Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2025 09:02 Baráttan fyrir bættri velferð dýra hefur verið að styrkjast stöðugt á síðustu árum. Það finnum við hjá Dýraverndarsambandi Íslands, rótgrónum samtökum sem eiga ekki minna erindi í dag en þegar þau voru stofnuð fyrir 110 árum. Með því að skrifa undir á vefnum askorun.dyravernd.is getur fólk lagst á árarnar með DÍS til að þrýsta á stjórnvöld að stöðva blóðmerahald.Eðli þessarar starfsemi hefur verið dregin fram í dagsljósið undanfarin ár og dylst engum sem skoðar framkvæmdina að um er að ræða meðferð á dýrum sem er bæði tímaskekkja og dýraníð. Blóðtakan veldur áþján Blóðmerahaldið er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til vinna úr því hormón til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir dýr. Lyfið er notað fyrir dýr í verksmiðjubúskap, aðallega gyltur, svo dýrin eignist fleiri afkvæmi og oftar en þeim er eðlilegt. Þegar tekið er blóð úr hryssunum sem eru fylfullar og yfirleitt mjólkandi folaldi, eru teknir 5 lítrar vikulega í allt að 8 vikur. Þetta er um 16-20% af heildarblóðmagni hryssanna sem er langt umfram alþjóðleg viðmið hvað varðar magn og tíðni blóðtöku úr dýrum sem er óviðunandi og veldur hryssunum áþján. Væri farið eftir alþjóðlegum viðmiðum væri verið að taka um 7,5%, eða um 2 lítra. Grimm meðferð á fylfullum hryssum Í blóðmerahaldinu er yfirleitt um að ræða stóra hópa hryssa sem eru lítið tamdar og í lítilli snertingu við fólk. Þegar þessar hryssur eru reknar á blóðtökubás og bundnar þar fastar verða þær eðlilega mjög hræddar og ekki síður um folaldið sitt. Í þessum aðstæðum reyna hryssurnar að berjast um eða flýja til að komast undan og þegar það gengur ekki gefast þær upp og láta meðferðina yfir sig ganga. Svona meðferð á dýrum er grimm og algjörlega í andstöðu við markmið laga um velferð dýra. Þegar blóð er tekið úr hryssunum er um að ræða þvingandi aðgerð, hvort sem þær eru tamdar eða lítið tamdar. Ferlið er sársaukafullt þar sem hryssurnar eru stungnar í hálsbláæð með þykkri nál og geta þessar ítrekuðu blóðtökur einnig orsakað ígerðir. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að hryssur hafi verið margstungnar í hálsinn til að koma nálinni fyrir og að staðdeyfing virki ekki alltaf. Þúsundum folalda slátrað sem aukaafurð Hryssurnar þurfa að vera fylfullar svo hægt sé að vinna hormónið úr blóði þeirra. Á hverju ári kasta hryssurnar, sem eru um 5.000 talsins, hátt í sama fjölda folalda. Þessum folöldum er flestum slátrað sem aukaafurð í þágu lyfjaframleiðslu sem eykur áþján dýra í verksmiðjubúskap. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að folöldum í blóðmerahaldinu hafi í einhverjum tilfellum verið slátrað fyrir hefðbundinn sláturtíma að hausti, eða yfir sumartímann. Ef hryssur framleiða ekki nógu mikið af hormóninu er þeim yfirleitt slátrað. Það er ljóst að blóðmerahaldið er ill meðferð á dýrum bæði hvað varðar magn og tíðni blóðtökunnar sem gengur langt út yfir alþjóðleg viðmið, ásamt meðferðinni á hryssunum þar sem leiða má að því líkur að flestar þeirra gefist upp á básunum sem er grimm meðferð á dýrum. Góð dýravelferð á að vera sjálfsagður hluti af nútímasamfélagi. Þar sem velferð dýra er ekki tryggð þarf að gera úrbætur og þegar enginn möguleiki er á úrbótum til að tryggja mannúðlega meðferð dýra þarf einfaldlega að afleggja starfsemina. Ef þessar blóðtökur úr fylfullum hryssum yrðu framkvæmdar í samræmi við alþjóðleg viðmið um blóðtöku úr dýrum yrði starfseminni sjálfhætt. Dýraverndarsamband Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt hér á landi. Við trúum því staðfastlega að velferð dýra sé grundvallarþáttur í heilbrigðu samfélagi og ef þú vilt hjálpa okkur að knýja fram breytingar þá er hægt að nálgast undirskriftasöfnunina á vefnum askorun.dyravernd.is. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir bættri velferð dýra hefur verið að styrkjast stöðugt á síðustu árum. Það finnum við hjá Dýraverndarsambandi Íslands, rótgrónum samtökum sem eiga ekki minna erindi í dag en þegar þau voru stofnuð fyrir 110 árum. Með því að skrifa undir á vefnum askorun.dyravernd.is getur fólk lagst á árarnar með DÍS til að þrýsta á stjórnvöld að stöðva blóðmerahald.Eðli þessarar starfsemi hefur verið dregin fram í dagsljósið undanfarin ár og dylst engum sem skoðar framkvæmdina að um er að ræða meðferð á dýrum sem er bæði tímaskekkja og dýraníð. Blóðtakan veldur áþján Blóðmerahaldið er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til vinna úr því hormón til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir dýr. Lyfið er notað fyrir dýr í verksmiðjubúskap, aðallega gyltur, svo dýrin eignist fleiri afkvæmi og oftar en þeim er eðlilegt. Þegar tekið er blóð úr hryssunum sem eru fylfullar og yfirleitt mjólkandi folaldi, eru teknir 5 lítrar vikulega í allt að 8 vikur. Þetta er um 16-20% af heildarblóðmagni hryssanna sem er langt umfram alþjóðleg viðmið hvað varðar magn og tíðni blóðtöku úr dýrum sem er óviðunandi og veldur hryssunum áþján. Væri farið eftir alþjóðlegum viðmiðum væri verið að taka um 7,5%, eða um 2 lítra. Grimm meðferð á fylfullum hryssum Í blóðmerahaldinu er yfirleitt um að ræða stóra hópa hryssa sem eru lítið tamdar og í lítilli snertingu við fólk. Þegar þessar hryssur eru reknar á blóðtökubás og bundnar þar fastar verða þær eðlilega mjög hræddar og ekki síður um folaldið sitt. Í þessum aðstæðum reyna hryssurnar að berjast um eða flýja til að komast undan og þegar það gengur ekki gefast þær upp og láta meðferðina yfir sig ganga. Svona meðferð á dýrum er grimm og algjörlega í andstöðu við markmið laga um velferð dýra. Þegar blóð er tekið úr hryssunum er um að ræða þvingandi aðgerð, hvort sem þær eru tamdar eða lítið tamdar. Ferlið er sársaukafullt þar sem hryssurnar eru stungnar í hálsbláæð með þykkri nál og geta þessar ítrekuðu blóðtökur einnig orsakað ígerðir. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að hryssur hafi verið margstungnar í hálsinn til að koma nálinni fyrir og að staðdeyfing virki ekki alltaf. Þúsundum folalda slátrað sem aukaafurð Hryssurnar þurfa að vera fylfullar svo hægt sé að vinna hormónið úr blóði þeirra. Á hverju ári kasta hryssurnar, sem eru um 5.000 talsins, hátt í sama fjölda folalda. Þessum folöldum er flestum slátrað sem aukaafurð í þágu lyfjaframleiðslu sem eykur áþján dýra í verksmiðjubúskap. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að folöldum í blóðmerahaldinu hafi í einhverjum tilfellum verið slátrað fyrir hefðbundinn sláturtíma að hausti, eða yfir sumartímann. Ef hryssur framleiða ekki nógu mikið af hormóninu er þeim yfirleitt slátrað. Það er ljóst að blóðmerahaldið er ill meðferð á dýrum bæði hvað varðar magn og tíðni blóðtökunnar sem gengur langt út yfir alþjóðleg viðmið, ásamt meðferðinni á hryssunum þar sem leiða má að því líkur að flestar þeirra gefist upp á básunum sem er grimm meðferð á dýrum. Góð dýravelferð á að vera sjálfsagður hluti af nútímasamfélagi. Þar sem velferð dýra er ekki tryggð þarf að gera úrbætur og þegar enginn möguleiki er á úrbótum til að tryggja mannúðlega meðferð dýra þarf einfaldlega að afleggja starfsemina. Ef þessar blóðtökur úr fylfullum hryssum yrðu framkvæmdar í samræmi við alþjóðleg viðmið um blóðtöku úr dýrum yrði starfseminni sjálfhætt. Dýraverndarsamband Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt hér á landi. Við trúum því staðfastlega að velferð dýra sé grundvallarþáttur í heilbrigðu samfélagi og ef þú vilt hjálpa okkur að knýja fram breytingar þá er hægt að nálgast undirskriftasöfnunina á vefnum askorun.dyravernd.is. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun