Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar 5. mars 2025 09:01 Við erum öll starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala og styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Við treystum engum betur en honum til að efla HÍ til að sinna tveimur meginhlutverkum sínum: að vera framúrskarandi kennslustofnun og leiðandi vísindastofnun sem stuðlar að framþróun vísinda samhliða þjálfun nemenda í vísindavinnu. Sum okkar voru nemendur hans þegar hann hóf kennslu við HÍ fyrir liðlega 20 árum. Hann hefur verið öflugur kennari frá upphafi en eftirtektarvert er hversu vel hann hefur fylgst með þróun kennsluhátta á háskólastigi og aðlagað kennslu sína. Hann hefur sömuleiðis mikla reynslu af vísindastarfi og fjármögnun þess og þekkir vel hvar skóinn kreppir og hvar leggja þarf áherslur til að styðja við þetta lykilhlutverk HÍ. Þriðja hlutverk háskólans er einnig afar mikilvægt – samfélagslegt hlutverk hans. Það felur í sér miðlun þekkingar og samstarf við stofnanir samfélagsins. Þetta hlutverk nýtist samfélaginu með því að gefa því aðgang að sérfræðingum háskólans. Einnig verður til mikilvægt samstarf milli háskólans og stofnana samfélagsins, sem stuðlar að nýliðun og styrkir nýsköpun. Magnús Karl er einkar laginn við að miðla þekkingu til samfélagsins á breiðum vettvangi. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu um vísindaleg málefni sem og miðlað mikilvægi þess að hafa öfluga háskóla hér á landi – hvoru tveggja afar mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu. Hann hefur rætt mikilvægi þess að fjárfesta í ungu kynslóðinni og efla forystuhlutverk Háskóla Íslands. Magnús Karl var farsæll í störfum sínum sem forseti Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs (HVS) HÍ og sýndi þar metnað sinn til að rækta þriðja hlutverk háskólans. Einn stærsti samstarfsaðili HÍ er Landspítali, en þar fer fram þjálfun allflestra nemenda HVS auk margra nemenda af öðrum sviðum til að tryggja mikilvæga nýliðun heilbrigðisstarfsmanna. Magnús Karl vann sleitulaust að því að styðja við margþætt samstarf HÍ og Landspítala og laða að hæft starfsfólk sem hafði aflað sér frekari sérfræðiþekkingar og vísindareynslu erlendis, báðum stofnunum til góða. Landspítali, sem stundum þarf að troða marvaðann til að sinna verkefnum dagsins, mun með Magnúsi njóta trausts bandamanns í forystu HÍ til að sinna heilbrigðisþjónustu og öðrum hlutverkum sínum til lengri tíma. Það er því mikið ánægjuefni fyrir HÍ að Magnús Karl gefi kost á sér til rektors, og við hvetjum alla atkvæðabæra til að kynna sér vandlega feril og stefnu hans og veita honum atkvæði sitt. Höfundar eru starfsmenn Háskóla Íslands og Landspítala Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor við Lyfjafræðideild Gunnar Tómasson, sérfræðilæknir og dósent við Læknadeild Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Sigurdís Haraldsdóttir, yfirlæknir og dósent við Læknadeild Sædís Sævarsdóttir, sérfræðilæknir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknir og prófessor við Læknadeild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við erum öll starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala og styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Við treystum engum betur en honum til að efla HÍ til að sinna tveimur meginhlutverkum sínum: að vera framúrskarandi kennslustofnun og leiðandi vísindastofnun sem stuðlar að framþróun vísinda samhliða þjálfun nemenda í vísindavinnu. Sum okkar voru nemendur hans þegar hann hóf kennslu við HÍ fyrir liðlega 20 árum. Hann hefur verið öflugur kennari frá upphafi en eftirtektarvert er hversu vel hann hefur fylgst með þróun kennsluhátta á háskólastigi og aðlagað kennslu sína. Hann hefur sömuleiðis mikla reynslu af vísindastarfi og fjármögnun þess og þekkir vel hvar skóinn kreppir og hvar leggja þarf áherslur til að styðja við þetta lykilhlutverk HÍ. Þriðja hlutverk háskólans er einnig afar mikilvægt – samfélagslegt hlutverk hans. Það felur í sér miðlun þekkingar og samstarf við stofnanir samfélagsins. Þetta hlutverk nýtist samfélaginu með því að gefa því aðgang að sérfræðingum háskólans. Einnig verður til mikilvægt samstarf milli háskólans og stofnana samfélagsins, sem stuðlar að nýliðun og styrkir nýsköpun. Magnús Karl er einkar laginn við að miðla þekkingu til samfélagsins á breiðum vettvangi. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu um vísindaleg málefni sem og miðlað mikilvægi þess að hafa öfluga háskóla hér á landi – hvoru tveggja afar mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu. Hann hefur rætt mikilvægi þess að fjárfesta í ungu kynslóðinni og efla forystuhlutverk Háskóla Íslands. Magnús Karl var farsæll í störfum sínum sem forseti Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs (HVS) HÍ og sýndi þar metnað sinn til að rækta þriðja hlutverk háskólans. Einn stærsti samstarfsaðili HÍ er Landspítali, en þar fer fram þjálfun allflestra nemenda HVS auk margra nemenda af öðrum sviðum til að tryggja mikilvæga nýliðun heilbrigðisstarfsmanna. Magnús Karl vann sleitulaust að því að styðja við margþætt samstarf HÍ og Landspítala og laða að hæft starfsfólk sem hafði aflað sér frekari sérfræðiþekkingar og vísindareynslu erlendis, báðum stofnunum til góða. Landspítali, sem stundum þarf að troða marvaðann til að sinna verkefnum dagsins, mun með Magnúsi njóta trausts bandamanns í forystu HÍ til að sinna heilbrigðisþjónustu og öðrum hlutverkum sínum til lengri tíma. Það er því mikið ánægjuefni fyrir HÍ að Magnús Karl gefi kost á sér til rektors, og við hvetjum alla atkvæðabæra til að kynna sér vandlega feril og stefnu hans og veita honum atkvæði sitt. Höfundar eru starfsmenn Háskóla Íslands og Landspítala Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor við Lyfjafræðideild Gunnar Tómasson, sérfræðilæknir og dósent við Læknadeild Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Sigurdís Haraldsdóttir, yfirlæknir og dósent við Læknadeild Sædís Sævarsdóttir, sérfræðilæknir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknir og prófessor við Læknadeild
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar