Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2025 15:02 Í dag, 1. mars, fögnum við Alþjóðlega hrósdeginum – degi sem er tileinkaður því að lyfta öðrum upp með jákvæðum orðum og hrósi. Hrós er ein áhrifaríkasta og um leið einfaldasta leiðin til að styrkja sjálfstraust, bæta samskipti og skapa jákvætt andrúmsloft. En hvers vegna er hrós svona mikilvægt og hvernig getum við vanið okkur á að hrósa meira? Máttur hróssins Hrós hefur djúpstæð áhrif á bæði líkama og sál. Þegar við fáum hrós losar líkaminn vellíðanarhormón eins og dópamín og oxýtósín, sem stuðla að jákvæðum tilfinningum og vellíðan. Hrós getur einnig eflt sjálfstraust, aukið starfsánægju og hvatt fólk til að halda áfram að leggja sig fram. Á sama tíma hefur það að hrósa öðrum jákvæð áhrif á þann sem veitir hrósið. Þegar við segjum öðrum frá því sem við kunnum að meta í fari þeirra eða verkum, upplifum við sjálf meiri gleði og sterkari tengsl við þá. Hvers vegna hrósum við ekki meira? Þrátt fyrir að flestir kunni vel að meta hrós eiga margir erfitt með að veita það. Ein ástæða gæti verið óttinn við að hljóma óeinlægur. Önnur ástæða gæti legið í menningarlegum venjum; á sumum stöðum er litið svo á að fólk eigi að vinna hörðum höndum án þess að búast við hrósi. Raunin er sú að einlægt og vel tímasett hrós getur umbreytt degi fólks og jafnvel haft langtímaáhrif á sjálfsmynd þess. Hrós þarf ekki að vera stórt eða flókið – einföld orð eins og „Þú gafst ekki upp þrátt fyrir mótlæti“, „Mér fannst þú sýna mikið hugrekki...“ eða „Þú hefur góð áhrif á umhverfið þitt“ geta gert gæfumuninn. Hvernig getum við hrósað meira? Ef við viljum tileinka okkur jákvæðari samskipti og venja okkur á að hrósa meira er gott að hafa eftirfarandi í huga: Vertu einlæg/ur – Fólk skynjar hvort hrós sé raunverulegt eða ekki. Hrós sem kemur frá hjartanu hefur mun meiri áhrif. Hrósaðu fyrir viðleitni, ekki bara árangur – Það skiptir meira máli að hrósa fyrir ástundun og framlag, ekki einungis lokaútkomuna. Notaðu hrós til að byggja upp aðra – Það er auðvelt að taka eftir mistökum, en með því að beina athyglinni að því jákvæða í fari annarra og styrkleikum þeirra getum við haft jákvæð áhrif. Ekki geyma hrós í huga þér – Ef þér finnst einhver standa sig vel, láttu hann þá vita strax! Hrósum í dag og alla daga Á Alþjóðlega hrósdeginum skulum við öll staldra við og hugsa um hverjum við getum hrósað - samstarfsfélaga sem hefur lagt sig mikið fram, vini sem hefur reynst traustur, eða jafnvel ókunnugum sem hefur gert eitthvað fallegt. En hrós ætti ekki að takmarkast við þennan eina dag; við ættum að gera það að venju að lyfta öðrum upp með orðum okkar. Hverjum ætlar þú að hrósa í dag? Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Geðheilbrigði Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Í dag, 1. mars, fögnum við Alþjóðlega hrósdeginum – degi sem er tileinkaður því að lyfta öðrum upp með jákvæðum orðum og hrósi. Hrós er ein áhrifaríkasta og um leið einfaldasta leiðin til að styrkja sjálfstraust, bæta samskipti og skapa jákvætt andrúmsloft. En hvers vegna er hrós svona mikilvægt og hvernig getum við vanið okkur á að hrósa meira? Máttur hróssins Hrós hefur djúpstæð áhrif á bæði líkama og sál. Þegar við fáum hrós losar líkaminn vellíðanarhormón eins og dópamín og oxýtósín, sem stuðla að jákvæðum tilfinningum og vellíðan. Hrós getur einnig eflt sjálfstraust, aukið starfsánægju og hvatt fólk til að halda áfram að leggja sig fram. Á sama tíma hefur það að hrósa öðrum jákvæð áhrif á þann sem veitir hrósið. Þegar við segjum öðrum frá því sem við kunnum að meta í fari þeirra eða verkum, upplifum við sjálf meiri gleði og sterkari tengsl við þá. Hvers vegna hrósum við ekki meira? Þrátt fyrir að flestir kunni vel að meta hrós eiga margir erfitt með að veita það. Ein ástæða gæti verið óttinn við að hljóma óeinlægur. Önnur ástæða gæti legið í menningarlegum venjum; á sumum stöðum er litið svo á að fólk eigi að vinna hörðum höndum án þess að búast við hrósi. Raunin er sú að einlægt og vel tímasett hrós getur umbreytt degi fólks og jafnvel haft langtímaáhrif á sjálfsmynd þess. Hrós þarf ekki að vera stórt eða flókið – einföld orð eins og „Þú gafst ekki upp þrátt fyrir mótlæti“, „Mér fannst þú sýna mikið hugrekki...“ eða „Þú hefur góð áhrif á umhverfið þitt“ geta gert gæfumuninn. Hvernig getum við hrósað meira? Ef við viljum tileinka okkur jákvæðari samskipti og venja okkur á að hrósa meira er gott að hafa eftirfarandi í huga: Vertu einlæg/ur – Fólk skynjar hvort hrós sé raunverulegt eða ekki. Hrós sem kemur frá hjartanu hefur mun meiri áhrif. Hrósaðu fyrir viðleitni, ekki bara árangur – Það skiptir meira máli að hrósa fyrir ástundun og framlag, ekki einungis lokaútkomuna. Notaðu hrós til að byggja upp aðra – Það er auðvelt að taka eftir mistökum, en með því að beina athyglinni að því jákvæða í fari annarra og styrkleikum þeirra getum við haft jákvæð áhrif. Ekki geyma hrós í huga þér – Ef þér finnst einhver standa sig vel, láttu hann þá vita strax! Hrósum í dag og alla daga Á Alþjóðlega hrósdeginum skulum við öll staldra við og hugsa um hverjum við getum hrósað - samstarfsfélaga sem hefur lagt sig mikið fram, vini sem hefur reynst traustur, eða jafnvel ókunnugum sem hefur gert eitthvað fallegt. En hrós ætti ekki að takmarkast við þennan eina dag; við ættum að gera það að venju að lyfta öðrum upp með orðum okkar. Hverjum ætlar þú að hrósa í dag? Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun