Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar 23. febrúar 2025 18:01 Fjöldi fólks hefur hneykslast á kynningarfundi sjálfstæðismanna á þingflokki sínum og hæfi hans að fjalla um veigamikil mál. Kynningin fór fram með sýnikennslu í þingsal Alþingis. Sýningarefnið á fundinum var umræður um andúð þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því spellvirki að hafa plasttappa fasta við fernur og flöskur. Sýningin stóð yfir í fjóra og hálfan tíma. Sagt er að þessi sýning Sjálfstæðismanna hafi verið sett upp í þeim tilgangi að tefja störf þingsins. Ég held að það sé ekki aðal ástæðan heldur sé aðal ástæðan komandi landsfundur. Á landsfundi er kosið í áhrifastöður og embætti flokksins. Til að ná árangri í þeirri keppni þurfa keppendur að vera vel séðir af þeim sem þar kjósa. Það er held ég aðal ástæðan fyrir sýningunni. Þingmenn flokksins álíta sig þekkja sitt fólk og hvað því þykir best á milli tannanna, því var tappaumræðan á Alþingi fyrir kjósendur á landsfundi til að auðvelda þeim að gera upp hug sinn. Helsti talsmaður málsins J.P. Zimsen fullyrti að áfastir tappar ykju álag á sjúkrahús landsins og ef Tappafólkið næði meirihluta í höfuðborginni þá ætlaði hann að flytja í tjald í Kópavogi. Vá maður, hugsið ykkur fórnfýsi hans fyrir flokkinn. Svona manni má sko treysta - ég kýs hann. Ég held reyndar að svona fólk hugsi ekki - gangi bara á mænunni. Margur ætlar mann af sér Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki áttað sig á, að þorri kjósenda úr öllum flokkum veit það sem þeir vita ekki, að lausir plasttappar kvelja og drepa tugi þúsunda fugla og sjávardýra á hverju degi um allan heim. Það er mannúð og dýravernd að vila stöðva þær kvalir og dráp. Upphlaup og æsingur meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins segir lítið um kjósendur, en það segir grátlega mikið um þingflokkinn og vanmat hans á fulltrúum á landsfundi. Það er nánast hægt að dagsetja hvenær tjaldið var dregið frá leiksviði flokksins og innra ástand hans og vanhæfi meirihluta þingflokksins blasti við öllum almenningi. Sá meirihluti og foringjar hans bera mesta ábyrgð á fylgishruni, volæði og eymd flokksins í dag. Það er svo kaldhæðni örlaganna, að þau, sem hófu skollaleikinn híma nú álengdar í almennum stæðum, og spyrja eins Jón Hreggviðsson „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Slæmar afleiðingar af atburðarásinni, sem skammsýnir framagosar ýttu í gang verða ekki lagfærðar með 4 tíma lélegri sýningu á hálfvitahætti og skrækjandi aularæðum í Alþingi. Það háttalag sæmir engum, ekki einu sinni þeim lánlausu fúskurum, sem nú ráða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er rafiðnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi fólks hefur hneykslast á kynningarfundi sjálfstæðismanna á þingflokki sínum og hæfi hans að fjalla um veigamikil mál. Kynningin fór fram með sýnikennslu í þingsal Alþingis. Sýningarefnið á fundinum var umræður um andúð þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því spellvirki að hafa plasttappa fasta við fernur og flöskur. Sýningin stóð yfir í fjóra og hálfan tíma. Sagt er að þessi sýning Sjálfstæðismanna hafi verið sett upp í þeim tilgangi að tefja störf þingsins. Ég held að það sé ekki aðal ástæðan heldur sé aðal ástæðan komandi landsfundur. Á landsfundi er kosið í áhrifastöður og embætti flokksins. Til að ná árangri í þeirri keppni þurfa keppendur að vera vel séðir af þeim sem þar kjósa. Það er held ég aðal ástæðan fyrir sýningunni. Þingmenn flokksins álíta sig þekkja sitt fólk og hvað því þykir best á milli tannanna, því var tappaumræðan á Alþingi fyrir kjósendur á landsfundi til að auðvelda þeim að gera upp hug sinn. Helsti talsmaður málsins J.P. Zimsen fullyrti að áfastir tappar ykju álag á sjúkrahús landsins og ef Tappafólkið næði meirihluta í höfuðborginni þá ætlaði hann að flytja í tjald í Kópavogi. Vá maður, hugsið ykkur fórnfýsi hans fyrir flokkinn. Svona manni má sko treysta - ég kýs hann. Ég held reyndar að svona fólk hugsi ekki - gangi bara á mænunni. Margur ætlar mann af sér Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki áttað sig á, að þorri kjósenda úr öllum flokkum veit það sem þeir vita ekki, að lausir plasttappar kvelja og drepa tugi þúsunda fugla og sjávardýra á hverju degi um allan heim. Það er mannúð og dýravernd að vila stöðva þær kvalir og dráp. Upphlaup og æsingur meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins segir lítið um kjósendur, en það segir grátlega mikið um þingflokkinn og vanmat hans á fulltrúum á landsfundi. Það er nánast hægt að dagsetja hvenær tjaldið var dregið frá leiksviði flokksins og innra ástand hans og vanhæfi meirihluta þingflokksins blasti við öllum almenningi. Sá meirihluti og foringjar hans bera mesta ábyrgð á fylgishruni, volæði og eymd flokksins í dag. Það er svo kaldhæðni örlaganna, að þau, sem hófu skollaleikinn híma nú álengdar í almennum stæðum, og spyrja eins Jón Hreggviðsson „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Slæmar afleiðingar af atburðarásinni, sem skammsýnir framagosar ýttu í gang verða ekki lagfærðar með 4 tíma lélegri sýningu á hálfvitahætti og skrækjandi aularæðum í Alþingi. Það háttalag sæmir engum, ekki einu sinni þeim lánlausu fúskurum, sem nú ráða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er rafiðnaðarmaður
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar