Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:01 Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi. Orrustuna há herskáir riddarar réttlætis, sem með mætti lyklaborðsins vilja velta þessum öskrandi kall uppi í Efra-Breiðholti úr sessi. En þegar á hólminn var komið, var þar hvergi að sjá nein fórnarlömb, enga auðvelda bráð. Bara sterkar konur að stunda íþróttir, að taka pláss, láta í sér heyra og jafnvel setja sinn eigin standard! Fyrr en varði sáu einnig þessir internetkrossfarar að þarna væri jafnvel gott að vera, að í Austurbergi væru yfir 100 iðkendur á aldrinum 4-15 ára. Stelpur sem er verið að valdefla, stelpur sem eiga seinna meir eftir að taka enn meira pláss og láta enn hærra í sér heyra. Stelpur sem vilja breyta aldagömlum kúltúr, stelpur sem vilja auka virði kvenna í íþróttum. Riddararnir, sem töldu sig boðbera þess eina góða í þessum heimi, höfðu mætt ofjarli sínum í húsakynnum Aþenu og sáu að þessi styrjöld yrði ekki unnin nema með hjálp sjálfra herforingjanna: Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. . Með tilkomu Aþenu hefur iðkendafjöldi stúlkna, og þá sérstaklega af erlendum uppruna, tífaldast í Efra-Breiðholti. Hópur sem flokkast sem „viðkvæmur” en er svo sannarlega sterkur andstæðingur, jafnvel fyrir réttlætisriddara sem fela sig bakvið skínandi brynju úr skjám, músum og lyklaborðum.. Undirrituð er Breiðhyltingur í húð og hár, alin af einstæðri móður, kjarnakonu sem gerði allt til að veita sínu barni fæði, klæði og húsnæði. Réttindi sem öll börn eiga lifa við. Vitur maður sagði eitt sinn: „Fyrir öll þau forréttindi sem við lifum við, hafa einhverjir þurft að berjast fyrst fyrir réttindum.“ Alveg eins og rauðsokkan hún mamma mín barðist fyrir mínum réttindum þá mun ég halda kyndlinum á lofti fyrir mína stelpu. Í Efra-reiðholti geisar stríð. Andi rauðsokkanna svífur yfir í Austurbergi og þeirra vopn eru ekki nafn- og andlitsleysi, heldur boltar, blokkeringar og bandbrjálað og valdeflandi sjálfstraust. Sjáumst á (víg)vellinum! Höfundur er framkvæmdastýra og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Körfubolti Aþena Reykjavík Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi. Orrustuna há herskáir riddarar réttlætis, sem með mætti lyklaborðsins vilja velta þessum öskrandi kall uppi í Efra-Breiðholti úr sessi. En þegar á hólminn var komið, var þar hvergi að sjá nein fórnarlömb, enga auðvelda bráð. Bara sterkar konur að stunda íþróttir, að taka pláss, láta í sér heyra og jafnvel setja sinn eigin standard! Fyrr en varði sáu einnig þessir internetkrossfarar að þarna væri jafnvel gott að vera, að í Austurbergi væru yfir 100 iðkendur á aldrinum 4-15 ára. Stelpur sem er verið að valdefla, stelpur sem eiga seinna meir eftir að taka enn meira pláss og láta enn hærra í sér heyra. Stelpur sem vilja breyta aldagömlum kúltúr, stelpur sem vilja auka virði kvenna í íþróttum. Riddararnir, sem töldu sig boðbera þess eina góða í þessum heimi, höfðu mætt ofjarli sínum í húsakynnum Aþenu og sáu að þessi styrjöld yrði ekki unnin nema með hjálp sjálfra herforingjanna: Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. . Með tilkomu Aþenu hefur iðkendafjöldi stúlkna, og þá sérstaklega af erlendum uppruna, tífaldast í Efra-Breiðholti. Hópur sem flokkast sem „viðkvæmur” en er svo sannarlega sterkur andstæðingur, jafnvel fyrir réttlætisriddara sem fela sig bakvið skínandi brynju úr skjám, músum og lyklaborðum.. Undirrituð er Breiðhyltingur í húð og hár, alin af einstæðri móður, kjarnakonu sem gerði allt til að veita sínu barni fæði, klæði og húsnæði. Réttindi sem öll börn eiga lifa við. Vitur maður sagði eitt sinn: „Fyrir öll þau forréttindi sem við lifum við, hafa einhverjir þurft að berjast fyrst fyrir réttindum.“ Alveg eins og rauðsokkan hún mamma mín barðist fyrir mínum réttindum þá mun ég halda kyndlinum á lofti fyrir mína stelpu. Í Efra-reiðholti geisar stríð. Andi rauðsokkanna svífur yfir í Austurbergi og þeirra vopn eru ekki nafn- og andlitsleysi, heldur boltar, blokkeringar og bandbrjálað og valdeflandi sjálfstraust. Sjáumst á (víg)vellinum! Höfundur er framkvæmdastýra og fjögurra barna móðir.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar