Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2025 13:56 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvær valnefndir til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að valnefndirnar tilnefni tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og skuli ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar. „Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn. Ráðherra setti nýlega reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum sem ætlað er að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Ólafía B. Rafnsdóttir Ólafía er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður. Hún var ráðgjafi hjá Attentus frá 2018-2024 . Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands. Þórir Skarphéðinsson Þórir er cand.jur. frá Háskóla Íslands og LL.M frá Háskólanum í Lundi. Þórir starfar í dag sem lögmaður og lgfs. hjá Betri stofunni fasteignasölu. Þórir hefur víðtæka reynslu af lögmannsstörfum, bæði sem eigandi að lögmannsstofum en einnig úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Þá hefur hann setið í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja. Í valnefnd orkufyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Erna Agnarsdóttir Erna hefur verið mannauðsstjóri Kviku banka frá 2021 en var áður mannauðsstjóri TM frá 2017 til 2021. Hún starfaði við mannauðsmál hjá Actavis á Íslandi frá 2010 til 2017. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sálfræði, með áherslu á vinnusálfræði, frá Kaupmannahafnarháskóla. Helgi Þór Ingason Helgi Þór er prófessor, formaður stjórnar MPM-náms og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskólans í Reykjavik um sjálfbæra þróun. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU bs. Hann er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að valnefndirnar tilnefni tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og skuli ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar. „Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn. Ráðherra setti nýlega reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum sem ætlað er að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Ólafía B. Rafnsdóttir Ólafía er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður. Hún var ráðgjafi hjá Attentus frá 2018-2024 . Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands. Þórir Skarphéðinsson Þórir er cand.jur. frá Háskóla Íslands og LL.M frá Háskólanum í Lundi. Þórir starfar í dag sem lögmaður og lgfs. hjá Betri stofunni fasteignasölu. Þórir hefur víðtæka reynslu af lögmannsstörfum, bæði sem eigandi að lögmannsstofum en einnig úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Þá hefur hann setið í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja. Í valnefnd orkufyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Erna Agnarsdóttir Erna hefur verið mannauðsstjóri Kviku banka frá 2021 en var áður mannauðsstjóri TM frá 2017 til 2021. Hún starfaði við mannauðsmál hjá Actavis á Íslandi frá 2010 til 2017. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sálfræði, með áherslu á vinnusálfræði, frá Kaupmannahafnarháskóla. Helgi Þór Ingason Helgi Þór er prófessor, formaður stjórnar MPM-náms og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskólans í Reykjavik um sjálfbæra þróun. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU bs. Hann er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17