Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 6. mars 2025 13:02 Sjálfsvíg er ósegjanlegur harmleikur sem hefur langtímaáhrif á fjölskyldu og ástvini þess sem sviptir sig lífi. Eftir sitja aðstandendur harmi slegnir með brennandi spurningar sem oftast fást engin svör við. Lífið hefur umturnast og langur tími líður þar til fótfestu er náð, sem ekki er sjálfgefið að öllum takist. Sjálfsvíg er meðal algengustu dánarorsaka í aldurshópnum 15-19 ára í heiminum og á það einnig við hér á landi. Orsakir þess að einhver tekur svo afdrifaríka ákvörðun að svipta sig lífi eru flóknar og margslungnar. Segja má þó fyrir víst að eitthvað í lífi þess sem fremur sjálfsvíg hafi orðið honum verulega andsnúið og ofviða. Tengsl sjálfsvígs við kvíða og þunglyndi hafa verið staðfest. Fjölmargir aðrir þættir spila oft hlutverk s.s. óhófleg áfengis- og vímuefnaneysla. Umræða um sjálfsvíg var lengi tabú Verkefni stjórnvalda er að tryggja gott aðgengi að sálfræði- og geðþjónustu fyrir alla. Núverandi ríkisstjórn hyggst taka rækilega á þessum málum. Bæta þarf aðgengi að fagþjónustu og stytta biðlista. Mikið hefur áunnist í forvarnamálum undanfarin ár í þessum viðkvæma málaflokki en betur má ef duga skal. Umræða um sjálfsvíg hefur opnast síðustu árin en áður var hún tabú. Nú hefur í það minnsta skapast vettvangur til að fræða og ræða m.a. um áhættuþætti og viðvörunarbjöllur. Fræðsla í einhverri mynd er líklega þekktasta form forvarna og skilar hún bestum árangri ef beitt snemma og markvisst. Sjálfsvíg geta átt sér stað í öllum fjölskyldum og þjóðfélagsstigum en áhætta er meiri meðal þeirra sem búa við verri félags- og efnahagsstöðu en hjá öðrum hópum í samfélaginu. Flokkur fólksins á Alþingi og í borgarstjórn hefur barist fyrir bættri stöðu fátæks fólks, þ.m.t. bættu aðgengi að fagþjónustu. Í borgarfulltrúatíð minni ræddi ég ítrekað mikilvægi styttingu biðlista skólabarna til sálfræðinga og lagði í því sambandi fram tillögur til úrbóta. Margir fátækir foreldrar hafa ekki tök á að kaupa sértæka fagþjónustu fyrir börn sín frá einkaaðilum, jafnvel þótt niðurgreiðslur komi til. Bið eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslu er einnig talsverð. Sálfræðileg krufning (Psyghological autopsy) Þegar aðdragandi sjálfsvígs og sjálfsvígstilrauna er krufinn kemur í mörgum tilvikum í ljós að viðkomandi hafði um nokkurn tíma sýnt með hegðun sinni og viðmóti ýmis merki alvarlegrar vanlíðanar. Rannsókn á aðdragandanum skiptir miklu máli til að auka þekkingu og skilning á orsökum og ástæðum fyrir ákvörðun sem þessari og til að bæta okkar viðbrögð, auka meðvitund okkar að bæta forvarnir. Sjálfsvíg kemur sjálfsvíg aðstandendum oftast í opna skjöldu, eins og flóðbylgja sem engu eirir. Þetta á við um bæði börn og fullorðna. Stundum hafði sá sem fallinn er fyrir eigin hendi sýnt lengi mikla vanlíðan en hefur, rétt fyrir sjálfsvígið, sýnst líða ögn betur. Hin jákvæða breyting hefur þá jafnvel slegið ryki í augu ástvina sem hafa kannski talið að nú færi að birta til. Þetta sýnir hvað þessi mál geta verið flókin og erfið viðureignar. Í öllu falli skiptir máli að vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllum. Ef hegðun barns hefur breyst til muna, bæði á heimili og í skóla, og foreldrar skynja samhliða hegðunarbreytingunni djúpstæða depurð og leiða, þá getur skipt sköpum að fá aðstoð fagaðila strax svo hægt sé að leggja mat á alvöru málsins. Sjálfsvíg á sér stað í breiðum aldurshópi. Aðstandendur eru að sama skapi breiður aldurshópur. Börn í hópi aðstandenda þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi hafa ekki fengið næga athygli og umræðu. Líðan þeirra átakanlega erfið m.a. vegna þess að þau eru börn. Aðstandendur þeirra sem framið hafa sjálfsvíg búa yfir mikilvægri reynslu og innsýn í málaflokkinn. Þátttaka þeirra í stefnumótun á þjónustu er mikilvæg. Á þessari vakt megum við aldrei sofna. Sjálfsvíg varða okkur öll, hver sem við erum og hvar sem við erum stödd í lífinu. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Geðheilbrigði Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Sjálfsvíg er ósegjanlegur harmleikur sem hefur langtímaáhrif á fjölskyldu og ástvini þess sem sviptir sig lífi. Eftir sitja aðstandendur harmi slegnir með brennandi spurningar sem oftast fást engin svör við. Lífið hefur umturnast og langur tími líður þar til fótfestu er náð, sem ekki er sjálfgefið að öllum takist. Sjálfsvíg er meðal algengustu dánarorsaka í aldurshópnum 15-19 ára í heiminum og á það einnig við hér á landi. Orsakir þess að einhver tekur svo afdrifaríka ákvörðun að svipta sig lífi eru flóknar og margslungnar. Segja má þó fyrir víst að eitthvað í lífi þess sem fremur sjálfsvíg hafi orðið honum verulega andsnúið og ofviða. Tengsl sjálfsvígs við kvíða og þunglyndi hafa verið staðfest. Fjölmargir aðrir þættir spila oft hlutverk s.s. óhófleg áfengis- og vímuefnaneysla. Umræða um sjálfsvíg var lengi tabú Verkefni stjórnvalda er að tryggja gott aðgengi að sálfræði- og geðþjónustu fyrir alla. Núverandi ríkisstjórn hyggst taka rækilega á þessum málum. Bæta þarf aðgengi að fagþjónustu og stytta biðlista. Mikið hefur áunnist í forvarnamálum undanfarin ár í þessum viðkvæma málaflokki en betur má ef duga skal. Umræða um sjálfsvíg hefur opnast síðustu árin en áður var hún tabú. Nú hefur í það minnsta skapast vettvangur til að fræða og ræða m.a. um áhættuþætti og viðvörunarbjöllur. Fræðsla í einhverri mynd er líklega þekktasta form forvarna og skilar hún bestum árangri ef beitt snemma og markvisst. Sjálfsvíg geta átt sér stað í öllum fjölskyldum og þjóðfélagsstigum en áhætta er meiri meðal þeirra sem búa við verri félags- og efnahagsstöðu en hjá öðrum hópum í samfélaginu. Flokkur fólksins á Alþingi og í borgarstjórn hefur barist fyrir bættri stöðu fátæks fólks, þ.m.t. bættu aðgengi að fagþjónustu. Í borgarfulltrúatíð minni ræddi ég ítrekað mikilvægi styttingu biðlista skólabarna til sálfræðinga og lagði í því sambandi fram tillögur til úrbóta. Margir fátækir foreldrar hafa ekki tök á að kaupa sértæka fagþjónustu fyrir börn sín frá einkaaðilum, jafnvel þótt niðurgreiðslur komi til. Bið eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslu er einnig talsverð. Sálfræðileg krufning (Psyghological autopsy) Þegar aðdragandi sjálfsvígs og sjálfsvígstilrauna er krufinn kemur í mörgum tilvikum í ljós að viðkomandi hafði um nokkurn tíma sýnt með hegðun sinni og viðmóti ýmis merki alvarlegrar vanlíðanar. Rannsókn á aðdragandanum skiptir miklu máli til að auka þekkingu og skilning á orsökum og ástæðum fyrir ákvörðun sem þessari og til að bæta okkar viðbrögð, auka meðvitund okkar að bæta forvarnir. Sjálfsvíg kemur sjálfsvíg aðstandendum oftast í opna skjöldu, eins og flóðbylgja sem engu eirir. Þetta á við um bæði börn og fullorðna. Stundum hafði sá sem fallinn er fyrir eigin hendi sýnt lengi mikla vanlíðan en hefur, rétt fyrir sjálfsvígið, sýnst líða ögn betur. Hin jákvæða breyting hefur þá jafnvel slegið ryki í augu ástvina sem hafa kannski talið að nú færi að birta til. Þetta sýnir hvað þessi mál geta verið flókin og erfið viðureignar. Í öllu falli skiptir máli að vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllum. Ef hegðun barns hefur breyst til muna, bæði á heimili og í skóla, og foreldrar skynja samhliða hegðunarbreytingunni djúpstæða depurð og leiða, þá getur skipt sköpum að fá aðstoð fagaðila strax svo hægt sé að leggja mat á alvöru málsins. Sjálfsvíg á sér stað í breiðum aldurshópi. Aðstandendur eru að sama skapi breiður aldurshópur. Börn í hópi aðstandenda þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi hafa ekki fengið næga athygli og umræðu. Líðan þeirra átakanlega erfið m.a. vegna þess að þau eru börn. Aðstandendur þeirra sem framið hafa sjálfsvíg búa yfir mikilvægri reynslu og innsýn í málaflokkinn. Þátttaka þeirra í stefnumótun á þjónustu er mikilvæg. Á þessari vakt megum við aldrei sofna. Sjálfsvíg varða okkur öll, hver sem við erum og hvar sem við erum stödd í lífinu. Höfundur er alþingismaður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun