Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar 27. febrúar 2025 07:03 Á síðustu mánuðum hafa fjölmargar spurningar vaknað meðal Hafnfirðinga vegna fyrirhugaðs verkefnis Coda Terminal, Carbfix, í Straumsvík. Upphaflega var þetta gæluverkefni Orkuveitu Reykjavíkur sem nú virðist vera að snúast í andstöðu sína og þá helst vegna mótmæla íbúa. Skipulagsstofnun hefur nú skilað af sér umhverfismati sem Hafnfirðingar hafa beðið lengi eftir. Markmið þess var að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og svara helstu spurningum sem tengjast henni. Fulltrúar Carbfix telja skýrsluna mikilvægan áfanga og verkefnið framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Ég dreg ekki í efa hæfni vísindamanna, en efast um að hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur fari saman við hagsmuni Hafnarfjarðar og íbúa þess. Frá upphafi hafa efasemdir ríkt um verkefnið. Upphaflegar áætlanir hafa tekið breytingum, sem hefur grafið undan trúverðugleika þess. Íbúar hafa verið uggandi og neitað að trúa því að af þessu gæti orðið. Umhverfismatsskýrslan hefur ekki dregið úr þeirri óvissu, heldur vakið enn fleiri spurningar. Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni, sem undirstrikar hversu margt er óljóst varðandi framkvæmdina. Vegna þessarar óvissu og skorts á upplýsingum um ýmsa lykilþætti er ljóst að hér er um tilraunaverkefni að ræða – sem á ekki heima í næsta nágrenni við íbúðabyggð. Óvissan snýr m.a. að umhverfisáhrifum, langtímaáhrifum á grunnvatn og jarðlög, öryggi við niðurdælingu CO₂ og rekstur mannvirkja. Þótt framkvæmdaraðilar lofi vöktun, meðal annars með jarðskjálftamælingum og neyðaráætlunum, er lítið fjallað um áhrif á íbúa og samfélagið í heild. Enn er óljóst hvernig eftirliti verður háttað og hvernig brugðist verður við óvæntum frávikum, frávikum sem gætu haft óafturkræfar afleiðingar. Hafnfirðingar eru því skildir eftir í óvissu á eigin kostnað, á meðan Carbfix fær að njóta vafans. Vísindamenn fullyrða að verkefnið muni að öllum líkindum takast vel, en ef horft er til viðskiptamódelsins, er óljóst hversu langlíft það verður. Nýjar tæknilausnir geta fljótlega gert mengandi fyrirtækjum kleift að farga CO₂ á eigin vegum, sem gæti gert verkefnið úrelt. Þetta er atriði sem fjárfestar og sveitarfélagið verða að huga að. Það býr fólk á Völlunum Skipulagsstofnun leggur áherslu á vöktun á ýmsum þáttum, m.a. lífríki, en það vekur athygli að engin vöktun er fyrirhuguð á samfélaginu sjálfu og áhrifum á íbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að ráðast í slíka framkvæmd án þess að taka fullt tillit til þeirra sem búa á svæðinu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að vísa framkvæmdinni í íbúakosningu ef bæjarstjórn getur sjálf ekki tekið ákvörðun í málinu. Ég óska engri byggð slíks klofnings meðal íbúa. Ef til kosninga kæmi gæti það leitt til þess að tiltekið hverfi bæjarins yrði skilið eitt eftir með mengun frá Evrópu – eins og sumir hafa orðað það. Ég efast ekki um að tæknin sem Carbfix þróar gæti virkað, en ég tel að þessi tilraun eigi ekki heima í grennd við íbúabyggð. Það er ekki aðeins spurning um óvissu og náttúruvernd, heldur einnig um siðferðileg álitamál og skýra andstöðu íbúa. Svara þarf siðferðislegum spurningum eins og hvort geyma megi co2 sem ekki hefur orðið til á staðnum og kölluð er mengun af sumum, undir lóðum annarra, íbúa eða fyrirtækja. Mín afstaða er skýr, ég þarf ekki fleiri skýrslur, Hafnarfjörður er einfaldlega ekki til sölu fyrir verkefni sem þetta. Ég vona því innilega að okkur beri gæfa til að kveðja þessa hugmynd sem fyrst, þakka Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sýndan áhuga og vona að orka þeirra fari í að skoða aðrar staðsetningar. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal Skipulag Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa fjölmargar spurningar vaknað meðal Hafnfirðinga vegna fyrirhugaðs verkefnis Coda Terminal, Carbfix, í Straumsvík. Upphaflega var þetta gæluverkefni Orkuveitu Reykjavíkur sem nú virðist vera að snúast í andstöðu sína og þá helst vegna mótmæla íbúa. Skipulagsstofnun hefur nú skilað af sér umhverfismati sem Hafnfirðingar hafa beðið lengi eftir. Markmið þess var að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og svara helstu spurningum sem tengjast henni. Fulltrúar Carbfix telja skýrsluna mikilvægan áfanga og verkefnið framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Ég dreg ekki í efa hæfni vísindamanna, en efast um að hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur fari saman við hagsmuni Hafnarfjarðar og íbúa þess. Frá upphafi hafa efasemdir ríkt um verkefnið. Upphaflegar áætlanir hafa tekið breytingum, sem hefur grafið undan trúverðugleika þess. Íbúar hafa verið uggandi og neitað að trúa því að af þessu gæti orðið. Umhverfismatsskýrslan hefur ekki dregið úr þeirri óvissu, heldur vakið enn fleiri spurningar. Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni, sem undirstrikar hversu margt er óljóst varðandi framkvæmdina. Vegna þessarar óvissu og skorts á upplýsingum um ýmsa lykilþætti er ljóst að hér er um tilraunaverkefni að ræða – sem á ekki heima í næsta nágrenni við íbúðabyggð. Óvissan snýr m.a. að umhverfisáhrifum, langtímaáhrifum á grunnvatn og jarðlög, öryggi við niðurdælingu CO₂ og rekstur mannvirkja. Þótt framkvæmdaraðilar lofi vöktun, meðal annars með jarðskjálftamælingum og neyðaráætlunum, er lítið fjallað um áhrif á íbúa og samfélagið í heild. Enn er óljóst hvernig eftirliti verður háttað og hvernig brugðist verður við óvæntum frávikum, frávikum sem gætu haft óafturkræfar afleiðingar. Hafnfirðingar eru því skildir eftir í óvissu á eigin kostnað, á meðan Carbfix fær að njóta vafans. Vísindamenn fullyrða að verkefnið muni að öllum líkindum takast vel, en ef horft er til viðskiptamódelsins, er óljóst hversu langlíft það verður. Nýjar tæknilausnir geta fljótlega gert mengandi fyrirtækjum kleift að farga CO₂ á eigin vegum, sem gæti gert verkefnið úrelt. Þetta er atriði sem fjárfestar og sveitarfélagið verða að huga að. Það býr fólk á Völlunum Skipulagsstofnun leggur áherslu á vöktun á ýmsum þáttum, m.a. lífríki, en það vekur athygli að engin vöktun er fyrirhuguð á samfélaginu sjálfu og áhrifum á íbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að ráðast í slíka framkvæmd án þess að taka fullt tillit til þeirra sem búa á svæðinu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að vísa framkvæmdinni í íbúakosningu ef bæjarstjórn getur sjálf ekki tekið ákvörðun í málinu. Ég óska engri byggð slíks klofnings meðal íbúa. Ef til kosninga kæmi gæti það leitt til þess að tiltekið hverfi bæjarins yrði skilið eitt eftir með mengun frá Evrópu – eins og sumir hafa orðað það. Ég efast ekki um að tæknin sem Carbfix þróar gæti virkað, en ég tel að þessi tilraun eigi ekki heima í grennd við íbúabyggð. Það er ekki aðeins spurning um óvissu og náttúruvernd, heldur einnig um siðferðileg álitamál og skýra andstöðu íbúa. Svara þarf siðferðislegum spurningum eins og hvort geyma megi co2 sem ekki hefur orðið til á staðnum og kölluð er mengun af sumum, undir lóðum annarra, íbúa eða fyrirtækja. Mín afstaða er skýr, ég þarf ekki fleiri skýrslur, Hafnarfjörður er einfaldlega ekki til sölu fyrir verkefni sem þetta. Ég vona því innilega að okkur beri gæfa til að kveðja þessa hugmynd sem fyrst, þakka Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sýndan áhuga og vona að orka þeirra fari í að skoða aðrar staðsetningar. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun