Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar 3. mars 2025 22:02 Nýlega var embætti rektors Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að rektor sé forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans. Hann er einnig talsmaður háskólans gagnvart mönnum og stofnunum bæði innan hans og utan. Rektor stýrir starfsemi háskólans, hefur frumkvæði að því að móta heildarstefnu fyrir háskólann og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Þá eru tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila einnig undir hans ábyrgð, ásamt því að hafa eftirlit með ráðningum og fjármálum háskólans. Rektor er einnig ábyrgur fyrir gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Fram kemur í auglýsingu fyrir embættið að embættisgengir séu þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Þegar ráða á stjórnanda er yfirleitt ansi flókið ferli sem fer af stað þar sem lagt er mat á hæfni einstaklingsins, menntun, fyrri reynslu o.s.frv. Ráðningarferlið í embætti rektors Háskóla Íslands er þó ólíkt því sem við þekkjum almennt þar sem það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hver sé hæfastur til að gegna þessari stöðu. Þegar umsækjendur um embættið eru skoðaðir verður fljótt ljóst að frambjóðendur eru hæfir og hafa ýmsa styrkleika í starfið. Hins vegar er Ingibjörg Gunnarsdóttir sá umsækjandi sem ber af. Hún hefur á ferli sínum sannað sig sem hæfur stjórnandi og vísindakona, og væri án efa valin í embættið ef ráðningarferlið væri hefðbundið. Ingibjörg hefur verið aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands og var forseti Heilbrigðisvísindasviðs tímabundið frá mars til júní 2024. Hún hefur gegnt fjölmörgum mikilvægi hlutverkum innan háskólans, þar á meðal sem formaður Vísindanefndar háskólaráðs, formaður framgangs- og fastráðningarnefndar HÍ, formaður stjórnar Matskerfis opinberra háskóla og setið í stefnu- og gæðaráði HÍ. Hún var forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, yfirnæringarfræðingur og síðar deildarstjóri á Næringarstofu Landspítala. Ingibjörg er ekki aðeins hæfur stjórnandi heldur einnig framúrskarandi vísindakona (H-index 28). Hún hefur með áralangri reynslu á sviði vísinda unnið að mörgum fjölbreyttum verkefnum og hefur styrkt og mótað marga nemendur í meistara- og doktorsnámi. Persónulega hef ég fengið að kynnast Ingibjörgu sem leiðbeinanda í mínu meistara- og doktorsnámi og sem yfirmanni og get staðfest að hún er einstaklega fær og hvetjandi. Hún veitir stuðning og þekkingu sem stuðlar að góðum árangri og skapaði mér persónulega dýrmætar ráðleggingar sem hafa verið ómetanlegar fyrir mína starfsþróun. Ingibjörg hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands. Hún veit að árangur menntastofnana byggir ekki bara á vísindum heldur einnig á því að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar, samstarfs og þekkingaröflunar. Ingibjörg Gunnarsdóttir er hæfasti umsækjandinn fyrir embætti rektors Háskóla Íslands. Hún hefur þegar sannað sig sem frábær leiðtogi bæði í vísindum og í daglegu starfi við háskólann. Það væri mikill ávinningur fyrir Háskóla Íslands að fá Ingibjörgu í þetta mikilvæga embætti https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er lektor við Háskóla Íslands og deildarstjóri á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega var embætti rektors Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að rektor sé forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans. Hann er einnig talsmaður háskólans gagnvart mönnum og stofnunum bæði innan hans og utan. Rektor stýrir starfsemi háskólans, hefur frumkvæði að því að móta heildarstefnu fyrir háskólann og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Þá eru tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila einnig undir hans ábyrgð, ásamt því að hafa eftirlit með ráðningum og fjármálum háskólans. Rektor er einnig ábyrgur fyrir gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Fram kemur í auglýsingu fyrir embættið að embættisgengir séu þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Þegar ráða á stjórnanda er yfirleitt ansi flókið ferli sem fer af stað þar sem lagt er mat á hæfni einstaklingsins, menntun, fyrri reynslu o.s.frv. Ráðningarferlið í embætti rektors Háskóla Íslands er þó ólíkt því sem við þekkjum almennt þar sem það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hver sé hæfastur til að gegna þessari stöðu. Þegar umsækjendur um embættið eru skoðaðir verður fljótt ljóst að frambjóðendur eru hæfir og hafa ýmsa styrkleika í starfið. Hins vegar er Ingibjörg Gunnarsdóttir sá umsækjandi sem ber af. Hún hefur á ferli sínum sannað sig sem hæfur stjórnandi og vísindakona, og væri án efa valin í embættið ef ráðningarferlið væri hefðbundið. Ingibjörg hefur verið aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands og var forseti Heilbrigðisvísindasviðs tímabundið frá mars til júní 2024. Hún hefur gegnt fjölmörgum mikilvægi hlutverkum innan háskólans, þar á meðal sem formaður Vísindanefndar háskólaráðs, formaður framgangs- og fastráðningarnefndar HÍ, formaður stjórnar Matskerfis opinberra háskóla og setið í stefnu- og gæðaráði HÍ. Hún var forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, yfirnæringarfræðingur og síðar deildarstjóri á Næringarstofu Landspítala. Ingibjörg er ekki aðeins hæfur stjórnandi heldur einnig framúrskarandi vísindakona (H-index 28). Hún hefur með áralangri reynslu á sviði vísinda unnið að mörgum fjölbreyttum verkefnum og hefur styrkt og mótað marga nemendur í meistara- og doktorsnámi. Persónulega hef ég fengið að kynnast Ingibjörgu sem leiðbeinanda í mínu meistara- og doktorsnámi og sem yfirmanni og get staðfest að hún er einstaklega fær og hvetjandi. Hún veitir stuðning og þekkingu sem stuðlar að góðum árangri og skapaði mér persónulega dýrmætar ráðleggingar sem hafa verið ómetanlegar fyrir mína starfsþróun. Ingibjörg hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands. Hún veit að árangur menntastofnana byggir ekki bara á vísindum heldur einnig á því að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar, samstarfs og þekkingaröflunar. Ingibjörg Gunnarsdóttir er hæfasti umsækjandinn fyrir embætti rektors Háskóla Íslands. Hún hefur þegar sannað sig sem frábær leiðtogi bæði í vísindum og í daglegu starfi við háskólann. Það væri mikill ávinningur fyrir Háskóla Íslands að fá Ingibjörgu í þetta mikilvæga embætti https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er lektor við Háskóla Íslands og deildarstjóri á Landspítala.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun