Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Aron Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2025 10:32 Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins hleypur inn á völlinn á síðasta stórmóti. Vísir/Vilhelm Uppselt er á úrslitaleik Evrópumóts landsliða karla í handbolta á næsta ári. Úrslitaleikurinn fer fram í Herning í Danmörku. Fjallað er um málið á vef TV 2 í Danmörku þar sem segir í inngangi: „Þú verður að vera fljótur, hluti af sérstökum félagsskap og smá heppinn ef þú ætlar að verða viðstaddur úrslitaleik EM 2026 í Boxen.“ Í fréttinni er rætt er við Jan Kampmann, starfandi formann danska handknattleikssambandsins sem segir frá eftirspurninni á miðum á úrslitaleik mótsins. „Miðasalan hófst á föstudaginn síðastliðinn og allir miðarnir ruku út áður en að helgin rann sitt skeið.“ Danir eiga eitt þeirra liða sem er á heimavelli á mótinu en spilað verður í fjórum löndum. Auk Danmerkur fara leikir á EM fram í Svíþjóð og Noregi. Íslenska landsliðið, þrátt fyrir að vera ekki búið að tryggja sér sæti á mótinu, veit fyrir víst að það mun leika F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð. Danir, sem tryggðu sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð á dögunum, léku á heimavelli í riðlakeppni og milliriðlum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti en á næsta stórmóti munu allir leikir liðsins fara fram á þeirra heimavelli þar sem að undanúrslit og úrslitin verða spiluð í Boxen höllinni í Herning sem tekur um 14.500 manns í sæti á handboltaleikjum. Það ætti þó ekki að vera öll nótt úti enn fyrir stuðningsmenn annarra liða varðandi það að fá miða á úrslitaleikinn. Evrópska handknattleikssambandið fær alltaf einhvern hluta af þeim miðum sem eru í boði á leikina. En ljóst þykir að Danir hafi mikla trú á sínum mönnum fyrir næsta stórmót og það réttilega. Danska vélin, sem karlalandsliðið er, hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið og önnur landslið eiga verk að vinna ætli þau að koma í veg fyrir annað danskt stórmótagull á næsta móti. Svo verður væntanlega eitthvað til af miðum ef Danir finna ekki rétta gírinn og falla úr leik áður en að úrslitaleiknum kemur. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira
Fjallað er um málið á vef TV 2 í Danmörku þar sem segir í inngangi: „Þú verður að vera fljótur, hluti af sérstökum félagsskap og smá heppinn ef þú ætlar að verða viðstaddur úrslitaleik EM 2026 í Boxen.“ Í fréttinni er rætt er við Jan Kampmann, starfandi formann danska handknattleikssambandsins sem segir frá eftirspurninni á miðum á úrslitaleik mótsins. „Miðasalan hófst á föstudaginn síðastliðinn og allir miðarnir ruku út áður en að helgin rann sitt skeið.“ Danir eiga eitt þeirra liða sem er á heimavelli á mótinu en spilað verður í fjórum löndum. Auk Danmerkur fara leikir á EM fram í Svíþjóð og Noregi. Íslenska landsliðið, þrátt fyrir að vera ekki búið að tryggja sér sæti á mótinu, veit fyrir víst að það mun leika F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð. Danir, sem tryggðu sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð á dögunum, léku á heimavelli í riðlakeppni og milliriðlum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti en á næsta stórmóti munu allir leikir liðsins fara fram á þeirra heimavelli þar sem að undanúrslit og úrslitin verða spiluð í Boxen höllinni í Herning sem tekur um 14.500 manns í sæti á handboltaleikjum. Það ætti þó ekki að vera öll nótt úti enn fyrir stuðningsmenn annarra liða varðandi það að fá miða á úrslitaleikinn. Evrópska handknattleikssambandið fær alltaf einhvern hluta af þeim miðum sem eru í boði á leikina. En ljóst þykir að Danir hafi mikla trú á sínum mönnum fyrir næsta stórmót og það réttilega. Danska vélin, sem karlalandsliðið er, hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið og önnur landslið eiga verk að vinna ætli þau að koma í veg fyrir annað danskt stórmótagull á næsta móti. Svo verður væntanlega eitthvað til af miðum ef Danir finna ekki rétta gírinn og falla úr leik áður en að úrslitaleiknum kemur.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira