Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 11:31 „Ég bið fyrir verðbólgu á hverjum degi, stíg sérstakan verðbólgudans … því þegar verðbólgan hækkar hratt getum við aukið álagninguna.“ Eitthvað á þessa vegu mæltist bandarískum forstjóra fyrir nokkrum árum og opinberaði þar sannleik sem sjaldan er færður í orð, en allir þekkja: verðbólgutímar geta verið gullöld fyrir fyrirtæki. Þetta á ekki síst við um þau fyrirtæki sem geta nýtt sér fákeppni. Þegar neytendur venjast sífelldum verðhækkunum geta fyrirtæki auðveldlega velt öllum kostnaðarhækkunum út í verðlag og jafnvel aukið álagninguna á sama tíma. Réttlætingar er vart þörf, því á verðbólgutímum færast mörkin til og fólk hættir að átta sig á því hvert raunverulegt verð ætti að vera. Þessi veruleiki er Íslendingum vel kunnur. Sögulegur hagnaður í og eftir heimsfaraldur Verðbólguárin 2021–2023 voru í grunninn sérstaklega hagstæð fyrir íslensk fyrirtæki. Árið 2019 nam hagnaður fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu 6% af tekjum þeirra, en árið 2021 hafði þetta hlutfall rúmlega tvöfaldast í 13% og hefur haldist hátt síðan. Þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir stórjókst gróði fyrirtækja og fór úr 265 milljörðum árið 2019 í 741 milljarð árið 2022. Þótt hagnaðurinn hefði ekki verið jafnmikill árið eftir þá voru 536 milljarðarnir sem fyrirtæki rökuðu til sín árið 2023 samt um tvöfaldur hagnaður ársins 2019. Þetta er ekki eðlilegur vöxtur sem á rætur í dugnaði og útsjónarsemi, þetta er gróðastarfsemi á verðbólgutímum sem við borgum öll fyrir úr eigin vasa. Hefðu fyrirtækin slegið af hinum miklu arðsemiskröfum sínum hefði verðbólgan orðið lægri en raun bar vitni. Það þýðir jafnframt að ekki hefði verið ástæða til að hækka vexti upp úr öllu valdi með gríðarlegum tilkostnaði fyrir heimili í landinu. Heimilin borga sum sé gróða fyrirtækjanna ekki aðeins í gegnum hærra vöruverð, heldur líka í gegnum háa vexti og þar með húsnæðiskostnað sem er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þá eru ónefndir allir skattarnir sem við greiðum beint til að mæta miklum vaxtakostnaði ríkissjóðs. Fyrirtækin áttu að halda aftur af verðhækkunum Fyrir ári síðan, að undangengnum öllum þessum fyrirtækjagróða, féllst launafólk á almennum markaði á kjarasamninga sem kváðu í grunninn á um launahækkanir sem voru lægri en verðbólga. Hugmyndin var sú að laun venjulegs fólks væru meginóvissuþátturinn varðandi verðbólguna og ef launahækkanir yrðu afar hóflegar gætu fyrirtæki haldið aftur af verðhækkunum sem aftur myndi skapa forsendur fyrir lægri verðbólgu og vöxtum. Þetta var óþægilega einföld hugmynd um orsakir og samsetningu verðbólgu, en það var engu að síður skýrt að fyrirtækin yrðu að halda aftur af verðhækkunum ef þetta samkomulag átti að ganga eftir. Og hvað hefur gerst? Þurfti að hækka tómatana um 63% í febrúar? Nú er óvíst hvort einhver tók að sér að dansa verðbólgudansinn, en í aðdraganda jóla steig forsvarsfólk nokkurra verslana og fyrirtækja fram og boðaði verðhækkanir í svo samstilltum kór að Samkeppniseftirlitið sá sig knúið til að benda á að slíkar yfirlýsingar gætu stuðlað að samhæfðum verðhækkunum, með öðrum orðum verðsamráði fyrir opnum tjöldum. Eftir því sem heimildir úr matvöruverslun herma þá brugðust heildsalar þegar í stað við merkjasendingunum og hækkuðu verð á mörgum vörum, jafnvel um tugi prósenta. Smásalan fylgdi á eftir. Verðhækkanirnar voru því nánast eins fyrirsjáanlegar og sjálf áramótin. Samkvæmt nýjustu úttekt verðlagseftirlits ASÍ hækkuðu tómatar í lausu um 63% milli janúar og febrúar í Bónus. Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni hefur hækkað um 5–14% frá janúar og ferskt kjúklingakjöt hefur einnig hækkað verulega. Það verður sífellt dýrara að borða. Ekki sér fyrir endann á þessu og nú hafa bæði Festi og Hagar tilkynnt um að hagnaður þeirra hafi aukist milli ára 2023 og 2024, á einmitt sama tíma og öllum var gert að leggjast á árarnar við að ná verðbólgunni niður. Hver á að sýna hófsemi? Á meðan launafólk er sífellt beðið um að sýna ábyrgð og hófsemi, er atvinnulífið hvorki gagnrýnt né krafið um að slá af eigin gróða. Þetta er eins og að tveir aðilar semji um að fara hægt yfir en annar aðilinn er settur í hlekki á meðan hinn fær að valsa frjáls og stýra sínum eigin hraða. Launafólk er fast inni í samningum til fjögurra ára en fyrirtækin geta hagað álagningu sinni eins og þeim sýnist. Samtök atvinnulífsins hafa varpað frá sér allri ábyrgð með þeirri fullyrðingu að þau geti ekki skipt sér af verðlagi þar sem það gæti varðað við samkeppnislög, sem er talsverð afbökun á veruleikanum. Fyrirtæki sem bjuggu við sögulegt góðæri á sama tíma og fólk saup seyðið af verðbólgunni verða að axla ábyrgð ef núverandi kjarasamningar eiga að halda. Af hverju eiga heimilin og launafólk alltaf að borga brúsann? Hvers vegna ættu stór fyrirtæki að fá að dansa í gegnum verðbólguna með aukinn hagnað á meðan venjulegt fólk er krafið um aðhald? Ef fyrirtækin ætla ekki að sýna samfélagslega ábyrgð sjálf með því að halda aftur af hagnaðarsókn, þá er ljóst að svona kjarasamninga verður aldrei hægt að gera aftur. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
„Ég bið fyrir verðbólgu á hverjum degi, stíg sérstakan verðbólgudans … því þegar verðbólgan hækkar hratt getum við aukið álagninguna.“ Eitthvað á þessa vegu mæltist bandarískum forstjóra fyrir nokkrum árum og opinberaði þar sannleik sem sjaldan er færður í orð, en allir þekkja: verðbólgutímar geta verið gullöld fyrir fyrirtæki. Þetta á ekki síst við um þau fyrirtæki sem geta nýtt sér fákeppni. Þegar neytendur venjast sífelldum verðhækkunum geta fyrirtæki auðveldlega velt öllum kostnaðarhækkunum út í verðlag og jafnvel aukið álagninguna á sama tíma. Réttlætingar er vart þörf, því á verðbólgutímum færast mörkin til og fólk hættir að átta sig á því hvert raunverulegt verð ætti að vera. Þessi veruleiki er Íslendingum vel kunnur. Sögulegur hagnaður í og eftir heimsfaraldur Verðbólguárin 2021–2023 voru í grunninn sérstaklega hagstæð fyrir íslensk fyrirtæki. Árið 2019 nam hagnaður fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu 6% af tekjum þeirra, en árið 2021 hafði þetta hlutfall rúmlega tvöfaldast í 13% og hefur haldist hátt síðan. Þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir stórjókst gróði fyrirtækja og fór úr 265 milljörðum árið 2019 í 741 milljarð árið 2022. Þótt hagnaðurinn hefði ekki verið jafnmikill árið eftir þá voru 536 milljarðarnir sem fyrirtæki rökuðu til sín árið 2023 samt um tvöfaldur hagnaður ársins 2019. Þetta er ekki eðlilegur vöxtur sem á rætur í dugnaði og útsjónarsemi, þetta er gróðastarfsemi á verðbólgutímum sem við borgum öll fyrir úr eigin vasa. Hefðu fyrirtækin slegið af hinum miklu arðsemiskröfum sínum hefði verðbólgan orðið lægri en raun bar vitni. Það þýðir jafnframt að ekki hefði verið ástæða til að hækka vexti upp úr öllu valdi með gríðarlegum tilkostnaði fyrir heimili í landinu. Heimilin borga sum sé gróða fyrirtækjanna ekki aðeins í gegnum hærra vöruverð, heldur líka í gegnum háa vexti og þar með húsnæðiskostnað sem er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þá eru ónefndir allir skattarnir sem við greiðum beint til að mæta miklum vaxtakostnaði ríkissjóðs. Fyrirtækin áttu að halda aftur af verðhækkunum Fyrir ári síðan, að undangengnum öllum þessum fyrirtækjagróða, féllst launafólk á almennum markaði á kjarasamninga sem kváðu í grunninn á um launahækkanir sem voru lægri en verðbólga. Hugmyndin var sú að laun venjulegs fólks væru meginóvissuþátturinn varðandi verðbólguna og ef launahækkanir yrðu afar hóflegar gætu fyrirtæki haldið aftur af verðhækkunum sem aftur myndi skapa forsendur fyrir lægri verðbólgu og vöxtum. Þetta var óþægilega einföld hugmynd um orsakir og samsetningu verðbólgu, en það var engu að síður skýrt að fyrirtækin yrðu að halda aftur af verðhækkunum ef þetta samkomulag átti að ganga eftir. Og hvað hefur gerst? Þurfti að hækka tómatana um 63% í febrúar? Nú er óvíst hvort einhver tók að sér að dansa verðbólgudansinn, en í aðdraganda jóla steig forsvarsfólk nokkurra verslana og fyrirtækja fram og boðaði verðhækkanir í svo samstilltum kór að Samkeppniseftirlitið sá sig knúið til að benda á að slíkar yfirlýsingar gætu stuðlað að samhæfðum verðhækkunum, með öðrum orðum verðsamráði fyrir opnum tjöldum. Eftir því sem heimildir úr matvöruverslun herma þá brugðust heildsalar þegar í stað við merkjasendingunum og hækkuðu verð á mörgum vörum, jafnvel um tugi prósenta. Smásalan fylgdi á eftir. Verðhækkanirnar voru því nánast eins fyrirsjáanlegar og sjálf áramótin. Samkvæmt nýjustu úttekt verðlagseftirlits ASÍ hækkuðu tómatar í lausu um 63% milli janúar og febrúar í Bónus. Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni hefur hækkað um 5–14% frá janúar og ferskt kjúklingakjöt hefur einnig hækkað verulega. Það verður sífellt dýrara að borða. Ekki sér fyrir endann á þessu og nú hafa bæði Festi og Hagar tilkynnt um að hagnaður þeirra hafi aukist milli ára 2023 og 2024, á einmitt sama tíma og öllum var gert að leggjast á árarnar við að ná verðbólgunni niður. Hver á að sýna hófsemi? Á meðan launafólk er sífellt beðið um að sýna ábyrgð og hófsemi, er atvinnulífið hvorki gagnrýnt né krafið um að slá af eigin gróða. Þetta er eins og að tveir aðilar semji um að fara hægt yfir en annar aðilinn er settur í hlekki á meðan hinn fær að valsa frjáls og stýra sínum eigin hraða. Launafólk er fast inni í samningum til fjögurra ára en fyrirtækin geta hagað álagningu sinni eins og þeim sýnist. Samtök atvinnulífsins hafa varpað frá sér allri ábyrgð með þeirri fullyrðingu að þau geti ekki skipt sér af verðlagi þar sem það gæti varðað við samkeppnislög, sem er talsverð afbökun á veruleikanum. Fyrirtæki sem bjuggu við sögulegt góðæri á sama tíma og fólk saup seyðið af verðbólgunni verða að axla ábyrgð ef núverandi kjarasamningar eiga að halda. Af hverju eiga heimilin og launafólk alltaf að borga brúsann? Hvers vegna ættu stór fyrirtæki að fá að dansa í gegnum verðbólguna með aukinn hagnað á meðan venjulegt fólk er krafið um aðhald? Ef fyrirtækin ætla ekki að sýna samfélagslega ábyrgð sjálf með því að halda aftur af hagnaðarsókn, þá er ljóst að svona kjarasamninga verður aldrei hægt að gera aftur. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun