Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 10:02 Það hefur líklega farið framhjá fáum að verkföll standa nú yfir í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum eftir árangurslausar samningaviðræður. Verkföll í nokkrum framhaldsskólum eru einnig í bígerð samkvæmt fréttum. Eðli málsins samkvæmt fara fréttamiðlar á stúfana og fjalla um verkföllin frá hinum ýmsu hliðum. Ég hef séð viðtöl við forsvarsfólk sveitarfélaganna, forsvarsfólk Kennarasambandsins, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, kennara í verkfalli, nemendur í verkfalli og örugglega einhverja fleiri sem ég man ekki í augnablikinu. Það hefur líka farið mikið fyrir viðtölum við forsjáraðila nemenda í verkfalli, talað um hvað þetta komi illa við fjölskyldulífið, hvað þetta sé erfitt og mikið púsl, hvernig sumarfrísdagar eru að klárast og ömmur og afar að ferðast milli landshluta til að passa. Í öllu þessu fréttafargani er þó einn vinkill sem mér hefur fundist lítið fara fyrir. Það virðist nefnilega gleymast í allri þessari umræðu að mjög margir kennarar eru líka foreldrar sem þurfa samhliða kjarabaráttunni að koma eigin börnum fyrir vegna verkfalla. Ólíkt mörgum öðrum stéttum geta kennarar ekki nýtt sumarfrísdaga að vetri þar sem tímabil sumarfrísins er nánast meitlað í stein. Þeir kennarar sem þurfa að taka sér leyfi til að vera heima með börnum í verkfalli þurfa að taka það launalaust. Ekki nóg með það heldur virkar kerfið þannig að ef kennari tekur launalaust leyfi á skólaárinu þá skerðast sumarlaunin. Kennarinn er því ekki bara að tapa tekjum yfir veturinn heldur líka sumarið og engin leið að vinna það upp að sumri þar sem skólar eru lokaðir. Ég þekki persónulega nokkra kennara sem standa í nákvæmlega þessum sporum núna. Engan þeirra hef ég þó heyrt hallmæla kennurum barna sinna því við sem erum í þessari baráttu skiljum hvert annað og styðjum hvert annað. Það yljar hjartanu að lesa og heyra athugasemdir frá forsjáraðilum sem ekki eru kennarar en lýsa samt yfir fullum stuðningi við baráttuna, án þess að setja neina fyrirvara. Ég skil alveg fólk sem berst fyrir menntun barnanna sinna en kennarar eru ekki bara að berjast fyrir menntun sinna barna heldur allra barna! Það væri alveg gott að sjá fólk beina pirringnum að þeim sem ekki hafa staðið við sitt, ríki og sveitarfélögum! Að ekki sé minnst á að sveitarfélögin eru daglega að brjóta á rétti þessara barna með því að hafa ekki menntaða kennara við störf í skólunum sem þau reka. Ég hef ekki séð neinar kærur á hendur sveitarfélögunum fyrir slíkt frá nýstofnuðum félögum foreldra og þó er það bundið í lög. Hafnarfjarðarbær gengur reyndar svo langt í nýrri auglýsingu að telja tvítugt fólk með hreint sakavottorð nægja til að sinna kennslu, ég veit ekki alveg hvort ég vil nota orðið metnaðarleysi eða ósvífni nema kannski bara hvort tveggja sé. Þó auglýsingin hafi verið tekin úr birtingu núna stendur hugsunin á bakvið hana eftir. Eitt sem ég hef líka áhyggjur af er þreytan sem ég skynja hjá kollegum mínum (og sjálfri mér). Fyrst þegar við fórum af stað var það meira reiði og pirringur en núna er þreytan að taka yfir. Málið með reiðina er að hún rýkur upp og svo rýkur hún út. Þreytan hins vegar sígur á, hægt og bítandi, þar til fólk getur ekki meira. Fólk hættir að vera reitt og pirrað og verður bara þreytt. Þreytt á því að fá yfir sig alls konar ósmekklegar gusur í kommentakerfum, þreytt á því að þurfa sífellt að verja starfið sitt, þreytt á því að þurfa endalaust að útskýra að við erum ekki alltaf í fríi, þreytt á því að þurfa að vinna heima á kvöldin, þreytt á því að fá sífellt ný verkefni án þess að fá þær bjargir sem þarf til að leysa þau, þreytt á því að bíða eftir að margra ára loforð verði efnd. Á endanum verður fólk svo þreytt á þessu öllu að það mun einfaldlega hvorki hafa þrek né löngun í að verja sig lengur og einfaldlega segja upp og fagmenntað skólafólk mun hverfa til annarra starfa. Hafnarfjörður er þegar byrjaður að undirbúa slíkan flótta, vilja ríkið og önnur sveitarfélög í alvörunni fylgja þeim á þeirri vegferð? Höfundur er kennslukona í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Það hefur líklega farið framhjá fáum að verkföll standa nú yfir í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum eftir árangurslausar samningaviðræður. Verkföll í nokkrum framhaldsskólum eru einnig í bígerð samkvæmt fréttum. Eðli málsins samkvæmt fara fréttamiðlar á stúfana og fjalla um verkföllin frá hinum ýmsu hliðum. Ég hef séð viðtöl við forsvarsfólk sveitarfélaganna, forsvarsfólk Kennarasambandsins, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, kennara í verkfalli, nemendur í verkfalli og örugglega einhverja fleiri sem ég man ekki í augnablikinu. Það hefur líka farið mikið fyrir viðtölum við forsjáraðila nemenda í verkfalli, talað um hvað þetta komi illa við fjölskyldulífið, hvað þetta sé erfitt og mikið púsl, hvernig sumarfrísdagar eru að klárast og ömmur og afar að ferðast milli landshluta til að passa. Í öllu þessu fréttafargani er þó einn vinkill sem mér hefur fundist lítið fara fyrir. Það virðist nefnilega gleymast í allri þessari umræðu að mjög margir kennarar eru líka foreldrar sem þurfa samhliða kjarabaráttunni að koma eigin börnum fyrir vegna verkfalla. Ólíkt mörgum öðrum stéttum geta kennarar ekki nýtt sumarfrísdaga að vetri þar sem tímabil sumarfrísins er nánast meitlað í stein. Þeir kennarar sem þurfa að taka sér leyfi til að vera heima með börnum í verkfalli þurfa að taka það launalaust. Ekki nóg með það heldur virkar kerfið þannig að ef kennari tekur launalaust leyfi á skólaárinu þá skerðast sumarlaunin. Kennarinn er því ekki bara að tapa tekjum yfir veturinn heldur líka sumarið og engin leið að vinna það upp að sumri þar sem skólar eru lokaðir. Ég þekki persónulega nokkra kennara sem standa í nákvæmlega þessum sporum núna. Engan þeirra hef ég þó heyrt hallmæla kennurum barna sinna því við sem erum í þessari baráttu skiljum hvert annað og styðjum hvert annað. Það yljar hjartanu að lesa og heyra athugasemdir frá forsjáraðilum sem ekki eru kennarar en lýsa samt yfir fullum stuðningi við baráttuna, án þess að setja neina fyrirvara. Ég skil alveg fólk sem berst fyrir menntun barnanna sinna en kennarar eru ekki bara að berjast fyrir menntun sinna barna heldur allra barna! Það væri alveg gott að sjá fólk beina pirringnum að þeim sem ekki hafa staðið við sitt, ríki og sveitarfélögum! Að ekki sé minnst á að sveitarfélögin eru daglega að brjóta á rétti þessara barna með því að hafa ekki menntaða kennara við störf í skólunum sem þau reka. Ég hef ekki séð neinar kærur á hendur sveitarfélögunum fyrir slíkt frá nýstofnuðum félögum foreldra og þó er það bundið í lög. Hafnarfjarðarbær gengur reyndar svo langt í nýrri auglýsingu að telja tvítugt fólk með hreint sakavottorð nægja til að sinna kennslu, ég veit ekki alveg hvort ég vil nota orðið metnaðarleysi eða ósvífni nema kannski bara hvort tveggja sé. Þó auglýsingin hafi verið tekin úr birtingu núna stendur hugsunin á bakvið hana eftir. Eitt sem ég hef líka áhyggjur af er þreytan sem ég skynja hjá kollegum mínum (og sjálfri mér). Fyrst þegar við fórum af stað var það meira reiði og pirringur en núna er þreytan að taka yfir. Málið með reiðina er að hún rýkur upp og svo rýkur hún út. Þreytan hins vegar sígur á, hægt og bítandi, þar til fólk getur ekki meira. Fólk hættir að vera reitt og pirrað og verður bara þreytt. Þreytt á því að fá yfir sig alls konar ósmekklegar gusur í kommentakerfum, þreytt á því að þurfa sífellt að verja starfið sitt, þreytt á því að þurfa endalaust að útskýra að við erum ekki alltaf í fríi, þreytt á því að þurfa að vinna heima á kvöldin, þreytt á því að fá sífellt ný verkefni án þess að fá þær bjargir sem þarf til að leysa þau, þreytt á því að bíða eftir að margra ára loforð verði efnd. Á endanum verður fólk svo þreytt á þessu öllu að það mun einfaldlega hvorki hafa þrek né löngun í að verja sig lengur og einfaldlega segja upp og fagmenntað skólafólk mun hverfa til annarra starfa. Hafnarfjörður er þegar byrjaður að undirbúa slíkan flótta, vilja ríkið og önnur sveitarfélög í alvörunni fylgja þeim á þeirri vegferð? Höfundur er kennslukona í grunnskóla.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun