„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 15:02 Kúm sem þessum gæti fækkað verði tollar á pitsaost með jurtaolíu felldir niður, að sögn framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. Á föstudag var greint frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á mótu hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Íslensk framleiðsla færð úr landi Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir málið í raun og veru snúast um það að með breytingu á tollaflokkun sé verið að færa innlenda mjólkurframleiðslu úr landi. „Með því að opna fyrir þann möguleika að mjólkurostar, sem eru skilgreindir sem jurtaostar, beri ekki toll. Þetta þýðir náttúrulega líka það að þetta skekkir samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu verulega.“ Jafnvirði tíu kúabúa Margrét Ágústa segir að um verulegan innflutning mjólkur sé að ræða, um það bil þrjár milljónir mjólkurlítra. Til samanburðar nemi það um það bil framleiðslu tíu 300 þúsund lítra kúabú. Það þýði einfaldlega það að mjólkurbúum geti fækkað. Það ógni fæðuöryggi þjóðarinnar enda viljum við ekki vera öðrum háð varðandi matvælaframleiðslu. „Til lengri tíma litið er þetta auðvitað líka byggðamál, varðandi byggðafestu, varðandi tekjustofna sveitarfélaga. Þetta skekkir líka samkeppnisstöðuna alveg gríðarlega. Þetta er raunverulega hættan. Þetta þýðir það að bændum getur fækkað.“ Óttast frekari áhrif Margrét Ágústa óttast að með breytingunni sé verið að opna á fleiri breytingar. „Hvernig má það vera að áttatíu, níutíu prósent mjólkurostur geti talist jurtaostur ef það er búið að strá einhverju jurtakryddi yfir?“ Þetta gæti átt við aðrar landbúnaðarvörur síðarmeir. Nauðsynlegt sé að bregðast við og jafna samkeppnisstöðuna með einhverjum hætti. „Kúabændur eru, ásamt okkur, verulega uggandi yfir því að þetta eigi að ganga fram. Það er reynt að gera þetta eins og þetta sé í skjóli einhverra alþjóðlegra skuldbindinga, sem við erum bara ekkert bundin af. Þetta er ekkert annað en hápólitísk ákvörðun. Þá hugsar maður; hvern er verið að verja þarna? Það er verið að verja innflytjendur, heildsala og stórkaupmenn.“ Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Landbúnaður Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á mótu hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Íslensk framleiðsla færð úr landi Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir málið í raun og veru snúast um það að með breytingu á tollaflokkun sé verið að færa innlenda mjólkurframleiðslu úr landi. „Með því að opna fyrir þann möguleika að mjólkurostar, sem eru skilgreindir sem jurtaostar, beri ekki toll. Þetta þýðir náttúrulega líka það að þetta skekkir samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu verulega.“ Jafnvirði tíu kúabúa Margrét Ágústa segir að um verulegan innflutning mjólkur sé að ræða, um það bil þrjár milljónir mjólkurlítra. Til samanburðar nemi það um það bil framleiðslu tíu 300 þúsund lítra kúabú. Það þýði einfaldlega það að mjólkurbúum geti fækkað. Það ógni fæðuöryggi þjóðarinnar enda viljum við ekki vera öðrum háð varðandi matvælaframleiðslu. „Til lengri tíma litið er þetta auðvitað líka byggðamál, varðandi byggðafestu, varðandi tekjustofna sveitarfélaga. Þetta skekkir líka samkeppnisstöðuna alveg gríðarlega. Þetta er raunverulega hættan. Þetta þýðir það að bændum getur fækkað.“ Óttast frekari áhrif Margrét Ágústa óttast að með breytingunni sé verið að opna á fleiri breytingar. „Hvernig má það vera að áttatíu, níutíu prósent mjólkurostur geti talist jurtaostur ef það er búið að strá einhverju jurtakryddi yfir?“ Þetta gæti átt við aðrar landbúnaðarvörur síðarmeir. Nauðsynlegt sé að bregðast við og jafna samkeppnisstöðuna með einhverjum hætti. „Kúabændur eru, ásamt okkur, verulega uggandi yfir því að þetta eigi að ganga fram. Það er reynt að gera þetta eins og þetta sé í skjóli einhverra alþjóðlegra skuldbindinga, sem við erum bara ekkert bundin af. Þetta er ekkert annað en hápólitísk ákvörðun. Þá hugsar maður; hvern er verið að verja þarna? Það er verið að verja innflytjendur, heildsala og stórkaupmenn.“
Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Landbúnaður Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira