Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 10:32 Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar. Sú staðreynd að það vanti starfsfólk kemur okkur kennurum ekki á óvart enda fækkar fagmenntuðum kennurum í grunnskólum landsins jafnt og þétt með hverju árinu sem líður og ekki tekst að manna kennarastöður. Raunar erum við ansi langt frá því að ná að manna skólana með fagmenntuðu fólki. Stöður eru auglýstar og það sækir enginn um þær. Enginn. Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál. Þessi mönnunarvandi er ekki bundinn við grunnskólastigið heldur er hann líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir að fleiri sveitarfélög séu með auglýsingar í birtingu þar sem óskað er eftir starfsfólki í skólana, vandinn fyrirfinnst víðar en í Hafnarfirði. Það sem vakti undrun mína og olli mér miklum vonbrigðum þegar ég las auglýsinguna var orðalagið og uppgjöfin. Já, ég segi uppgjöfin því í auglýsingunni kemur fram að: ,,Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Hvert er skólakerfið okkar komið þegar engar kröfur eru gerðar til að leysa kennara af aðrar en að viðkomandi sé tvítugur og með hreint sakavottorð? Einhverjum kann að finnast að hér sé úlfaldi gerður úr mýflugu en svo er ekki. Tvítugt fólk sem lokið hefur stúdentsprófi er upp til hópa frábært og duglegt fólk en það hefur ekki réttindi til að stíga inn í störf kennara. Ekkert frekar en það hefur réttindi til að taka að sér störf lækna eða lögfræðinga. Fólk sem ráðið er til kennslu og hefur ekki tilskilin réttindi er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Ráðningar á undanþágum hafa aldrei verið fleiri og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess? Kjarabarátta kennara snýst einmitt um þetta. Það þarf fagmenntaða kennara í allar stöður og til þess að það takist þarf starfið að vera aðlaðandi. Til þess að starfið verði aðlaðandi þurfa launin að vera sambærileg launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Punktur. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar. Sú staðreynd að það vanti starfsfólk kemur okkur kennurum ekki á óvart enda fækkar fagmenntuðum kennurum í grunnskólum landsins jafnt og þétt með hverju árinu sem líður og ekki tekst að manna kennarastöður. Raunar erum við ansi langt frá því að ná að manna skólana með fagmenntuðu fólki. Stöður eru auglýstar og það sækir enginn um þær. Enginn. Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál. Þessi mönnunarvandi er ekki bundinn við grunnskólastigið heldur er hann líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir að fleiri sveitarfélög séu með auglýsingar í birtingu þar sem óskað er eftir starfsfólki í skólana, vandinn fyrirfinnst víðar en í Hafnarfirði. Það sem vakti undrun mína og olli mér miklum vonbrigðum þegar ég las auglýsinguna var orðalagið og uppgjöfin. Já, ég segi uppgjöfin því í auglýsingunni kemur fram að: ,,Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Hvert er skólakerfið okkar komið þegar engar kröfur eru gerðar til að leysa kennara af aðrar en að viðkomandi sé tvítugur og með hreint sakavottorð? Einhverjum kann að finnast að hér sé úlfaldi gerður úr mýflugu en svo er ekki. Tvítugt fólk sem lokið hefur stúdentsprófi er upp til hópa frábært og duglegt fólk en það hefur ekki réttindi til að stíga inn í störf kennara. Ekkert frekar en það hefur réttindi til að taka að sér störf lækna eða lögfræðinga. Fólk sem ráðið er til kennslu og hefur ekki tilskilin réttindi er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Ráðningar á undanþágum hafa aldrei verið fleiri og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess? Kjarabarátta kennara snýst einmitt um þetta. Það þarf fagmenntaða kennara í allar stöður og til þess að það takist þarf starfið að vera aðlaðandi. Til þess að starfið verði aðlaðandi þurfa launin að vera sambærileg launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Punktur. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun