Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2025 08:54 Javier Milei, forseti Argentínu, á í vök að verjast eftir að hann auglýsti rafmynt sem hrundi í verði rétt á eftir. AP/Ennio Leanza/Keystone Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Argentínu hóta því að kæra Javier Milei, forseta, fyrir embættisglöp eftir að hann auglýsti rafmynt á samfélagsmiðli. Rafmyntin hrundi í verði skömmu síðar. Rafmyntin $LIBRA var ekki mörgum kunn þegar Milei mælti með henni í færslu á samfélagsmiðlinum X seint á föstudag. Milei sagði að henni væri ætlað að örva hagvöxt með því að fjármagna lítil fyirtæki og sprotafyrirtæki. Gengi rafmyntarinnar rauk upp í hátt í fimm dollara á hverja mynt en hrundi svo undir einn dollara innan nokkurra klukkustunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjárfestar sem höfðu keypt rafmyntina töpuðu þá milljónum dollara. Sérfræðingar í rafmyntum telja mögulega að um dæmigert markaðsmisnotkunarmál sé að ræða þar sem stofnendur rafmyntar sannfæra aðra um að kaupa en selja svo sjálfir þegar verðið hækkar. Myntin verði svo verðlaus í kjölfarið. Hópur lögfræðinga lagði fram kæru á hendur Milei fyrir fjársvik fyrir sakadómi í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Hitti stofnendur rafmyntarinnar nýlega Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt yfir framferði frjálshyggjumannsins Milei. Leandro Santoro, einn þingmanna hennar, sagði hneykslið vandræðalegt fyrir Argentínu á alþjóðavísu. Það krefðist þess að þingið hæfi rannsókn á forsetanum fyrir embættisglöp. Stjórnarandstaðan hefur þó ekki nægan þingstyrk til þess að sakfella Milei og víkja honum úr embætti. Milei eyddi síðar færslu sinni. Hann sagðist ekki hafa nein tengsl við rafmyntina og að hann hefði fjarlægt færsluna þegar honum var sagt frá aðstæðum. Einn fulltrúa fyrirtækisins sem þróaði rafmyntina kenndi Milei um að hafa valdið hruni rafmyntarinnar með því að draga stuðning sinn við hana til baka, þvert á gefin loforð. AP-fréttastofan segir að skrifstofa forsetaembættisins hafi viðurkennt að Milei og fleiri í ríkisstjórn hans hefði nýlega hitt fulltrúa rafmyntarinnar á skrifstofu forsetans. Sérstök rannsóknarstofnun gegn spillingu muni rannsaka hvort þeir hafi framið lögbrot. Argentína Rafmyntir Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rafmyntin $LIBRA var ekki mörgum kunn þegar Milei mælti með henni í færslu á samfélagsmiðlinum X seint á föstudag. Milei sagði að henni væri ætlað að örva hagvöxt með því að fjármagna lítil fyirtæki og sprotafyrirtæki. Gengi rafmyntarinnar rauk upp í hátt í fimm dollara á hverja mynt en hrundi svo undir einn dollara innan nokkurra klukkustunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjárfestar sem höfðu keypt rafmyntina töpuðu þá milljónum dollara. Sérfræðingar í rafmyntum telja mögulega að um dæmigert markaðsmisnotkunarmál sé að ræða þar sem stofnendur rafmyntar sannfæra aðra um að kaupa en selja svo sjálfir þegar verðið hækkar. Myntin verði svo verðlaus í kjölfarið. Hópur lögfræðinga lagði fram kæru á hendur Milei fyrir fjársvik fyrir sakadómi í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Hitti stofnendur rafmyntarinnar nýlega Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt yfir framferði frjálshyggjumannsins Milei. Leandro Santoro, einn þingmanna hennar, sagði hneykslið vandræðalegt fyrir Argentínu á alþjóðavísu. Það krefðist þess að þingið hæfi rannsókn á forsetanum fyrir embættisglöp. Stjórnarandstaðan hefur þó ekki nægan þingstyrk til þess að sakfella Milei og víkja honum úr embætti. Milei eyddi síðar færslu sinni. Hann sagðist ekki hafa nein tengsl við rafmyntina og að hann hefði fjarlægt færsluna þegar honum var sagt frá aðstæðum. Einn fulltrúa fyrirtækisins sem þróaði rafmyntina kenndi Milei um að hafa valdið hruni rafmyntarinnar með því að draga stuðning sinn við hana til baka, þvert á gefin loforð. AP-fréttastofan segir að skrifstofa forsetaembættisins hafi viðurkennt að Milei og fleiri í ríkisstjórn hans hefði nýlega hitt fulltrúa rafmyntarinnar á skrifstofu forsetans. Sérstök rannsóknarstofnun gegn spillingu muni rannsaka hvort þeir hafi framið lögbrot.
Argentína Rafmyntir Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira