Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar 10. febrúar 2025 21:02 Sýslumannsembættin hafa á síðustu árum náð markverðum árangri í stafrænni umbreytingu og eru nú meðal fremstu stofnana í rafrænni opinberri þjónustu. Flest þjónustuferli hafa verið færð í stafrænan farveg, sem gerir landsmönnum kleift að nálgast þjónustuna án þess að mæta á staðinn. Ár hvert þjónusta sýslumenn tæplega 60% landsmanna. Það er fullt tilefni til að vekja athygli á þeirri þróun sem hefur átt sér stað í starfsemi sýslumanna. Meiri framleiðni, samvinna og samstarf Stafræn vegferð sýslumanna hefur einkennst af samvinnu og samstarfi milli níu sjálfstæðra sýslumannsembætta þar sem starfsmönnum var veitt tækifæri til að taka þátt í og leiða stafræna umbreytingu, í stað þess að stöðugildum væri fjölgað með ráðningum utanaðkomandi sérfræðinga. Þannig var stafræn umbreyting drifin af núverandi mannauði þar sem starfsmenn tóku að sér hlutverk vörustjóra fyrir mismunandi málaflokka. Starfsmenn fengu því bæði rödd og hlutverk í breytingaferlinu. Öflugt Sýslumannaráð stýrði vegferðinni, einfaldaði boðleiðir og forgangsraðaði verkefnum. Vörustjórar sýslumanna þróuðu ný þjónustuferli með áherslu á þarfir viðskiptavina, í góðu samstarfi við Stafrænt Ísland. Sýslumenn hafa tengst stofnunum og fyrirtækjum til að tryggja öruggt, sjálfvirkt og áreiðanlegt flæði upplýsinga í stað þess að senda viðskiptavini á milli staða í sömu erindagjörðum. Umbótamenning Í umbreytingarferlinu og á undirbúningstíma þess hafa sýslumenn ráðist í útboð á tölvurekstri og hugbúnaðarþróun og hafa, fyrstir stofnana, fært upplýsingavef sinn á Ísland.is, innleitt stafrænar lausnir og sjálfvirka ferla og fært allar umsóknir, beiðnir o.fl. í stafrænt eða rafrænt form. Þrátt fyrir aukinn málafjölda, fleiri verkefni og fjölgun íbúa um rúmlega 30.000 frá því stafræn innleiðing hófst hefur stöðugildum ekki fjölgað. Reynslan hefur sýnt að þeir sem þegar starfa að verkefnunum finna oft bestu lausnirnar, enda búa þeir að góðri þekkingu á sínu sviði. Með því að virkja starfsmenn til þátttöku í breytingaferlum eykst ekki aðeins skilvirkni í málaflokkum heldur einnig áhugi hinna sömu á að þróa og bæta eigin vinnuferla. Umbótahugsun verður áberandi þáttur í vinnustaðamenningunni. Aukin hagræðing og hraðari innleiðing nýrra verkefna hefur skilað sér í meiri ánægju með þjónustu sýslumanna, auknu trausti til embættanna og vaxandi ánægju meðal starfsmanna. Nokkur dæmi Hér verða nefnd helstu atriði sem staðfesta árangur af umbótum sýslumanna: ·180.000 mál hafa verið stofnuð með stafrænum hætti. Beiðnir sem undirritaðar eru rafrænt ásamt nauðsynlegum fylgigögnum stofnast sjálfkrafa í málaskrárkerfum sýslumanna. Þetta skapar umtalsvert vinnuhagræði þar sem gera má ráð fyrir að skráning máls ein og sér taki starfsmann sýslumanns a.m.k. þrjár til fimm mínútur. ·110 nýjar sjálfsafgreiðsluleiðir Stafrænar umsóknir og beiðnir, stafrænir samningar, spjallmenni, netspjall, stafrænt pósthólf, gagnagátt sýslumanna, sjálfvirkar birtingar á listum yfir starfsréttindi og leyfi á vef, upplýsingar um skírteini og réttindi á Mínum síðum og í Ísland.is-appi, stafræn stæðiskort, forskráningar vegna umsókna um vegabréf, nafnskírteini o.fl. ·40.600 rafrænar undirritanir Að hverju máli sem stofnað er hjá sýslumanni koma að jafnaði einn til fjórir aðilar. Stafrænar lausnir gera ráð fyrir undirskriftum allra hlutaðeigandi. Hér hafa rúmlega 40 þúsund manns sparað sér óþarfa ferðalög með tilheyrandi tímasparnaði, svo ekki sé minnst á jákvæð áhrif á umhverfið. ·167.000 bréf send í stafrænt pósthólf Samkvæmt verðskrá Íslandspósts er burðargjald á almennum bréfpósti 0 - 50 g kr. 290. Að teknum mismuni vegna sendingarkostnaðar í stafrænt pósthólf má halda því fram að embættin hafi sparað tæplega 50 m.kr. í póstburðargjöld. ·17 tengingar við stofnanir og fyrirtæki Vefþjónustutengingar hafa verið þróaðar sem stuðla að aukinni sjálfvirkni í öflun gagna bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn við vinnslu mála. Unnið er að fjölgun slíkra tenginga, því viðskiptavinir eiga ekki að þurfa að fara á milli stofnana til að afla gagna fyrir sýslumenn. ·120 sjálfvirkir ferlar Yfir 90% dánarbúsmála stofnast nú rafrænt, 94% leyfamála, 56% fjölskyldumála, 53% skírteina og 80% vottorða. Nauðsynlegar upplýsingar berast inn í mál með sjálfvirkum hætti, s.s. skattframtöl, upplýsingar um fasteignir, fjölskylduskráningar o.s.frv. ·250 stafrænar lausnir innleiddar Sýslumenn nota tæknistakk Stafræns Íslands og laga kerfi sín að þeim lausnum. Að auki hefur þurft að sérsníða lausnir út frá þörfum verkefna og kröfum laga, t.d. vegna rafrænna undirritana allra málsaðila, rafrænna þinglýsinga, fjöldapóstsendinga o.fl. ·Rafrænt kaupferli fasteigna Nú er unnt að þinglýsa algengustu skjölum vegna fasteignakaupa með rafrænum hætti. Í upphafi verkefnisins um rafrænar þinglýsingar var lagt mat á þjóðhagslegan ávinning þeirra. Talið var, að þegar handvirkt vinnuframlag sýslumanna, lánveitenda og fasteignasala væri metið, væri áætlaður ávinningur af notkun rafrænna þinglýsinga á bilinu 1,2–1,7 milljarðar króna á ári. Við það bætist ávinningur af því að ekki þarf að ferðast með pappírsskjöl á milli aðila og hraði í viðskiptum eykst. Rafrænar þinglýsingar verða þó aldrei alsjálfvirkar, einkum vegna þess hve flókið regluverk gildir um mismunandi tegundir fasteigna. ·90% viðskiptavina ánægðir Ánægja með þjónustu sýslumanna hefur aukist með hverju ári og eru viðskiptavinir sérstaklega ánægðir með stafrænar þjónustur sýslumanna. ·91% traust Traust landsmanna til sýslumanna hefur vaxið með hverju ári og hefur hlutfall þeirra sem bera mikið traust til sýslumanna hækkað um fimm prósentustig milli áranna 2022 og 2024. Það er ekki sjálfgefið að viðhalda slíku trausti á tímabili mikilla umbreytinga í þjónustu. Enn er verk að vinna. Sýslumenn halda ótrauðir áfram vinnu að stöðugum umbótum; bættri þjónustu, skilvirkari rekstri og síðast en ekki síst aukinni starfsánægju. Ánægt starfsfólk veitir nefnilega betri þjónustu. Höfundur er sýslumaður á Suðurlandi, settur sýslumaður í Vestmannaeyjum og formaður Sýslumannaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Stafræn þróun Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Sýslumannsembættin hafa á síðustu árum náð markverðum árangri í stafrænni umbreytingu og eru nú meðal fremstu stofnana í rafrænni opinberri þjónustu. Flest þjónustuferli hafa verið færð í stafrænan farveg, sem gerir landsmönnum kleift að nálgast þjónustuna án þess að mæta á staðinn. Ár hvert þjónusta sýslumenn tæplega 60% landsmanna. Það er fullt tilefni til að vekja athygli á þeirri þróun sem hefur átt sér stað í starfsemi sýslumanna. Meiri framleiðni, samvinna og samstarf Stafræn vegferð sýslumanna hefur einkennst af samvinnu og samstarfi milli níu sjálfstæðra sýslumannsembætta þar sem starfsmönnum var veitt tækifæri til að taka þátt í og leiða stafræna umbreytingu, í stað þess að stöðugildum væri fjölgað með ráðningum utanaðkomandi sérfræðinga. Þannig var stafræn umbreyting drifin af núverandi mannauði þar sem starfsmenn tóku að sér hlutverk vörustjóra fyrir mismunandi málaflokka. Starfsmenn fengu því bæði rödd og hlutverk í breytingaferlinu. Öflugt Sýslumannaráð stýrði vegferðinni, einfaldaði boðleiðir og forgangsraðaði verkefnum. Vörustjórar sýslumanna þróuðu ný þjónustuferli með áherslu á þarfir viðskiptavina, í góðu samstarfi við Stafrænt Ísland. Sýslumenn hafa tengst stofnunum og fyrirtækjum til að tryggja öruggt, sjálfvirkt og áreiðanlegt flæði upplýsinga í stað þess að senda viðskiptavini á milli staða í sömu erindagjörðum. Umbótamenning Í umbreytingarferlinu og á undirbúningstíma þess hafa sýslumenn ráðist í útboð á tölvurekstri og hugbúnaðarþróun og hafa, fyrstir stofnana, fært upplýsingavef sinn á Ísland.is, innleitt stafrænar lausnir og sjálfvirka ferla og fært allar umsóknir, beiðnir o.fl. í stafrænt eða rafrænt form. Þrátt fyrir aukinn málafjölda, fleiri verkefni og fjölgun íbúa um rúmlega 30.000 frá því stafræn innleiðing hófst hefur stöðugildum ekki fjölgað. Reynslan hefur sýnt að þeir sem þegar starfa að verkefnunum finna oft bestu lausnirnar, enda búa þeir að góðri þekkingu á sínu sviði. Með því að virkja starfsmenn til þátttöku í breytingaferlum eykst ekki aðeins skilvirkni í málaflokkum heldur einnig áhugi hinna sömu á að þróa og bæta eigin vinnuferla. Umbótahugsun verður áberandi þáttur í vinnustaðamenningunni. Aukin hagræðing og hraðari innleiðing nýrra verkefna hefur skilað sér í meiri ánægju með þjónustu sýslumanna, auknu trausti til embættanna og vaxandi ánægju meðal starfsmanna. Nokkur dæmi Hér verða nefnd helstu atriði sem staðfesta árangur af umbótum sýslumanna: ·180.000 mál hafa verið stofnuð með stafrænum hætti. Beiðnir sem undirritaðar eru rafrænt ásamt nauðsynlegum fylgigögnum stofnast sjálfkrafa í málaskrárkerfum sýslumanna. Þetta skapar umtalsvert vinnuhagræði þar sem gera má ráð fyrir að skráning máls ein og sér taki starfsmann sýslumanns a.m.k. þrjár til fimm mínútur. ·110 nýjar sjálfsafgreiðsluleiðir Stafrænar umsóknir og beiðnir, stafrænir samningar, spjallmenni, netspjall, stafrænt pósthólf, gagnagátt sýslumanna, sjálfvirkar birtingar á listum yfir starfsréttindi og leyfi á vef, upplýsingar um skírteini og réttindi á Mínum síðum og í Ísland.is-appi, stafræn stæðiskort, forskráningar vegna umsókna um vegabréf, nafnskírteini o.fl. ·40.600 rafrænar undirritanir Að hverju máli sem stofnað er hjá sýslumanni koma að jafnaði einn til fjórir aðilar. Stafrænar lausnir gera ráð fyrir undirskriftum allra hlutaðeigandi. Hér hafa rúmlega 40 þúsund manns sparað sér óþarfa ferðalög með tilheyrandi tímasparnaði, svo ekki sé minnst á jákvæð áhrif á umhverfið. ·167.000 bréf send í stafrænt pósthólf Samkvæmt verðskrá Íslandspósts er burðargjald á almennum bréfpósti 0 - 50 g kr. 290. Að teknum mismuni vegna sendingarkostnaðar í stafrænt pósthólf má halda því fram að embættin hafi sparað tæplega 50 m.kr. í póstburðargjöld. ·17 tengingar við stofnanir og fyrirtæki Vefþjónustutengingar hafa verið þróaðar sem stuðla að aukinni sjálfvirkni í öflun gagna bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn við vinnslu mála. Unnið er að fjölgun slíkra tenginga, því viðskiptavinir eiga ekki að þurfa að fara á milli stofnana til að afla gagna fyrir sýslumenn. ·120 sjálfvirkir ferlar Yfir 90% dánarbúsmála stofnast nú rafrænt, 94% leyfamála, 56% fjölskyldumála, 53% skírteina og 80% vottorða. Nauðsynlegar upplýsingar berast inn í mál með sjálfvirkum hætti, s.s. skattframtöl, upplýsingar um fasteignir, fjölskylduskráningar o.s.frv. ·250 stafrænar lausnir innleiddar Sýslumenn nota tæknistakk Stafræns Íslands og laga kerfi sín að þeim lausnum. Að auki hefur þurft að sérsníða lausnir út frá þörfum verkefna og kröfum laga, t.d. vegna rafrænna undirritana allra málsaðila, rafrænna þinglýsinga, fjöldapóstsendinga o.fl. ·Rafrænt kaupferli fasteigna Nú er unnt að þinglýsa algengustu skjölum vegna fasteignakaupa með rafrænum hætti. Í upphafi verkefnisins um rafrænar þinglýsingar var lagt mat á þjóðhagslegan ávinning þeirra. Talið var, að þegar handvirkt vinnuframlag sýslumanna, lánveitenda og fasteignasala væri metið, væri áætlaður ávinningur af notkun rafrænna þinglýsinga á bilinu 1,2–1,7 milljarðar króna á ári. Við það bætist ávinningur af því að ekki þarf að ferðast með pappírsskjöl á milli aðila og hraði í viðskiptum eykst. Rafrænar þinglýsingar verða þó aldrei alsjálfvirkar, einkum vegna þess hve flókið regluverk gildir um mismunandi tegundir fasteigna. ·90% viðskiptavina ánægðir Ánægja með þjónustu sýslumanna hefur aukist með hverju ári og eru viðskiptavinir sérstaklega ánægðir með stafrænar þjónustur sýslumanna. ·91% traust Traust landsmanna til sýslumanna hefur vaxið með hverju ári og hefur hlutfall þeirra sem bera mikið traust til sýslumanna hækkað um fimm prósentustig milli áranna 2022 og 2024. Það er ekki sjálfgefið að viðhalda slíku trausti á tímabili mikilla umbreytinga í þjónustu. Enn er verk að vinna. Sýslumenn halda ótrauðir áfram vinnu að stöðugum umbótum; bættri þjónustu, skilvirkari rekstri og síðast en ekki síst aukinni starfsánægju. Ánægt starfsfólk veitir nefnilega betri þjónustu. Höfundur er sýslumaður á Suðurlandi, settur sýslumaður í Vestmannaeyjum og formaður Sýslumannaráðs.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun