Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. mars 2025 09:01 Ræða mín á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er umfjöllunarefni Bjarna Snæbjörnssonar leikara, höfundar, leiklistarkennara og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans, í grein sem birtist hér í gær. Bjarni greinir að vísu frá því að hann hafi hingað til gefið mér og verkum mínum lítinn gaum þar sem hann eigi „litla samleið með flokknum [mínum]“. Gott og vel. Ég hef fylgst ágætlega vel með Bjarna frá því við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan, eða svo, og hef haft gaman af framlagi hans. Og ég reyni að fylgjast vel með allri þjóðfélagsumræðu, líka þeirri sem ég á ekki endilega „samleið með“, svo ég noti orð Bjarna sjálfs. Í greininni leggur Bjarni út af orðum mínum um þá sem hafa verið kallaðir vók (e. woke). Í huga Bjarna þýðir vók að vera góð manneskja; að „láta sér annt um velferð annarra“. „Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka.“ Í því samhengi rifjar Bjarni upp réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í byrjun síðustu aldar. Þótt Bjarni greini frá því að hann sé vandlátur á upplýsingar og umræðu sem hann hlustar á, tel ég samt að hann viti við hvað ég átti þegar ég lýsti því yfir í ræðu minni að vókið væri búið. Ég tel hann hafa vitað að þarna væri ég ekki að vísa til gamals uppruna orðtaksins, réttindabaráttu svartra eða annars þess sem hann dregur fram, heldur til mun nýlegri notkunar á hugtakinu. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Það sem upphaflega var göfugt og mikilvægt markmið um að fólk væri vók (vakandi?, athugult?) fyrir óréttlæti og mismunun, fór því að snúast um „þvælu og [hálfkveðnar vísur]“, svo ég vitni í sjálfa mig. Ég vil ekki þreyta lesendur á hártogunum um hugtakanotkun, en finn mig knúna til að benda á að ef Bjarni fylgdist meira með fólki sem hann er ekki að öllu leyti sammála, vissi hann að ég er vel meðvituð um stöðu kvenna og annarra hópa sem hafa þurft að berjast fyrir jöfnum rétti. Raunar hef ég bæði skrifað og talað mikið um það gegnum árin. Þar hef ég m.a. rifjað upp það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í fararbroddi í jafnréttismálum og öðrum mannréttindamálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega verið burðarstoð við að skapa hér samfélag sem hefur jöfnustu tækifærin, með mesta kynjajafnréttið og mestu atvinnuþátttöku kvenna í heimi, svo eitthvað sé nefnt. Ef Bjarni vill kalla Sjálfstæðisflokkinn vók fyrir vikið þá missi ég ekki svefn yfir því. Enda reyni ég að vera umburðarlynd manneskja. Reyndar hófst jafnréttisbarátta kvenna ekki í byrjun síðustu aldar heldur mun fyrr. Og hún var heldur ekki borin upp af móðgunargjörnum vinstrimönnum, hvorki hér eða annars staðar. Ég hef líka tjáð mig ítrekað um upphrópanir og stimpla fólks sem telur sig boðbera samheldni og náungakærleika. Ég er þeirrar skoðunar að slík orðræða, þetta „við“ og „þau“ sé einmitt til þess fallin að skapa „sundrung og tortryggni“ og skautun í samfélaginu. Fyrir utan hvað mér þykir þetta yfirmáta leiðinleg orðræða. En ég ætla Bjarna ekki vondan ásetning, heldur tel ég einmitt að ásetningurinn sé líklegast góður. Og skora á hann að láta sig áfram samfélagið sitt varða eins og ég hef gert frá unga aldri. Þar gæti Bjarni e.t.v. byrjað á því að hlusta meira og reyna að skilja þá sem hann hefur fyrirfram flokkað sem svo að hann eigi „litla samleið með“. Það er mun líklegra til árangurs til að viðhalda hér opnu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ræða mín á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er umfjöllunarefni Bjarna Snæbjörnssonar leikara, höfundar, leiklistarkennara og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans, í grein sem birtist hér í gær. Bjarni greinir að vísu frá því að hann hafi hingað til gefið mér og verkum mínum lítinn gaum þar sem hann eigi „litla samleið með flokknum [mínum]“. Gott og vel. Ég hef fylgst ágætlega vel með Bjarna frá því við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan, eða svo, og hef haft gaman af framlagi hans. Og ég reyni að fylgjast vel með allri þjóðfélagsumræðu, líka þeirri sem ég á ekki endilega „samleið með“, svo ég noti orð Bjarna sjálfs. Í greininni leggur Bjarni út af orðum mínum um þá sem hafa verið kallaðir vók (e. woke). Í huga Bjarna þýðir vók að vera góð manneskja; að „láta sér annt um velferð annarra“. „Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka.“ Í því samhengi rifjar Bjarni upp réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í byrjun síðustu aldar. Þótt Bjarni greini frá því að hann sé vandlátur á upplýsingar og umræðu sem hann hlustar á, tel ég samt að hann viti við hvað ég átti þegar ég lýsti því yfir í ræðu minni að vókið væri búið. Ég tel hann hafa vitað að þarna væri ég ekki að vísa til gamals uppruna orðtaksins, réttindabaráttu svartra eða annars þess sem hann dregur fram, heldur til mun nýlegri notkunar á hugtakinu. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Það sem upphaflega var göfugt og mikilvægt markmið um að fólk væri vók (vakandi?, athugult?) fyrir óréttlæti og mismunun, fór því að snúast um „þvælu og [hálfkveðnar vísur]“, svo ég vitni í sjálfa mig. Ég vil ekki þreyta lesendur á hártogunum um hugtakanotkun, en finn mig knúna til að benda á að ef Bjarni fylgdist meira með fólki sem hann er ekki að öllu leyti sammála, vissi hann að ég er vel meðvituð um stöðu kvenna og annarra hópa sem hafa þurft að berjast fyrir jöfnum rétti. Raunar hef ég bæði skrifað og talað mikið um það gegnum árin. Þar hef ég m.a. rifjað upp það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í fararbroddi í jafnréttismálum og öðrum mannréttindamálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega verið burðarstoð við að skapa hér samfélag sem hefur jöfnustu tækifærin, með mesta kynjajafnréttið og mestu atvinnuþátttöku kvenna í heimi, svo eitthvað sé nefnt. Ef Bjarni vill kalla Sjálfstæðisflokkinn vók fyrir vikið þá missi ég ekki svefn yfir því. Enda reyni ég að vera umburðarlynd manneskja. Reyndar hófst jafnréttisbarátta kvenna ekki í byrjun síðustu aldar heldur mun fyrr. Og hún var heldur ekki borin upp af móðgunargjörnum vinstrimönnum, hvorki hér eða annars staðar. Ég hef líka tjáð mig ítrekað um upphrópanir og stimpla fólks sem telur sig boðbera samheldni og náungakærleika. Ég er þeirrar skoðunar að slík orðræða, þetta „við“ og „þau“ sé einmitt til þess fallin að skapa „sundrung og tortryggni“ og skautun í samfélaginu. Fyrir utan hvað mér þykir þetta yfirmáta leiðinleg orðræða. En ég ætla Bjarna ekki vondan ásetning, heldur tel ég einmitt að ásetningurinn sé líklegast góður. Og skora á hann að láta sig áfram samfélagið sitt varða eins og ég hef gert frá unga aldri. Þar gæti Bjarni e.t.v. byrjað á því að hlusta meira og reyna að skilja þá sem hann hefur fyrirfram flokkað sem svo að hann eigi „litla samleið með“. Það er mun líklegra til árangurs til að viðhalda hér opnu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun