna og þvingaðan viðsnúning þeirra til íslam. Árið 1929 voru framin fjöldamorð á Gyðingum í borgunum Kfar Etzion, Safed og Hebron (nú í Ísrael). Við sjálfstæði Írak árið 1932 færðust ofsóknir gegn Gyðingum þar í aukana. Rashid Ali, forseti Írak, var hlynntur nasisma og undir áhrifum frá Amin al-Husseini, leiðtoga múslima í Jerúsalem, sem hvatti trúbræður sína í Írak til að ráðast á Gyðinga. Árið 1934 voru 25 Gyðingar myrtir í Constantine í Alsír. Árið 1941 voru 182 Gyðingar myrtir í Farhud-fjöldamorðunum í Írak. Í útvarpsávarpi frá Berlín þann 1. mars 1944 (þegar nasistar voru við völd) hvatti Amin al-Husseini trúbræður sína til að „drepa Gyðinga hvar sem þá væri að finna“. Listinn hér að ofan er ekki tæmandi, en ætti að gefa til kynna að sambúð múslima og Gyðinga fyrir sjálfstæði Ísraels hafi hreint ekki verið friðsamleg. Vatnaskil á tuttugustu öldinni Upp úr miðri tuttugustu öldinni flýði tæp milljón Gyðinga úr heimi íslam til Ísraels. Nú er svo komið að um 60% ísraelskra Gyðinga eru afkomendur þessa hóps. Skyndilegt brotthvarf Gyðinga frá múslimaheiminum segir sína sögu, þar sem aðeins örfáir ef nokkrir Gyðingar búa í sérhverju múslimaríki í dag. Ólíkt því sem andstæðingar Ísraels halda fram, var það ekki sjálfstæði Ísraels sem hleypti ófriðarbálinu af stað. Það bál hafði logað um margar aldir. Ísraelsríki breytti einfaldlega valdajafnvæginu og bjó til griðastað fyrir Gyðinga um allan heim. Hópur sem hafði verið í minnihluta á víð og dreif varð nú að meirihluta í sínu eigin ríki. Ómöguleg lausn Ofsóknir á hendur Gyðingum í múslimaheiminum miðuðu oftast að því að þvinga þá til að snúast til íslam. Þetta rótgróna óumburðarlyndi gagnvart jaðarhópum og þeim sem eru annarrar trúar hefur öldum saman eitrað samskipti leiðtoga íslam við nágranna sína. Þótt maður geti auðvitað vonast eftir stefnubreytingu, er fátt sem bendir til þess að þeir muni skyndilega fara að boða umburðarlyndi gegn jaðarhópum og öðrum trúfélögum. Morðið á fyrsta samkynhneigða ímaminum í síðasta mánuði sýnir það glöggt. Í því samhengi ætti að vera augljóst að lausnin sem andstæðingar Ísraels mæla fyrir, þar sem sjö milljónir ísraelskra Gyðinga þyrftu að deila ríki með mörgum milljónum afkomenda Palestínumanna, sem flestir eru múslimar, myndi aldrei virka í framkvæmd. Ef Ísrael yrði skyndilega að ríki þar sem múslimar væru í meirihluta myndi augljóslega ekki komast á friður. Allt landið myndi einfaldlega fuðra upp í allsherjar borgarastyrjöld. Það er ekki þar með sagt að tveggja ríkja lausnin sé gallalaus. Í það minnsta þyrfti að draga landamæri hinna nýju ríkja algjörlega frá grunni, því línurnar sem miðað er við í dag eru algjörlega ónothæfar. Þær voru dregnar í gegn um borgir, yfir umferðaræðar, hæðir og dali sem engin leið er að aðskilja í tvö ríki. Engu að síður er tveggja ríkja lausnin raunhæfari en sú lausn sem gerir ráð fyrir að Gyðingar og múslimar muni fyrir eitthvað kraftaverk geta búið saman í friði í einu palestínsku ríki. Það væri því skynsamlegast fyrir andstæðinga Ísraels að víkja frá þeirri kröfu. Hún mun aldrei verða að veruleika. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun