Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2025 15:02 Í dag, 1. mars, fögnum við Alþjóðlega hrósdeginum – degi sem er tileinkaður því að lyfta öðrum upp með jákvæðum orðum og hrósi. Hrós er ein áhrifaríkasta og um leið einfaldasta leiðin til að styrkja sjálfstraust, bæta samskipti og skapa jákvætt andrúmsloft. En hvers vegna er hrós svona mikilvægt og hvernig getum við vanið okkur á að hrósa meira? Máttur hróssins Hrós hefur djúpstæð áhrif á bæði líkama og sál. Þegar við fáum hrós losar líkaminn vellíðanarhormón eins og dópamín og oxýtósín, sem stuðla að jákvæðum tilfinningum og vellíðan. Hrós getur einnig eflt sjálfstraust, aukið starfsánægju og hvatt fólk til að halda áfram að leggja sig fram. Á sama tíma hefur það að hrósa öðrum jákvæð áhrif á þann sem veitir hrósið. Þegar við segjum öðrum frá því sem við kunnum að meta í fari þeirra eða verkum, upplifum við sjálf meiri gleði og sterkari tengsl við þá. Hvers vegna hrósum við ekki meira? Þrátt fyrir að flestir kunni vel að meta hrós eiga margir erfitt með að veita það. Ein ástæða gæti verið óttinn við að hljóma óeinlægur. Önnur ástæða gæti legið í menningarlegum venjum; á sumum stöðum er litið svo á að fólk eigi að vinna hörðum höndum án þess að búast við hrósi. Raunin er sú að einlægt og vel tímasett hrós getur umbreytt degi fólks og jafnvel haft langtímaáhrif á sjálfsmynd þess. Hrós þarf ekki að vera stórt eða flókið – einföld orð eins og „Þú gafst ekki upp þrátt fyrir mótlæti“, „Mér fannst þú sýna mikið hugrekki...“ eða „Þú hefur góð áhrif á umhverfið þitt“ geta gert gæfumuninn. Hvernig getum við hrósað meira? Ef við viljum tileinka okkur jákvæðari samskipti og venja okkur á að hrósa meira er gott að hafa eftirfarandi í huga: Vertu einlæg/ur – Fólk skynjar hvort hrós sé raunverulegt eða ekki. Hrós sem kemur frá hjartanu hefur mun meiri áhrif. Hrósaðu fyrir viðleitni, ekki bara árangur – Það skiptir meira máli að hrósa fyrir ástundun og framlag, ekki einungis lokaútkomuna. Notaðu hrós til að byggja upp aðra – Það er auðvelt að taka eftir mistökum, en með því að beina athyglinni að því jákvæða í fari annarra og styrkleikum þeirra getum við haft jákvæð áhrif. Ekki geyma hrós í huga þér – Ef þér finnst einhver standa sig vel, láttu hann þá vita strax! Hrósum í dag og alla daga Á Alþjóðlega hrósdeginum skulum við öll staldra við og hugsa um hverjum við getum hrósað - samstarfsfélaga sem hefur lagt sig mikið fram, vini sem hefur reynst traustur, eða jafnvel ókunnugum sem hefur gert eitthvað fallegt. En hrós ætti ekki að takmarkast við þennan eina dag; við ættum að gera það að venju að lyfta öðrum upp með orðum okkar. Hverjum ætlar þú að hrósa í dag? Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Geðheilbrigði Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í dag, 1. mars, fögnum við Alþjóðlega hrósdeginum – degi sem er tileinkaður því að lyfta öðrum upp með jákvæðum orðum og hrósi. Hrós er ein áhrifaríkasta og um leið einfaldasta leiðin til að styrkja sjálfstraust, bæta samskipti og skapa jákvætt andrúmsloft. En hvers vegna er hrós svona mikilvægt og hvernig getum við vanið okkur á að hrósa meira? Máttur hróssins Hrós hefur djúpstæð áhrif á bæði líkama og sál. Þegar við fáum hrós losar líkaminn vellíðanarhormón eins og dópamín og oxýtósín, sem stuðla að jákvæðum tilfinningum og vellíðan. Hrós getur einnig eflt sjálfstraust, aukið starfsánægju og hvatt fólk til að halda áfram að leggja sig fram. Á sama tíma hefur það að hrósa öðrum jákvæð áhrif á þann sem veitir hrósið. Þegar við segjum öðrum frá því sem við kunnum að meta í fari þeirra eða verkum, upplifum við sjálf meiri gleði og sterkari tengsl við þá. Hvers vegna hrósum við ekki meira? Þrátt fyrir að flestir kunni vel að meta hrós eiga margir erfitt með að veita það. Ein ástæða gæti verið óttinn við að hljóma óeinlægur. Önnur ástæða gæti legið í menningarlegum venjum; á sumum stöðum er litið svo á að fólk eigi að vinna hörðum höndum án þess að búast við hrósi. Raunin er sú að einlægt og vel tímasett hrós getur umbreytt degi fólks og jafnvel haft langtímaáhrif á sjálfsmynd þess. Hrós þarf ekki að vera stórt eða flókið – einföld orð eins og „Þú gafst ekki upp þrátt fyrir mótlæti“, „Mér fannst þú sýna mikið hugrekki...“ eða „Þú hefur góð áhrif á umhverfið þitt“ geta gert gæfumuninn. Hvernig getum við hrósað meira? Ef við viljum tileinka okkur jákvæðari samskipti og venja okkur á að hrósa meira er gott að hafa eftirfarandi í huga: Vertu einlæg/ur – Fólk skynjar hvort hrós sé raunverulegt eða ekki. Hrós sem kemur frá hjartanu hefur mun meiri áhrif. Hrósaðu fyrir viðleitni, ekki bara árangur – Það skiptir meira máli að hrósa fyrir ástundun og framlag, ekki einungis lokaútkomuna. Notaðu hrós til að byggja upp aðra – Það er auðvelt að taka eftir mistökum, en með því að beina athyglinni að því jákvæða í fari annarra og styrkleikum þeirra getum við haft jákvæð áhrif. Ekki geyma hrós í huga þér – Ef þér finnst einhver standa sig vel, láttu hann þá vita strax! Hrósum í dag og alla daga Á Alþjóðlega hrósdeginum skulum við öll staldra við og hugsa um hverjum við getum hrósað - samstarfsfélaga sem hefur lagt sig mikið fram, vini sem hefur reynst traustur, eða jafnvel ókunnugum sem hefur gert eitthvað fallegt. En hrós ætti ekki að takmarkast við þennan eina dag; við ættum að gera það að venju að lyfta öðrum upp með orðum okkar. Hverjum ætlar þú að hrósa í dag? Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun