Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2025 17:30 Við vitum að góð þjónusta skiptir sköpum, á sama hátt og fátt er meira ergjandi en slæm þjónusta. Það er því sérstakleglega ánægjulegt að sjá að Garðbæingar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt og þá þjónustu sem við veitum. Þetta kemur skýrt fram í þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2024. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins, gera samanburð þeirra á milli og fylgjast með breytingum frá fyrri mælingum. Við stöndum vel að vígi í þessum samanburði. Við leggjum áherslu á að mæta væntingum íbúa um þjónustu í ört stækkandi bæjarfélagi. Það skiptir nefnilega máli að geta haft samband við sveitarfélagið og fengið skjót svör, að sorphirða gangi hnökralaust fyrir sig og að leik- og grunnskólar uppfylli væntingar íbúa. Litlu hlutirnir og stóru – þeir skipta máli. Skólarnir okkar: Öflug leik- og grunnskólaþjónusta Garðabær er meðal hæstu sveitarfélaga í ánægju með leikskólaþjónustu og bætir sig á milli ára. Þetta sýnir að umfangsmiklar breytingar á leikskólaumhverfinu síðastliðinn vetur hafa skilað sér vel og að Garðabæjarleiðin er að virka. Mikil ánægja með leikskóla helgast líka af því að í Garðabæ komast börn fyrr inn í leikskóla en víðast hvar annars staðar. Garðabær skorar hæst í ánægju með grunnskólaþjónustu meðal stærstu sveitarfélaganna. Þetta gefur til kynna að við höfum náð að viðhalda fagmennsku í síbreytilegu skólaumhverfi ásamt því að bæta skólahúsnæði markvisst. Það ætti því ekki að koma á óvart að Garðbæingar eru einnig almennt ánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur og við stöndum þar fremst meðal stærstu sveitarfélaganna. Umhverfið, náttúran og sorphirða Menningarmálin eru í góðum og blómlegum farvegi. Garðbæingar eru ánægðir með umhverfi sitt, og skyldi engan undra. Hér er stutt í alla áttir í náttúruna og auðvelt að komast hjólandi, gangandi og keyrandi leiðar sinnar. Þeir eru ánægðastir með skipulagsmálin af stærstu sveitarfélögunum. Garðbæingar eru ánægðir með sorphirðuna, en við sjáum tækifæri til að bæta hana enn frekar. Tækifærin til úrbóta Það er mikilvægt að bregðast vel við þegar okkur er bent á hluti sem betur mættu fara. Við tökum ábendingum um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu alvarlega og höfum verið í mikilli vinnu við að rýna þjónustuna nánar og móta aðgerðir til að bæta úr. Það er okkur líka kappsmál að bæta þjónustu við eldri borgara . Á heildina litið er þó ánægjuefni að notendur þjónustunnar eru ánægðari en þeir sem ekki hafa nýtt sér þjónustuna. Það segir okkur að við erum að gera vel á borði, en ekki bara í orði. Verkefninu lýkur aldrei Góð þjónusta er samvinnuverkefni allra sem koma að. Starfsfólk Garðabæjar á heiður skilinn fyrir sína framgöngu, Íbúar bæjarins kunna vel að meta þeirra daglegu störf sem er afar gleðilegt. Ánægja íbúa endurspeglar líka jákvæð viðbrögð við stefnu og áherslum sveitarfélagsins. Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu og við ætlum að halda áfram að þróa hana í takt við þarfir bæjarbúa. Við stoppum ekki hér, heldur stefnum á stöðugar umbætur. Það er okkur hvatning að íbúar Garðabæjar séu þeir ánægðustu með þjónustu síns sveitarfélags. Við ætlum okkur að standa undir því trausti áfram og erum meðvituð um að það gerist ekki af sjálfu sér. Við verðum áfram til þjónustu reiðubúin. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Við vitum að góð þjónusta skiptir sköpum, á sama hátt og fátt er meira ergjandi en slæm þjónusta. Það er því sérstakleglega ánægjulegt að sjá að Garðbæingar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt og þá þjónustu sem við veitum. Þetta kemur skýrt fram í þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2024. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins, gera samanburð þeirra á milli og fylgjast með breytingum frá fyrri mælingum. Við stöndum vel að vígi í þessum samanburði. Við leggjum áherslu á að mæta væntingum íbúa um þjónustu í ört stækkandi bæjarfélagi. Það skiptir nefnilega máli að geta haft samband við sveitarfélagið og fengið skjót svör, að sorphirða gangi hnökralaust fyrir sig og að leik- og grunnskólar uppfylli væntingar íbúa. Litlu hlutirnir og stóru – þeir skipta máli. Skólarnir okkar: Öflug leik- og grunnskólaþjónusta Garðabær er meðal hæstu sveitarfélaga í ánægju með leikskólaþjónustu og bætir sig á milli ára. Þetta sýnir að umfangsmiklar breytingar á leikskólaumhverfinu síðastliðinn vetur hafa skilað sér vel og að Garðabæjarleiðin er að virka. Mikil ánægja með leikskóla helgast líka af því að í Garðabæ komast börn fyrr inn í leikskóla en víðast hvar annars staðar. Garðabær skorar hæst í ánægju með grunnskólaþjónustu meðal stærstu sveitarfélaganna. Þetta gefur til kynna að við höfum náð að viðhalda fagmennsku í síbreytilegu skólaumhverfi ásamt því að bæta skólahúsnæði markvisst. Það ætti því ekki að koma á óvart að Garðbæingar eru einnig almennt ánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur og við stöndum þar fremst meðal stærstu sveitarfélaganna. Umhverfið, náttúran og sorphirða Menningarmálin eru í góðum og blómlegum farvegi. Garðbæingar eru ánægðir með umhverfi sitt, og skyldi engan undra. Hér er stutt í alla áttir í náttúruna og auðvelt að komast hjólandi, gangandi og keyrandi leiðar sinnar. Þeir eru ánægðastir með skipulagsmálin af stærstu sveitarfélögunum. Garðbæingar eru ánægðir með sorphirðuna, en við sjáum tækifæri til að bæta hana enn frekar. Tækifærin til úrbóta Það er mikilvægt að bregðast vel við þegar okkur er bent á hluti sem betur mættu fara. Við tökum ábendingum um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu alvarlega og höfum verið í mikilli vinnu við að rýna þjónustuna nánar og móta aðgerðir til að bæta úr. Það er okkur líka kappsmál að bæta þjónustu við eldri borgara . Á heildina litið er þó ánægjuefni að notendur þjónustunnar eru ánægðari en þeir sem ekki hafa nýtt sér þjónustuna. Það segir okkur að við erum að gera vel á borði, en ekki bara í orði. Verkefninu lýkur aldrei Góð þjónusta er samvinnuverkefni allra sem koma að. Starfsfólk Garðabæjar á heiður skilinn fyrir sína framgöngu, Íbúar bæjarins kunna vel að meta þeirra daglegu störf sem er afar gleðilegt. Ánægja íbúa endurspeglar líka jákvæð viðbrögð við stefnu og áherslum sveitarfélagsins. Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu og við ætlum að halda áfram að þróa hana í takt við þarfir bæjarbúa. Við stoppum ekki hér, heldur stefnum á stöðugar umbætur. Það er okkur hvatning að íbúar Garðabæjar séu þeir ánægðustu með þjónustu síns sveitarfélags. Við ætlum okkur að standa undir því trausti áfram og erum meðvituð um að það gerist ekki af sjálfu sér. Við verðum áfram til þjónustu reiðubúin. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar