Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax Árni Stefán Árnason skrifar 14. febrúar 2025 07:31 Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Fyrir rúmum áratug mótmælti ég því í greinargerð til atvinnuveganefndar Alþingis að eftirlit með dýravernd yrði komið fyrir hjá Matvælastofnun. Á það var ekkert hlustað en þá hafði ég lokið 18 mánaða, gríðarlegri vinnu, við rannsóknir á íslenskri dýravernd frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Niðurstaða þeirra rannsóknar, sem birtist í meistararitgerð í lögfræði um dýravernd var að Matvælastofnun og aðrar opinberar stofnanir á undan henni með dýravernd á sinni könnu væru ekki hæfar til að sinna þessu eftirlit. Til skammar er fyrir land og þjóð hvernig íslenskir dýralæknar á vegum eftirlitsstofnana hafa hagað sér í áratugi en ástæðan er einföld, hún er hagsmunatengd og verður ekki rakin hér að öðru leyti en hægt að að lesa um þá rökstuddu niðurstöðu í umræddri ritgerð, Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi, um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Síðan þá hefur það verið marg, marg, marg staðfest að forstjórar MAST og yfirdýralæknar eru ekki starfi sínu vaxnir í dýravernd þó einn þeirra hafi verið verðlaunaður á Bessastöðum fyrir framlag sitt til dýraverndar, sem ég held fram og get rökstutt að ekkert hafi verið í samanburði við marga aðra. - En siðspillingin í pólitík rystir djúpt og alla leið á forsetasetrið og um allar kopagrundir íslenskra stofnana. Þá er ég skrifaði umrædda ritgerð fullyrti ég tvennt og rökstuddi: Að sú svívirðilega framkoma þingsins að svipta almenna borgara kærurétti vegna meints dýraníðs væri árás á stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsið. Brýnt væri að koma opinberri dýravernd fyrir hjá sjálfstæðum aðila, ótengdan ríkinu. Á hvorugt var hlustað og ég reikna ekki með að nú verði hlustað frekar en áður. Niðurstaða Við eru með allt niður um okkur í dýravernd og erum til háborinnar skammar á evrópskan mælikvarða. Eða eins og ég sagði í annari skoðun fyrir einhverjum misserum og stend við í dag: við erum Evrópumeistarar í dýraníði Og hvernig get ég fullyrt það? Blóðmeramálið, hvalamálið og fullt, fullt, fullt af öðrum málum eru vitnisburður um það. - Og ríkisstjórnin þegir! Einkum og sér í lagi sætir það undrun að háværasti lúður dýraverndar á síðustu kjörtímabilum, Inga Sæland, nú ráðherra, minntis ekki orði á dýravernd við kynningu á nýjum stjórnarsáttmála. Líklega fallin í sömu gryfju og aðrir populistar, vill ekki verða óvinsæl, því gagnrýni á dýravernd er til þess fallin að skapa óvinsældir, það veit best sá, sem þetta ritar en er skítsama um. Þannig hætti t.d. fyrrum íslensk alheimsfegurðardrotting afskiptum af dýravernd og er farin að mæla opinberlega með kjötáti, kjöti af þjáðum dýrum. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Dýraheilbrigði Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Fyrir rúmum áratug mótmælti ég því í greinargerð til atvinnuveganefndar Alþingis að eftirlit með dýravernd yrði komið fyrir hjá Matvælastofnun. Á það var ekkert hlustað en þá hafði ég lokið 18 mánaða, gríðarlegri vinnu, við rannsóknir á íslenskri dýravernd frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Niðurstaða þeirra rannsóknar, sem birtist í meistararitgerð í lögfræði um dýravernd var að Matvælastofnun og aðrar opinberar stofnanir á undan henni með dýravernd á sinni könnu væru ekki hæfar til að sinna þessu eftirlit. Til skammar er fyrir land og þjóð hvernig íslenskir dýralæknar á vegum eftirlitsstofnana hafa hagað sér í áratugi en ástæðan er einföld, hún er hagsmunatengd og verður ekki rakin hér að öðru leyti en hægt að að lesa um þá rökstuddu niðurstöðu í umræddri ritgerð, Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi, um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Síðan þá hefur það verið marg, marg, marg staðfest að forstjórar MAST og yfirdýralæknar eru ekki starfi sínu vaxnir í dýravernd þó einn þeirra hafi verið verðlaunaður á Bessastöðum fyrir framlag sitt til dýraverndar, sem ég held fram og get rökstutt að ekkert hafi verið í samanburði við marga aðra. - En siðspillingin í pólitík rystir djúpt og alla leið á forsetasetrið og um allar kopagrundir íslenskra stofnana. Þá er ég skrifaði umrædda ritgerð fullyrti ég tvennt og rökstuddi: Að sú svívirðilega framkoma þingsins að svipta almenna borgara kærurétti vegna meints dýraníðs væri árás á stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsið. Brýnt væri að koma opinberri dýravernd fyrir hjá sjálfstæðum aðila, ótengdan ríkinu. Á hvorugt var hlustað og ég reikna ekki með að nú verði hlustað frekar en áður. Niðurstaða Við eru með allt niður um okkur í dýravernd og erum til háborinnar skammar á evrópskan mælikvarða. Eða eins og ég sagði í annari skoðun fyrir einhverjum misserum og stend við í dag: við erum Evrópumeistarar í dýraníði Og hvernig get ég fullyrt það? Blóðmeramálið, hvalamálið og fullt, fullt, fullt af öðrum málum eru vitnisburður um það. - Og ríkisstjórnin þegir! Einkum og sér í lagi sætir það undrun að háværasti lúður dýraverndar á síðustu kjörtímabilum, Inga Sæland, nú ráðherra, minntis ekki orði á dýravernd við kynningu á nýjum stjórnarsáttmála. Líklega fallin í sömu gryfju og aðrir populistar, vill ekki verða óvinsæl, því gagnrýni á dýravernd er til þess fallin að skapa óvinsældir, það veit best sá, sem þetta ritar en er skítsama um. Þannig hætti t.d. fyrrum íslensk alheimsfegurðardrotting afskiptum af dýravernd og er farin að mæla opinberlega með kjötáti, kjöti af þjáðum dýrum. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar