Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir, Ingibjörg Jónasdóttir, Júlía Guðbrandsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir skrifa 7. febrúar 2025 14:01 Fagmenntun starfsmanna í leikskólum hefur áhrif á öll svið starfseminnar og tryggir þekkingu á mikilvægi leiks sem undirstöðu fyrir nám og þroska barna. Einnig stuðlar hún að því að læsi og málörvun fléttast inn í allt starfið okkar í leikskólanum. Þegar grunur er um mál- eða þroskafrávik barns þarf fagþekking að vera til staðar. Hlutfall barna af erlendum uppruna hefur aukist á undanförnum árum í leikskólum og með markvissum leiðum til að styðja við börn og fjölskyldur þeirra er mikilvægt að vel takist til við inngildingu. Til þess að börnin fái sem best brautargengi fyrir lífið og skólagöngu sína. Samkvæmt lögum um leikskóla (Lög um leikskóla, nr. 90/2008) skal að minnsta kosti helmingur starfsfólks leikskóla vera með fagmenntun. Aðalnámskrá leikskóla (2011) leggur einnig áherslu á að tryggja börnum nám og umönnun sem byggir á faglegri þekkingu og reynslu. Leyndarmál Rauðhóls Í leikskólanum Rauðhól starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks bæði faglært og ófaglært sem hefur lagt grunn að metnaðarfullu og faglegu starfi. Þar er að finna gleði, vináttu og samvinnu en einkunnarorð Rauðhóls eru vinátta, virðing og vellíðan. Megin áhersla í starfi leikskólans er að börn og starfsfólk nýti áhugasvið ásamt styrkleikum sínum og blómstri þannig í leik og starfi. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði um flæði þar sem stuðst er við kenningar Mihaly Csikszentmihalyi sem er einn af upphafsmönnum jákvæðrar sálfræði. Fagmennskan tryggir að allir þættir leikskólastarfsins, allt frá námstækifærum til félagslegrar vellíðunnar, séu í hávegum höfð. Þetta kemur ekki aðeins fram í daglegu starfi heldur líka í trausti foreldra og ánægju barna. Fagstarfið hefur haft mikla hvatningu fyrir ófaglært starfsfólk að sækja sér menntunar í faginu. Leikskólinn hefur gefið út endurskoðaða agastefnu þar sem stuðst er við, Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar. Skólinn er með regnbogavottun Reykjavíkurborgar og leggur áherslu á öflugt útinám, meðal annars með sérstaka útideild, Björnslund, sem er í skógarrjóðri við Heiðmörk. Einnig höfum við gróðurhús í garðinum þar sem börnin vinna með ræktun plantna og matjurta. Læsisáætlun leikskólans, námskrá og annað fagefni má finna á www.raudholsgledin.com. Fagstarfið í Rauðhól er í sífelldri þróun. Kennarar sækja markvisst endur-og símenntun af ýmsum toga og myndast hefur kröftugt lærdómssamfélag í skólanum. Samstarf hefur verið við menntavísindasvið HÍ og við Háskólann á Akureyri. Nemar í leikskólakennarafræðum á grunn- og meistarastigi hafa verið í vettvangsnámi undir handleiðslu leiðsagnarkennara í Rauðhól. Árlega tekur leikskólinn á móti kennurum frá erlendum og íslenskum skólum sem og nemum í kennarafræðum sem fá kynningu um faglegt starf leikskólans. Kennarar í Rauðhól eru óhræddir að takast á við áskoranir og höfum við tekið þátt í fjölbreyttum þróunarverkefnum sem hafa styrkt okkur í starfi. Leikskólinn hefur haldið tvær fjölmennar ráðstefnur bæði fyrir atvinnulífið og fræðasamfélagið. Kennarar Rauðhóls héldu málstofu á Menntakviku Háskóla Íslands 2019 og hafa flutt erindi á ýmsum ráðstefnum. Með þessu öfluga fagstarfi og lærdómssamfélagi höfum við fengið sterkt og hæfileikaríkt fólk í vinnu við skólann. Í lögum um leikskóla og í aðalnámskrá leikskóla (2011) er skýrt tekið fram um mikilvægi fagmenntunar fyrir farsæld barna (Lög um leikskóla, nr. 90/2008). Í leikskólanum Rauðhól er þetta ekki aðeins markmið heldur hluti af daglegu lífi. Með hátt hlutfall fagmenntaðs starfsfólks er tryggt að börn njóti náms og umönnunar sem styður við alhliða þroska þeirra og undirbýr þau fyrir framtíðina. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á menntun starfsfólks í leikskólanum Rauðhól og á landsvísu. Sláandi er að sjá hversu fáir leikskólakennarar eru starfandi á landsvísu. Hafa börn jöfn réttindi til menntunar í leikskólum? Fagmenntun í leikskóla á ekki að vera lúxus heldur sjálfsögð réttindi allra barna. Menntun leikskólakennara er fjárfesting í farsæld barna og gæðum menntunar. Við teljum að framtíð barna í leikskólum byggist á sterkum faglegum grunni sem styður við nám, þroska og leik hjá börnum. Þrátt fyrir öflugt fagstarf í mörgum leikskólum er álag og lág laun að hrekja leikskólakennara úr starfi. Undanfarin ár hafa leikskólakennarar fært sig yfir í grunnskólann þar sem starfsaðstæður eru aðrar en í leikskólum. Leikskólakennarar hafa nánast ekkert svigrúm til yfirvinnu og þurfa reiða sig á sín grunnlaun. Laun leikskólakennara með enga starfsreynslu eftir 5 ára háskólanám er 692.811 kr. Laun leikskólakennara með 20 ára reynslu er 805.268 kr. Laun deildarstjóra eru 755.750 kr. Deildarstjóri með 20 ára starfsreynslu er með 878.691 kr. í laun. Sumir segja að þetta séu nokkuð góð laun, en í samanburði við annað háskólamenntað starfsfólk eru þau ekki í takt. Eins og gögn frá Hagstofu Íslands (2023) sýna, er meðalheildarlaun allra sérfræðinga á almennum vinnumarkaði um 1.100.000 kr. á mánuði, en leikskólakennarar með deildarstjórastöðu og 20 ára starfsreynslu eru með 878.691 kr. á mánuði. Til samanburðar eru meðalheildarlaun allra fullvinnandi á Íslandi 950.000 kr. á mánuði, sem sýnir að leikskólakennarar með mikla starfsreynslu og menntun eru enn undir landsmeðaltalinu. Við köllum eftir vakningu frá ráðamönnum, foreldrum og samfélaginu öllu um að fjárfesta í menntun barna á leikskólastigi. Fyrstu ár í lífi barna hafa mótandi áhrif á alla þroskaþætti þeirra fyrir framtíðina. Við í Rauðhól veltum fyrir okkur nokkrum spurningum varðandi þeirri mismunun sem börn verða fyrir í öðrum leikskólum alla daga. Hvað með þau börn sem geta ekki mætt í leikskólann sinn vegna fáliðunar? Hvað með þau börn sem hafa einungis ófaglært starfsfólk alla daga öll leikskólaárin sín? Eru þessi börn ekki að verða fyrir mismunun á menntun? Í þessum tilvikum hver stendur vörð um jöfn réttindi barna til menntunar? Höfundar eru kennarar í leikskólanum Rauðhól sem er handhafi Íslensku menntaverðlaunanna 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fagmenntun starfsmanna í leikskólum hefur áhrif á öll svið starfseminnar og tryggir þekkingu á mikilvægi leiks sem undirstöðu fyrir nám og þroska barna. Einnig stuðlar hún að því að læsi og málörvun fléttast inn í allt starfið okkar í leikskólanum. Þegar grunur er um mál- eða þroskafrávik barns þarf fagþekking að vera til staðar. Hlutfall barna af erlendum uppruna hefur aukist á undanförnum árum í leikskólum og með markvissum leiðum til að styðja við börn og fjölskyldur þeirra er mikilvægt að vel takist til við inngildingu. Til þess að börnin fái sem best brautargengi fyrir lífið og skólagöngu sína. Samkvæmt lögum um leikskóla (Lög um leikskóla, nr. 90/2008) skal að minnsta kosti helmingur starfsfólks leikskóla vera með fagmenntun. Aðalnámskrá leikskóla (2011) leggur einnig áherslu á að tryggja börnum nám og umönnun sem byggir á faglegri þekkingu og reynslu. Leyndarmál Rauðhóls Í leikskólanum Rauðhól starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks bæði faglært og ófaglært sem hefur lagt grunn að metnaðarfullu og faglegu starfi. Þar er að finna gleði, vináttu og samvinnu en einkunnarorð Rauðhóls eru vinátta, virðing og vellíðan. Megin áhersla í starfi leikskólans er að börn og starfsfólk nýti áhugasvið ásamt styrkleikum sínum og blómstri þannig í leik og starfi. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði um flæði þar sem stuðst er við kenningar Mihaly Csikszentmihalyi sem er einn af upphafsmönnum jákvæðrar sálfræði. Fagmennskan tryggir að allir þættir leikskólastarfsins, allt frá námstækifærum til félagslegrar vellíðunnar, séu í hávegum höfð. Þetta kemur ekki aðeins fram í daglegu starfi heldur líka í trausti foreldra og ánægju barna. Fagstarfið hefur haft mikla hvatningu fyrir ófaglært starfsfólk að sækja sér menntunar í faginu. Leikskólinn hefur gefið út endurskoðaða agastefnu þar sem stuðst er við, Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar. Skólinn er með regnbogavottun Reykjavíkurborgar og leggur áherslu á öflugt útinám, meðal annars með sérstaka útideild, Björnslund, sem er í skógarrjóðri við Heiðmörk. Einnig höfum við gróðurhús í garðinum þar sem börnin vinna með ræktun plantna og matjurta. Læsisáætlun leikskólans, námskrá og annað fagefni má finna á www.raudholsgledin.com. Fagstarfið í Rauðhól er í sífelldri þróun. Kennarar sækja markvisst endur-og símenntun af ýmsum toga og myndast hefur kröftugt lærdómssamfélag í skólanum. Samstarf hefur verið við menntavísindasvið HÍ og við Háskólann á Akureyri. Nemar í leikskólakennarafræðum á grunn- og meistarastigi hafa verið í vettvangsnámi undir handleiðslu leiðsagnarkennara í Rauðhól. Árlega tekur leikskólinn á móti kennurum frá erlendum og íslenskum skólum sem og nemum í kennarafræðum sem fá kynningu um faglegt starf leikskólans. Kennarar í Rauðhól eru óhræddir að takast á við áskoranir og höfum við tekið þátt í fjölbreyttum þróunarverkefnum sem hafa styrkt okkur í starfi. Leikskólinn hefur haldið tvær fjölmennar ráðstefnur bæði fyrir atvinnulífið og fræðasamfélagið. Kennarar Rauðhóls héldu málstofu á Menntakviku Háskóla Íslands 2019 og hafa flutt erindi á ýmsum ráðstefnum. Með þessu öfluga fagstarfi og lærdómssamfélagi höfum við fengið sterkt og hæfileikaríkt fólk í vinnu við skólann. Í lögum um leikskóla og í aðalnámskrá leikskóla (2011) er skýrt tekið fram um mikilvægi fagmenntunar fyrir farsæld barna (Lög um leikskóla, nr. 90/2008). Í leikskólanum Rauðhól er þetta ekki aðeins markmið heldur hluti af daglegu lífi. Með hátt hlutfall fagmenntaðs starfsfólks er tryggt að börn njóti náms og umönnunar sem styður við alhliða þroska þeirra og undirbýr þau fyrir framtíðina. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á menntun starfsfólks í leikskólanum Rauðhól og á landsvísu. Sláandi er að sjá hversu fáir leikskólakennarar eru starfandi á landsvísu. Hafa börn jöfn réttindi til menntunar í leikskólum? Fagmenntun í leikskóla á ekki að vera lúxus heldur sjálfsögð réttindi allra barna. Menntun leikskólakennara er fjárfesting í farsæld barna og gæðum menntunar. Við teljum að framtíð barna í leikskólum byggist á sterkum faglegum grunni sem styður við nám, þroska og leik hjá börnum. Þrátt fyrir öflugt fagstarf í mörgum leikskólum er álag og lág laun að hrekja leikskólakennara úr starfi. Undanfarin ár hafa leikskólakennarar fært sig yfir í grunnskólann þar sem starfsaðstæður eru aðrar en í leikskólum. Leikskólakennarar hafa nánast ekkert svigrúm til yfirvinnu og þurfa reiða sig á sín grunnlaun. Laun leikskólakennara með enga starfsreynslu eftir 5 ára háskólanám er 692.811 kr. Laun leikskólakennara með 20 ára reynslu er 805.268 kr. Laun deildarstjóra eru 755.750 kr. Deildarstjóri með 20 ára starfsreynslu er með 878.691 kr. í laun. Sumir segja að þetta séu nokkuð góð laun, en í samanburði við annað háskólamenntað starfsfólk eru þau ekki í takt. Eins og gögn frá Hagstofu Íslands (2023) sýna, er meðalheildarlaun allra sérfræðinga á almennum vinnumarkaði um 1.100.000 kr. á mánuði, en leikskólakennarar með deildarstjórastöðu og 20 ára starfsreynslu eru með 878.691 kr. á mánuði. Til samanburðar eru meðalheildarlaun allra fullvinnandi á Íslandi 950.000 kr. á mánuði, sem sýnir að leikskólakennarar með mikla starfsreynslu og menntun eru enn undir landsmeðaltalinu. Við köllum eftir vakningu frá ráðamönnum, foreldrum og samfélaginu öllu um að fjárfesta í menntun barna á leikskólastigi. Fyrstu ár í lífi barna hafa mótandi áhrif á alla þroskaþætti þeirra fyrir framtíðina. Við í Rauðhól veltum fyrir okkur nokkrum spurningum varðandi þeirri mismunun sem börn verða fyrir í öðrum leikskólum alla daga. Hvað með þau börn sem geta ekki mætt í leikskólann sinn vegna fáliðunar? Hvað með þau börn sem hafa einungis ófaglært starfsfólk alla daga öll leikskólaárin sín? Eru þessi börn ekki að verða fyrir mismunun á menntun? Í þessum tilvikum hver stendur vörð um jöfn réttindi barna til menntunar? Höfundar eru kennarar í leikskólanum Rauðhól sem er handhafi Íslensku menntaverðlaunanna 2022.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar