Tugmilljarða hagsmunir í húfi Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2025 13:05 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. Í nýrri greiningu SI segir að blikur séu á lofti í alþjóðaviðskiptum með breyttum áherslum Bandaríkjanna í tollamálum. Hækkun á tollum á innflutning vara frá Mexíkó, Kanada og Kína til Bandaríkjanna eigi að taka gildi á næstu vikum og búist sé við áformum um tollahækkanir á vörur frá Evrópu. „Óljóst er með útfærslu á þessu stigi. Ísland hefur ríka hagsmuni af utanríkisviðskiptum en góð lífskjör hér á landi byggja á sterkum og fjölbreyttum útflutningi og greiðum aðgangi að erlendum mörkuðum.“ Utanríkisráðherra sammála Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina að sagan sýndi að tollastríð væru aldrei af hinu góða og gögnuðust engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún sagði gott samband Íslendinga við Bandaríkin hafi verið þjóðinni gríðarlega dýrmætt og mikilvægt væri að samskipti þar á milli væru góð. Ekkert benti enn til þess að Ísland myndi lenda í tollaálögum Trumps. Munu bregðast við Í greiningu SI segir að forseti Bandaríkjanna hafi þann 2. febrúar 2025 undirritað tilskipun sem leggur 25 prósenta tolla á innflutning frá Kanada og Mexíkó og 10 prósenta viðbótartolla á innflutning frá Kína. Þetta sé talsverð hækkun frá því sem nú er. Stjórnvöld í Kanada ætli að svara með því að leggja 25 prósenta tolla á bandarískar vörur og stjórnvöld í Mexíkó hyggist einnig leggja á 25 prósenta tolla á bandarískar vörur ásamt því að beita öðrum viðskiptatakmörkunum. Viðræður standa nú yfir á milli ríkjanna, samkvæmt nýlegum fréttum og gildistöku hafi verið frestað um mánuð í tilfelli Mexíkó og Kanada. Kínversk stjórnvöld hafi leitað til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, og lýst því yfir að þau muni grípa til nauðsynlegra gagnaðgerða til að verja sína hagsmuni. Forseti Bandaríkjanna hefur varað við því að hann muni innan tíðar hækka tolla á innflutningsvörum frá löndum Evrópusambandsins (ESB) og Bretlandi. Fulltrúar ESB hafa lýst því yfir að brugðist verði við með hækkun tolla á innflutning bandarískra vara. Evrópa með 91 prósent Í greiningunni segir að frá Íslandi hafi verið fluttar út iðnaðarvörur til ESB og Bandaríkjanna fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þar af hafi vöruútflutningur til ESB numið 382 milljörðum króna eða rétt um 91 prósenti. Helstu vörur sem fluttar eru út til ESB séu ál og álvörur ásamt öðrum vörum orkusækins iðnaðar. Einnig séu fluttar þangað lækningavörur og -tæki, jarðefni og vörur til endurvinnslu. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar hafi verið til Bandaríkjanna hafi numið fjörutíu milljörðum króna árið 2023. Um sé að ræða lækningavörur og -tæki, matvæli, drykkjar- og landbúnaðarvörur, kísiljárn og aðrar iðnaðarvörur. Útflutningstekjur iðnaðar hafi numið 698 milljörðum króna árið 2023, en ál sé þar í meirihluta. Árið 2018 hafi Trump sett tíu prósenta toll á ál og kísiljárn frá Íslandi, sem hafi haft neikvæð áhrif á útflutning kísiljárns en lítið sem ekkert ál sé flutt beint út til Bandaríkjanna. Útflutningur iðnaðar til ESB hafi numið 382 milljörðum króna árið 2023 og lækkað nokkuð milli ára en hann hafi numið 458 milljörðum króna árið 2022. Lækkunin sé vegna þróunar álverðs en langstærsti hluti álframleiðslu Íslands fari til ESB. Skattar og tollar Áliðnaður Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í nýrri greiningu SI segir að blikur séu á lofti í alþjóðaviðskiptum með breyttum áherslum Bandaríkjanna í tollamálum. Hækkun á tollum á innflutning vara frá Mexíkó, Kanada og Kína til Bandaríkjanna eigi að taka gildi á næstu vikum og búist sé við áformum um tollahækkanir á vörur frá Evrópu. „Óljóst er með útfærslu á þessu stigi. Ísland hefur ríka hagsmuni af utanríkisviðskiptum en góð lífskjör hér á landi byggja á sterkum og fjölbreyttum útflutningi og greiðum aðgangi að erlendum mörkuðum.“ Utanríkisráðherra sammála Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina að sagan sýndi að tollastríð væru aldrei af hinu góða og gögnuðust engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún sagði gott samband Íslendinga við Bandaríkin hafi verið þjóðinni gríðarlega dýrmætt og mikilvægt væri að samskipti þar á milli væru góð. Ekkert benti enn til þess að Ísland myndi lenda í tollaálögum Trumps. Munu bregðast við Í greiningu SI segir að forseti Bandaríkjanna hafi þann 2. febrúar 2025 undirritað tilskipun sem leggur 25 prósenta tolla á innflutning frá Kanada og Mexíkó og 10 prósenta viðbótartolla á innflutning frá Kína. Þetta sé talsverð hækkun frá því sem nú er. Stjórnvöld í Kanada ætli að svara með því að leggja 25 prósenta tolla á bandarískar vörur og stjórnvöld í Mexíkó hyggist einnig leggja á 25 prósenta tolla á bandarískar vörur ásamt því að beita öðrum viðskiptatakmörkunum. Viðræður standa nú yfir á milli ríkjanna, samkvæmt nýlegum fréttum og gildistöku hafi verið frestað um mánuð í tilfelli Mexíkó og Kanada. Kínversk stjórnvöld hafi leitað til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, og lýst því yfir að þau muni grípa til nauðsynlegra gagnaðgerða til að verja sína hagsmuni. Forseti Bandaríkjanna hefur varað við því að hann muni innan tíðar hækka tolla á innflutningsvörum frá löndum Evrópusambandsins (ESB) og Bretlandi. Fulltrúar ESB hafa lýst því yfir að brugðist verði við með hækkun tolla á innflutning bandarískra vara. Evrópa með 91 prósent Í greiningunni segir að frá Íslandi hafi verið fluttar út iðnaðarvörur til ESB og Bandaríkjanna fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þar af hafi vöruútflutningur til ESB numið 382 milljörðum króna eða rétt um 91 prósenti. Helstu vörur sem fluttar eru út til ESB séu ál og álvörur ásamt öðrum vörum orkusækins iðnaðar. Einnig séu fluttar þangað lækningavörur og -tæki, jarðefni og vörur til endurvinnslu. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar hafi verið til Bandaríkjanna hafi numið fjörutíu milljörðum króna árið 2023. Um sé að ræða lækningavörur og -tæki, matvæli, drykkjar- og landbúnaðarvörur, kísiljárn og aðrar iðnaðarvörur. Útflutningstekjur iðnaðar hafi numið 698 milljörðum króna árið 2023, en ál sé þar í meirihluta. Árið 2018 hafi Trump sett tíu prósenta toll á ál og kísiljárn frá Íslandi, sem hafi haft neikvæð áhrif á útflutning kísiljárns en lítið sem ekkert ál sé flutt beint út til Bandaríkjanna. Útflutningur iðnaðar til ESB hafi numið 382 milljörðum króna árið 2023 og lækkað nokkuð milli ára en hann hafi numið 458 milljörðum króna árið 2022. Lækkunin sé vegna þróunar álverðs en langstærsti hluti álframleiðslu Íslands fari til ESB.
Skattar og tollar Áliðnaður Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira