Stefna á Coda stöð við Húsavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2025 17:26 Frá Húsavík en sveitarstjórn Norðurþings er spennt fyrir uppbyggingu og rekstri athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að aðilar lýsa yfir áhuga á að móttökustöð og verkefni Carbfix um niðurdælingu og bindingu á CO2 verði byggt upp á Bakka við Húsavík. Verkefnið fellur vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins, hringrásarhagkerfinu og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið mótuð af samfélaginu um Grænan iðngarð á Bakka. Sjálfbær nýting orku og annarra auðlinda verður leiðarljós í þróun og rekstri stöðvarinnar og verður leitað leiða til að hámarka samlegðaráhrif sem stuðlað geta að bættri nýtingu ólíkra auðlindastrauma í anda hringrásarhugsunar. Nú fer í gang ferli til að klára yfirgripsmeiri og ítarlegri viljayfirlýsingu um verkefnið og framgang þess. „Í febrúar kom forsvarsfólk Carbfix til Húsavíkur og kynnti verkefnið fyrir byggðarráði, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum og hagaðilum hér á svæðinu. Kynningunni fylgdi góð greinargerð um verkefnið sem var birt með fundargerð byggðarráðs svo íbúar vissu betur um hvað málið snerist. Almennt hefur hugmyndin um að setja verkefnið niður á Bakka fengið góðar undirtektir sem leiddi til þess að gerð voru drög að viljayfirlýsingu sem var svo samþykkt samhljóða í sveitarstjórn Norðurþings í gær. Næstu skref eru að kynna málið á íbúafundi og vinna ítarlegri viljayfirlýsingu um framgang verkefnisins. Vonandi náum við að koma því við fljótlega í mars,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Norðurþingi, í tilkynningu. Carbfix hf. vinnur að þróun og uppbyggingu móttökustöðva á Íslandi fyrir koldíoxíð (CO2) sem verður varanlega bundið í berg með Carbfix tækninni. Verkefnin hafa fengið nafnið Coda Terminal eða Coda stöðvar og verða þau rekin af félaginu Coda Terminal hf., dótturfélagi Carbfix hf., en bæði tilheyra félögin samstæðu Orkuveitunnar. Carbfix tæknin felur í sér að leysa CO2 í vatni, þannig að til verður sódavatn sem síðan er dælt niður í berglög þar sem það hvarfast við bergtegundir eins og basalt og myndar varanlegar stöðugar karbónat steindir. Carbfix fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 og hefur starfrækt föngun og steinrenningu koldíxíðs á Hellisheiði á iðnaðarskala í yfir áratug. „Stefna Norðurþings um uppbyggingu starfsemi sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum er ekki bara ábati fyrir sveitarfélagið heldur landið allt á margan hátt. Það eru gríðarleg tækifæri til þess að nýta bæði feikna mikla auðlind sem felst í ungu basaltberginu á svæðinu og beita hug- og verkviti sem felst í okkar tækni. Meginmarkmið Carbfix er að stuðla að raunverulegum og jákvæðum áhrifum á loftslagið, með öruggum og sönnuðum aðferðum. Sterkir samstarfsaðilar eins og eru í Norðurþingi eru mikilvægir,“ segir Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Á næstu vikum og mánuðum verði samvinna aðilanna um stefnumörkun og áhersla á samskipti við íbúa og hagaðila á svæðinu. Norðurþing Umhverfismál Coda Terminal Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Í viljayfirlýsingunni kemur fram að aðilar lýsa yfir áhuga á að móttökustöð og verkefni Carbfix um niðurdælingu og bindingu á CO2 verði byggt upp á Bakka við Húsavík. Verkefnið fellur vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins, hringrásarhagkerfinu og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið mótuð af samfélaginu um Grænan iðngarð á Bakka. Sjálfbær nýting orku og annarra auðlinda verður leiðarljós í þróun og rekstri stöðvarinnar og verður leitað leiða til að hámarka samlegðaráhrif sem stuðlað geta að bættri nýtingu ólíkra auðlindastrauma í anda hringrásarhugsunar. Nú fer í gang ferli til að klára yfirgripsmeiri og ítarlegri viljayfirlýsingu um verkefnið og framgang þess. „Í febrúar kom forsvarsfólk Carbfix til Húsavíkur og kynnti verkefnið fyrir byggðarráði, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum og hagaðilum hér á svæðinu. Kynningunni fylgdi góð greinargerð um verkefnið sem var birt með fundargerð byggðarráðs svo íbúar vissu betur um hvað málið snerist. Almennt hefur hugmyndin um að setja verkefnið niður á Bakka fengið góðar undirtektir sem leiddi til þess að gerð voru drög að viljayfirlýsingu sem var svo samþykkt samhljóða í sveitarstjórn Norðurþings í gær. Næstu skref eru að kynna málið á íbúafundi og vinna ítarlegri viljayfirlýsingu um framgang verkefnisins. Vonandi náum við að koma því við fljótlega í mars,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Norðurþingi, í tilkynningu. Carbfix hf. vinnur að þróun og uppbyggingu móttökustöðva á Íslandi fyrir koldíoxíð (CO2) sem verður varanlega bundið í berg með Carbfix tækninni. Verkefnin hafa fengið nafnið Coda Terminal eða Coda stöðvar og verða þau rekin af félaginu Coda Terminal hf., dótturfélagi Carbfix hf., en bæði tilheyra félögin samstæðu Orkuveitunnar. Carbfix tæknin felur í sér að leysa CO2 í vatni, þannig að til verður sódavatn sem síðan er dælt niður í berglög þar sem það hvarfast við bergtegundir eins og basalt og myndar varanlegar stöðugar karbónat steindir. Carbfix fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 og hefur starfrækt föngun og steinrenningu koldíxíðs á Hellisheiði á iðnaðarskala í yfir áratug. „Stefna Norðurþings um uppbyggingu starfsemi sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum er ekki bara ábati fyrir sveitarfélagið heldur landið allt á margan hátt. Það eru gríðarleg tækifæri til þess að nýta bæði feikna mikla auðlind sem felst í ungu basaltberginu á svæðinu og beita hug- og verkviti sem felst í okkar tækni. Meginmarkmið Carbfix er að stuðla að raunverulegum og jákvæðum áhrifum á loftslagið, með öruggum og sönnuðum aðferðum. Sterkir samstarfsaðilar eins og eru í Norðurþingi eru mikilvægir,“ segir Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Á næstu vikum og mánuðum verði samvinna aðilanna um stefnumörkun og áhersla á samskipti við íbúa og hagaðila á svæðinu.
Norðurþing Umhverfismál Coda Terminal Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira