Almenningur fær forgang og lægsta verðið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 18:10 Almenningur fær forgang í sölu á Íslandsbanka. Vísir Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að salan á þeim 42,5 prósentum sem ríkið á í Íslandsbanka fari fram með útboði. Almenningur hefur forgang, samkvæmt lögum sem samþykkt voru síðasta sumar, og eiga að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi verði viðhaft. Þá hafa verið lögð fram frumvarpsdrög í samráðsgátt um að bæta þriðju tilboðsbókinni við, tilboðsbók C. Sú tilboðsbók sé fyrir fagfjárfesta og tekið yrði við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljóna króna. Aðeins einstaklingar mega gera tilboð í tilboðsbók A fyrir að lágmarki tuttugu milljónir króna. Tilboðsbók B er fyrir lögaðila og almenning þar sem tilboðið þarf að vera að lágmarki tvær milljónir króna. Í tilkynningunni stendur að með því að bæta við þriðju tilboðsbókinni sé þátttaka allra fjárfestahópa tryggð. Stjórn Arion banka lýsti því yfir fyrr í dag að þau hefðu áhuga á að sameina bankana tvo. Bréf þess efnis var sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Tilboðsbækurnar eru eftirfarandi: Tilboðsbók A: Aðeins einstaklingum er heimilt að gera tilboð í tilboðsbók A, fyrir allt að 20 milljónir króna Gengið í tilboðsbók A verður á föstu verði. Verð miðast við meðalverð hlutabréfa í Íslandsbanka hf. síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar, eða síðasta dagslokagengi, með allt að 5% afslætti. Úthlutanir í A-bók verða ekki skertar vegna hinna tilboðsbókanna, en komi til skerðingar, verður það gert hlutfallslega. Þannig verður almenningi tryggt lægsta verð og forgang við úthlutun. Tilboðsbók B: Lögaðilar og almenningur geta boðið í hluti í bankanum í tilboðsbók B. Þar er lágmarkskaupverð 2 milljónir króna. Úthlutun er á grundvelli verðs en verðmyndun fer fram með jafnvægisútboði samkvæmt aðferðafræði sem jafnan er kennd við Holland. Verðið má þó aldrei verða lægra en verð A-bókarinnar. Þar sem úthlutun verður á grundvelli verðs en verðið mun þó aldrei fara niður fyrir fast verð A-bókarinnar. Úthlutanir til tilboðsbókar B verða ekki skertar vegna tilboðsbókar C. Tilboðsbók C: Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljónir króna, í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að salan á þeim 42,5 prósentum sem ríkið á í Íslandsbanka fari fram með útboði. Almenningur hefur forgang, samkvæmt lögum sem samþykkt voru síðasta sumar, og eiga að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi verði viðhaft. Þá hafa verið lögð fram frumvarpsdrög í samráðsgátt um að bæta þriðju tilboðsbókinni við, tilboðsbók C. Sú tilboðsbók sé fyrir fagfjárfesta og tekið yrði við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljóna króna. Aðeins einstaklingar mega gera tilboð í tilboðsbók A fyrir að lágmarki tuttugu milljónir króna. Tilboðsbók B er fyrir lögaðila og almenning þar sem tilboðið þarf að vera að lágmarki tvær milljónir króna. Í tilkynningunni stendur að með því að bæta við þriðju tilboðsbókinni sé þátttaka allra fjárfestahópa tryggð. Stjórn Arion banka lýsti því yfir fyrr í dag að þau hefðu áhuga á að sameina bankana tvo. Bréf þess efnis var sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Tilboðsbækurnar eru eftirfarandi: Tilboðsbók A: Aðeins einstaklingum er heimilt að gera tilboð í tilboðsbók A, fyrir allt að 20 milljónir króna Gengið í tilboðsbók A verður á föstu verði. Verð miðast við meðalverð hlutabréfa í Íslandsbanka hf. síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar, eða síðasta dagslokagengi, með allt að 5% afslætti. Úthlutanir í A-bók verða ekki skertar vegna hinna tilboðsbókanna, en komi til skerðingar, verður það gert hlutfallslega. Þannig verður almenningi tryggt lægsta verð og forgang við úthlutun. Tilboðsbók B: Lögaðilar og almenningur geta boðið í hluti í bankanum í tilboðsbók B. Þar er lágmarkskaupverð 2 milljónir króna. Úthlutun er á grundvelli verðs en verðmyndun fer fram með jafnvægisútboði samkvæmt aðferðafræði sem jafnan er kennd við Holland. Verðið má þó aldrei verða lægra en verð A-bókarinnar. Þar sem úthlutun verður á grundvelli verðs en verðið mun þó aldrei fara niður fyrir fast verð A-bókarinnar. Úthlutanir til tilboðsbókar B verða ekki skertar vegna tilboðsbókar C. Tilboðsbók C: Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum fyrir að lágmarki 300 milljónir króna, í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira