Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2025 11:31 Í ráðningaferli fyrir stjórnendastöður er almennt lögð mikil áhersla á samskiptahæfni og leiðtogahæfileika og eru umsækjendur oftar en ekki beðnir um að segja frá dæmum þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni eða taka þurfti erfiðar ákvarðanir. Háskólaráð Háskóla Íslands hefur metið átta umsækjendur hæfa til að gegna embætti rektors, en það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hverju okkar þau treysta best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Þessu tengdu finnst mér rétt að gefa kjósendum í rektorskjöri Háskóla Íslands þrjú dæmi þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni, ákvarðanatöku og getu mína til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi. Fyrsta dæmið tengist aldursgreiningum á tönnum sem framkvæmdar voru innan Háskóla Íslands fyrir Útlendingastofnun. Sem varaformaður háskólaráðs leiddi ég starfshóp sem var falið að meta út frá gildandi lögum hvort slíkum greiningum væri best borgið innan Háskóla Íslands eða að öðrum kosti á einkareknum tannlæknastofum. Starfshópurinn leitaði ráðgjafar hagsmunaaðila, aflaði viðeigandi gagna og skilaði áliti sínu til háskólaráðs í mars 2019. Háskólaráð kom ábendingum starfshópsins á framfæri til löggjafans, um að bókun Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um aldursgreiningar frá 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga nr. 80/2016 í ljósi þess að ríkjum ber almennt að haga sinni löggjöf í samræmi við mannréttindasamninga sem þau eru aðilar að. Ári síðar höfðu stjórnvöld ekki brugðist við ábendingum og niðurstaða starfshóps og háskólaráðs varð því að endurnýja ekki verksamning við Útlendingastofnun um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatöku. Í háskólaráði var mér einnig falið að leiða starfshóp um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ sem skipaður var hópi sérfræðinga af mismunandi fræðasviðum skólans, einstaklingum með mismunandi skoðanir og áherslur. Hópurinn var skipaður í apríl 2021 og þrátt fyrir ágreining um ýmis mál tókst að skila sameiginlegri umsögn fáum mánuðum síðar. Í umsögninni var komið inn á mikilvægi tekna Happdrættis HÍ fyrir uppbyggingu innviða Háskóla Íslands, en samhliða bent á neikvæð viðhorf almennings og mikilvægi þess að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa. Á svipuðum tíma var skipaður starfshópur á vegum stjórnvalda um málefni spilakassa sem klofnaði í afstöðu sinni. Þetta er málefni sem taka þarf upp á nýjan leik í samtali við stjórnvöld og í því samhengi er ég einstaklega vel undirbúin. Þriðja dæmið tengist starfsumhverfi. Á árunum 2013-2022 stýrði ég Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala ásamt Næringarstofu Landspítala sem sinnir næringarmeðferð fjölbreytts hóps. Vorið 2018 greinist mygla í húsnæði einingarinnar. Með staðfestu tókst mér, í góðu samstarfi við yfirmann minn, að koma allri starfsemi út úr húsinu á mjög skömmum tíma og komum við henni fyrir í Birkiborg í Fossvogi. Flest þekkja Birkiborg sem sýnatökustað fyrir COVID-19. Um miðjan mars 2020 birtist yfirstjórn Landspítala í Birkiborg til að kanna möguleikann á að nýta Birkiborg sem sýnatökustað og leist vel á. Í ljósi aðstæðna var ekkert annað í stöðunni en að við tækjum höndum saman og fluttum við starfsemina úr Birkiborg á innan við tveimur dögum. Sumarið 2020 fékk Næringarstofa inni í húsnæði Landspítala við Skaftahlíð, í verkefnamiðuðu vinnurými. Við tók ný aðlögun, samtöl við starfsmenn þar sem leitast var við að koma til móts við mismunandi þarfir, enda starfsemin bæði fjölbreytt og þarfir starfsmanna ólíkar. Rannsóknastofa í næringarfræði flutti á sama tíma í húsnæði Háskóla Íslands. Þessi reynsla hefur styrkt mig bæði sem einstakling og stjórnanda. Það er ekki tilviljun að almennt sé lögð áhersla á að stjórnendur búi ekki bara yfir þekkingu á því hvernig eigi að takast á við erfiðar áskoranir, heldur hafi farsæla reynslu af því að takast á við þær. Á þessum annasömu árum sem fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði og stjórnanda tókst mér að viðhalda trausti og góðum starfsanda ásamt því að halda góðum dampi í rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands. Ber þetta vott um hæfni til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi, sem aftur þykir góður kostur í fari stjórnenda. Ég hvet starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér reynslu mína og ferilskrá og nýta kosningarétt sinn 18. og 19. mars næstkomandi til að velja þann einstakling sem það treystir best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í ráðningaferli fyrir stjórnendastöður er almennt lögð mikil áhersla á samskiptahæfni og leiðtogahæfileika og eru umsækjendur oftar en ekki beðnir um að segja frá dæmum þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni eða taka þurfti erfiðar ákvarðanir. Háskólaráð Háskóla Íslands hefur metið átta umsækjendur hæfa til að gegna embætti rektors, en það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hverju okkar þau treysta best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Þessu tengdu finnst mér rétt að gefa kjósendum í rektorskjöri Háskóla Íslands þrjú dæmi þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni, ákvarðanatöku og getu mína til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi. Fyrsta dæmið tengist aldursgreiningum á tönnum sem framkvæmdar voru innan Háskóla Íslands fyrir Útlendingastofnun. Sem varaformaður háskólaráðs leiddi ég starfshóp sem var falið að meta út frá gildandi lögum hvort slíkum greiningum væri best borgið innan Háskóla Íslands eða að öðrum kosti á einkareknum tannlæknastofum. Starfshópurinn leitaði ráðgjafar hagsmunaaðila, aflaði viðeigandi gagna og skilaði áliti sínu til háskólaráðs í mars 2019. Háskólaráð kom ábendingum starfshópsins á framfæri til löggjafans, um að bókun Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um aldursgreiningar frá 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga nr. 80/2016 í ljósi þess að ríkjum ber almennt að haga sinni löggjöf í samræmi við mannréttindasamninga sem þau eru aðilar að. Ári síðar höfðu stjórnvöld ekki brugðist við ábendingum og niðurstaða starfshóps og háskólaráðs varð því að endurnýja ekki verksamning við Útlendingastofnun um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatöku. Í háskólaráði var mér einnig falið að leiða starfshóp um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ sem skipaður var hópi sérfræðinga af mismunandi fræðasviðum skólans, einstaklingum með mismunandi skoðanir og áherslur. Hópurinn var skipaður í apríl 2021 og þrátt fyrir ágreining um ýmis mál tókst að skila sameiginlegri umsögn fáum mánuðum síðar. Í umsögninni var komið inn á mikilvægi tekna Happdrættis HÍ fyrir uppbyggingu innviða Háskóla Íslands, en samhliða bent á neikvæð viðhorf almennings og mikilvægi þess að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa. Á svipuðum tíma var skipaður starfshópur á vegum stjórnvalda um málefni spilakassa sem klofnaði í afstöðu sinni. Þetta er málefni sem taka þarf upp á nýjan leik í samtali við stjórnvöld og í því samhengi er ég einstaklega vel undirbúin. Þriðja dæmið tengist starfsumhverfi. Á árunum 2013-2022 stýrði ég Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala ásamt Næringarstofu Landspítala sem sinnir næringarmeðferð fjölbreytts hóps. Vorið 2018 greinist mygla í húsnæði einingarinnar. Með staðfestu tókst mér, í góðu samstarfi við yfirmann minn, að koma allri starfsemi út úr húsinu á mjög skömmum tíma og komum við henni fyrir í Birkiborg í Fossvogi. Flest þekkja Birkiborg sem sýnatökustað fyrir COVID-19. Um miðjan mars 2020 birtist yfirstjórn Landspítala í Birkiborg til að kanna möguleikann á að nýta Birkiborg sem sýnatökustað og leist vel á. Í ljósi aðstæðna var ekkert annað í stöðunni en að við tækjum höndum saman og fluttum við starfsemina úr Birkiborg á innan við tveimur dögum. Sumarið 2020 fékk Næringarstofa inni í húsnæði Landspítala við Skaftahlíð, í verkefnamiðuðu vinnurými. Við tók ný aðlögun, samtöl við starfsmenn þar sem leitast var við að koma til móts við mismunandi þarfir, enda starfsemin bæði fjölbreytt og þarfir starfsmanna ólíkar. Rannsóknastofa í næringarfræði flutti á sama tíma í húsnæði Háskóla Íslands. Þessi reynsla hefur styrkt mig bæði sem einstakling og stjórnanda. Það er ekki tilviljun að almennt sé lögð áhersla á að stjórnendur búi ekki bara yfir þekkingu á því hvernig eigi að takast á við erfiðar áskoranir, heldur hafi farsæla reynslu af því að takast á við þær. Á þessum annasömu árum sem fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði og stjórnanda tókst mér að viðhalda trausti og góðum starfsanda ásamt því að halda góðum dampi í rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands. Ber þetta vott um hæfni til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi, sem aftur þykir góður kostur í fari stjórnenda. Ég hvet starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér reynslu mína og ferilskrá og nýta kosningarétt sinn 18. og 19. mars næstkomandi til að velja þann einstakling sem það treystir best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar