Faglegt val í stjórnir ríkisfyrirtækja Daði Már Kristófersson skrifar 14. febrúar 2025 09:02 Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis. Til að stuðla að réttlátu og gagnsæju ferli hef ég því sett nýjar reglur fyrir val í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Valferlið verður nú byggt á faglegum forsendum þar sem valnefnd tilnefnir tvo hæfa einstaklinga fyrir hvert stjórnarsæti. Við valið skal sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Ráðherra tekur svo lokaákvörðun og skipar stjórnina. Svipað ferli hefur þegar verið notað við val í stjórnir ríkisbankanna, með góðum árangri. Hvorki starfsmenn né kjörnir fulltrúar skulu sitja í stjórnum Í hinum nýju reglum er sérstök áhersla lögð á óhæði stjórnarmanna gagnvart fyrirtækjum og daglegum stjórnendum þeirra. Mikilvægt er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og því er ákveðið að hvorki starfsfólk fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum eigi sæti í stjórnum ríkisfyrirtækja. Þessi breyting er mikilvægt framfaraskref sem tryggir ábyrga og öfluga stjórnun ríkisfyrirtækja. Ég er sannfærður um að hún muni skila sér í betri árangri og aukinni fagmennsku í rekstri fyrirtækjanna Landsvirkjunar, Landsnets, Rariks, Orkubús Vestfjarða, Íslandspósts, Isavia og Hörpu, og hvet ég fólk, sem telur sig eiga erindi í slíkar stjórnir, til að sækja um. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis. Til að stuðla að réttlátu og gagnsæju ferli hef ég því sett nýjar reglur fyrir val í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Valferlið verður nú byggt á faglegum forsendum þar sem valnefnd tilnefnir tvo hæfa einstaklinga fyrir hvert stjórnarsæti. Við valið skal sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Ráðherra tekur svo lokaákvörðun og skipar stjórnina. Svipað ferli hefur þegar verið notað við val í stjórnir ríkisbankanna, með góðum árangri. Hvorki starfsmenn né kjörnir fulltrúar skulu sitja í stjórnum Í hinum nýju reglum er sérstök áhersla lögð á óhæði stjórnarmanna gagnvart fyrirtækjum og daglegum stjórnendum þeirra. Mikilvægt er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og því er ákveðið að hvorki starfsfólk fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum eigi sæti í stjórnum ríkisfyrirtækja. Þessi breyting er mikilvægt framfaraskref sem tryggir ábyrga og öfluga stjórnun ríkisfyrirtækja. Ég er sannfærður um að hún muni skila sér í betri árangri og aukinni fagmennsku í rekstri fyrirtækjanna Landsvirkjunar, Landsnets, Rariks, Orkubús Vestfjarða, Íslandspósts, Isavia og Hörpu, og hvet ég fólk, sem telur sig eiga erindi í slíkar stjórnir, til að sækja um. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar