Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 07:30 Dagur Sigurðsson hvetur sína menn áfram í úrslitaleiknum við Dani í Noregi í gær. Getty/Sanjin Strukic Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. Eftir draumkennt mót fram að úrslitaleiknum við Dani í gær, og að hafa lokið níu ára bið eftir verðlaunum á stórmóti, mátti króatíska liðið sín lítils gegn ofurliði Dana sem vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð. Danmörk vann 32-26 sigur eftir að hafa mest komist 10 mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Úrslitin voru ráðin þegar Dagur tók sitt síðasta leikhlé, í stöðunni 30-24 og rúmar þrjár mínútur eftir. Leikhléinu lýsa króatískir miðlar, og stuðningsmenn á samfélagsmiðlum, sem goðsagnakenndu en brot úr því má sjá hér að neðan. Wow, what a timeout from Dagur Sigurdsson towards the end of the final... pic.twitter.com/BuH3B2u8Rv— Nedzad Smajlagic (@NedzadCipe) February 2, 2025 „Strákar, við skulum klára þennan leik og bera höfuðið hátt. Spilum góðan handbolta. Látum dómarana í friði. Til fjandans með þá. Til fjandans með þá alla [e. fuck them all],“ sagði Dagur. Spænsku dómararnir í leiknum tóku hart á Króötum í leiknum og veittu þeim átta brottvísanir, þar á meðal þrjár fyrir mótmæli. Króatíska liðið kláraði leikinn með þeim hætti sem Dagur ætlaðist til, nema þá helst Igor Karacic sem lét það fara í taugarnar á sér að Danir byrjuðu að fagna titlinum nokkrum sekúndum áður en lokaflautið gall. Karacic var þá með boltann úti við hliðarlínuna, hjá varamannabekk Dana sem voru byrjaðir að hoppa og fallast í faðma, og lét þá vita að honum væri ekki skemmt. Danirnir sem voru innan vallar leyfðu hins vegar hinum 36 ára gamla Domagoj Duvnjak að fá þann endi á landsliðsferil sinn sem hæfir slíkri goðsögn, og fékk hann að skora lokamarkið óáreittur eins og sjá má. Whaaaaat do you want Mr. Karacic? pic.twitter.com/GXvvZ77R5u— Hen Livgot (@Hen_Livgot) February 2, 2025 Króatíska landsliðið, ásamt Degi, verður hyllt í Zagreb í dag þegar hópurinn snýr aftur heim frá Noregi. Búið er að skipuleggja mikla skemmtun í miðborginni sem hefst klukkan 14 að staðartíma en búist er við því að leikmenn mæti um tveimur tímum síðar. Þjóðþekktir tónlistarmenn stíga á stokk á Ban Jelacic torginu og þar á meðal er Marko Perkovic, sem króatísku leikmennirnir báðu sérstaklega um vegna lags hans „Ako ne znaš što je bilo“. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Eftir draumkennt mót fram að úrslitaleiknum við Dani í gær, og að hafa lokið níu ára bið eftir verðlaunum á stórmóti, mátti króatíska liðið sín lítils gegn ofurliði Dana sem vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð. Danmörk vann 32-26 sigur eftir að hafa mest komist 10 mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Úrslitin voru ráðin þegar Dagur tók sitt síðasta leikhlé, í stöðunni 30-24 og rúmar þrjár mínútur eftir. Leikhléinu lýsa króatískir miðlar, og stuðningsmenn á samfélagsmiðlum, sem goðsagnakenndu en brot úr því má sjá hér að neðan. Wow, what a timeout from Dagur Sigurdsson towards the end of the final... pic.twitter.com/BuH3B2u8Rv— Nedzad Smajlagic (@NedzadCipe) February 2, 2025 „Strákar, við skulum klára þennan leik og bera höfuðið hátt. Spilum góðan handbolta. Látum dómarana í friði. Til fjandans með þá. Til fjandans með þá alla [e. fuck them all],“ sagði Dagur. Spænsku dómararnir í leiknum tóku hart á Króötum í leiknum og veittu þeim átta brottvísanir, þar á meðal þrjár fyrir mótmæli. Króatíska liðið kláraði leikinn með þeim hætti sem Dagur ætlaðist til, nema þá helst Igor Karacic sem lét það fara í taugarnar á sér að Danir byrjuðu að fagna titlinum nokkrum sekúndum áður en lokaflautið gall. Karacic var þá með boltann úti við hliðarlínuna, hjá varamannabekk Dana sem voru byrjaðir að hoppa og fallast í faðma, og lét þá vita að honum væri ekki skemmt. Danirnir sem voru innan vallar leyfðu hins vegar hinum 36 ára gamla Domagoj Duvnjak að fá þann endi á landsliðsferil sinn sem hæfir slíkri goðsögn, og fékk hann að skora lokamarkið óáreittur eins og sjá má. Whaaaaat do you want Mr. Karacic? pic.twitter.com/GXvvZ77R5u— Hen Livgot (@Hen_Livgot) February 2, 2025 Króatíska landsliðið, ásamt Degi, verður hyllt í Zagreb í dag þegar hópurinn snýr aftur heim frá Noregi. Búið er að skipuleggja mikla skemmtun í miðborginni sem hefst klukkan 14 að staðartíma en búist er við því að leikmenn mæti um tveimur tímum síðar. Þjóðþekktir tónlistarmenn stíga á stokk á Ban Jelacic torginu og þar á meðal er Marko Perkovic, sem króatísku leikmennirnir báðu sérstaklega um vegna lags hans „Ako ne znaš što je bilo“.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00