Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 7. febrúar 2025 14:33 Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR. Eru úrbætur nauðsynlegar? Síðan 2006 hefur VR starfrækt varasjóð fyrir félagsfólk, fjármagnaðan úr sjúkra- og orlofssjóði félagsins. Þrátt fyrir að sjóðurinn veiti stuðning við útgjöld eins og líkamsrækt, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaup o.fl., er fyrirkomulagið ekki eins sanngjarnt og það gæti verið. Eins dugar upphæðin sem þú færð úr varasjóðnum oft varla fyrir umgjörðinni vegna gleraugnakaupa. Varasjóðurinn, eins og hann er í dag, skapar ekki jöfn tækifæri fyrir félagsfólk VR. Sá sem er með lægri laun fær minna í sjóðinn en sá sem er með hærri laun. Því hefur verið haldið fram að þetta sé sanngjarnt þar sem þeir sem greiða meira inn í félagið eigi að njóta meiri réttinda, en stéttarfélag á fyrst og fremst að vinna að jafnræði meðal félagsfólks – ekki að innleiða kerfi sem mismunar eftir tekjum. Í öðrum stéttarfélögum, þar sem hefðbundin styrkjakerfi eru í notkun, geta félagsmenn sótt um styrki í ákveðnum flokkum, t.d. vegna heilsutengdra mála eða fæðingarstyrks, án þess að úthlutun ráðist af tekjum. Af hverju ættu félagsmenn VR að njóta lakari kjara en aðrir? Á þeim fjórtán árum sem ég starfaði hjá VR og í samtölum mínum við félagsfólk í tengslum við framboð mitt til formanns VR, hefur það komið skýrt fram að margir eru óánægðir með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Áhyggjuefnið snýr að: Félagsfólk fær ekki endurgreitt upp í þann kostnað sem það leggur út vegna líkamsræktar, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupa o.fl. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem telja varasjóð VR hafa skilað tilsettum árangri hafi í raun hlustað á raddir félagsfólks VR? Halla vísar í grein sinni að „ekki sé fyrir hendi víðtækur vilji innan félagsins til að umbylta varasjóðskerfinu.“ Ég tel þetta vera skekkta mynd af því sem félagsfólk VR raunverulega vill. Það hefur ítrekað komið fram að raddir þeirra sem vilja breytingar fái ekki nægilega mikinn hljómgrunn innan stjórnar VR. Þegar talað er um kannanir sem sýni að „almenn sátt“ ríki um varasjóðinn, er mikilvægt að hafa í huga að almenn þátttaka í könnunum VR hefur ekki verið mikil. Það getur því verið villandi að líta á niðurstöðurnar sem endanlega sönnun fyrir ánægju meðal félagsfólks. Samtöl við félagsfólk VR gefa allt aðra mynd. Hlustum á félagsfólk og gerum breytingar Sem formaður VR, mun ég leggja mig fram um að breyta fyrirkomulagi varasjóðsins. Tillaga mín er að leggja núverandi sjóð niður og koma á sanngjarnara styrkjakerfi sem nýtist öllu félagsfólki jafnt. Félagsfólk mun geta nýtt sér styrki í fleiri en einum flokki, allt eftir þörfum þeirra. Úthlutanir verða jafnar og byggðar á þeirri sýn að tryggja réttlæti og gagnsæi, líkt og tíðkast hjá öðrum stéttarfélögum. Með þessum breytingum styrkjum við félagsandann og byggjum upp VR sem tryggir jafnrétti fyrir allt félagsfólk – óháð tekjum. Ég mun hlusta á félagsfólk og standa með þeim. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR. Eru úrbætur nauðsynlegar? Síðan 2006 hefur VR starfrækt varasjóð fyrir félagsfólk, fjármagnaðan úr sjúkra- og orlofssjóði félagsins. Þrátt fyrir að sjóðurinn veiti stuðning við útgjöld eins og líkamsrækt, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaup o.fl., er fyrirkomulagið ekki eins sanngjarnt og það gæti verið. Eins dugar upphæðin sem þú færð úr varasjóðnum oft varla fyrir umgjörðinni vegna gleraugnakaupa. Varasjóðurinn, eins og hann er í dag, skapar ekki jöfn tækifæri fyrir félagsfólk VR. Sá sem er með lægri laun fær minna í sjóðinn en sá sem er með hærri laun. Því hefur verið haldið fram að þetta sé sanngjarnt þar sem þeir sem greiða meira inn í félagið eigi að njóta meiri réttinda, en stéttarfélag á fyrst og fremst að vinna að jafnræði meðal félagsfólks – ekki að innleiða kerfi sem mismunar eftir tekjum. Í öðrum stéttarfélögum, þar sem hefðbundin styrkjakerfi eru í notkun, geta félagsmenn sótt um styrki í ákveðnum flokkum, t.d. vegna heilsutengdra mála eða fæðingarstyrks, án þess að úthlutun ráðist af tekjum. Af hverju ættu félagsmenn VR að njóta lakari kjara en aðrir? Á þeim fjórtán árum sem ég starfaði hjá VR og í samtölum mínum við félagsfólk í tengslum við framboð mitt til formanns VR, hefur það komið skýrt fram að margir eru óánægðir með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Áhyggjuefnið snýr að: Félagsfólk fær ekki endurgreitt upp í þann kostnað sem það leggur út vegna líkamsræktar, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupa o.fl. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem telja varasjóð VR hafa skilað tilsettum árangri hafi í raun hlustað á raddir félagsfólks VR? Halla vísar í grein sinni að „ekki sé fyrir hendi víðtækur vilji innan félagsins til að umbylta varasjóðskerfinu.“ Ég tel þetta vera skekkta mynd af því sem félagsfólk VR raunverulega vill. Það hefur ítrekað komið fram að raddir þeirra sem vilja breytingar fái ekki nægilega mikinn hljómgrunn innan stjórnar VR. Þegar talað er um kannanir sem sýni að „almenn sátt“ ríki um varasjóðinn, er mikilvægt að hafa í huga að almenn þátttaka í könnunum VR hefur ekki verið mikil. Það getur því verið villandi að líta á niðurstöðurnar sem endanlega sönnun fyrir ánægju meðal félagsfólks. Samtöl við félagsfólk VR gefa allt aðra mynd. Hlustum á félagsfólk og gerum breytingar Sem formaður VR, mun ég leggja mig fram um að breyta fyrirkomulagi varasjóðsins. Tillaga mín er að leggja núverandi sjóð niður og koma á sanngjarnara styrkjakerfi sem nýtist öllu félagsfólki jafnt. Félagsfólk mun geta nýtt sér styrki í fleiri en einum flokki, allt eftir þörfum þeirra. Úthlutanir verða jafnar og byggðar á þeirri sýn að tryggja réttlæti og gagnsæi, líkt og tíðkast hjá öðrum stéttarfélögum. Með þessum breytingum styrkjum við félagsandann og byggjum upp VR sem tryggir jafnrétti fyrir allt félagsfólk – óháð tekjum. Ég mun hlusta á félagsfólk og standa með þeim. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar