„Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. janúar 2025 22:03 Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld gegn Valsmönnum á fleygiferð en virtust svo algjörlega missa móðinn eftir því sem leið á en Valsmenn unnu að lokum nokkuð öruggan 88-76 sigur þegar liðin mættust í Bónus-deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með hvernig hans menn tóku á mótlæti kvöldsins en tók sökina þó á sig. „Þeir voru bara andlega betur tilbúnir fyrir baráttu í 40 mínútur. Tókust betur á við þær áskoranir sem eru innifaldar í því að spila alvöru körfuboltaleik, með öllum þeim ófullkomnu hlutum sem eiga að gerast á þeim 40 mínutum. Þeir díluðu bara betur við það og sýndu mátt sinn varnarmegin í seinni hálfleik. Ég þarf að taka sökina á mig fyrir að halda mínum mönnum ekki nægilega vel öguðum til að taka betri ákvarðanir sóknarlega.“ „Ég á að ráða hvernig spilað“ Njarðvíkingar hittu mjög vel fyrir utan í byrjun leiks og settu niður sex þrista. Nýtingin þeirra í leiknum var góð en þristunum fækkaði mjög eftir því sem leið á leikinn. Þar var það varnarleikur Valsmanna sem réð úrslitum sem og ákvarðanataka gestanna. „Við verðum eitthvað ragir, smeykir. Vorum ekki að ná að brjóta vörnina jafn mikið í seinni hálfleiknum. Vorum að velja „drive-in“ of snemma á móti varnarmönnum sem við eigum ekki að ráðast á. Seinir að gefa hann, ef við gáfum hann! Þar af leiðandi erum við að opna færri háprósentu þriggjastiga skot eins og við vorum að ná að gera meira af í fyrri hálfleik.“ „Þetta er bara eitthvað sem ég verð að taka á mig sem þjálfara. Ég á að ráða hvernig spilað og að hverju við erum að leita, ég þarf að skýra það greinilega aðeins betur út fyrir mönnum að við þurfum að spila liðskörfubolta ef við ætlum að vinna eitthvað.“ Valsmenn náðu 14-0 áhlaupi í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta og það var engu líkara en Njarðvíkingar gæfust hreinlega upp í kjölfarið. Rúnar ítrekaði fyrri orð sín aðspurður um þennan kafla. „Aftur, áskoranirnar sem eru innifaldar í 40 mínútna körfuboltaleik. Bæði það að geta verið með góðan anda og hafa gaman þegar vel gengur þá snýst þetta líka um að halda velli. Ekki vera einhver fórnarlömb aðstæðna. Dómarar hér og þar. Það voru hvað, átta körfuboltalið að keppa í kvöld og allir fengu fullt af dómum á móti sér sem þeir voru mjög ósammála í mómentinu. Liðin sem díla betur við það andlega og eru ekki með eitthvað væl, það eru yfirleitt liðin sem vinna.“ Hann viðurkenndi að hann væri vonsvikinn með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu en sjálfur ætlar hann ekki að leggja árar í bát heldur vinna enn betur í því að undirbúa liðið fyrir átök eins og þessi. „Núna þarf ég að leggja meiri áherslu á hvernig ég stilli mína menn inn. Við erum búnir að vera að vinna í þessum hlutum mjög mikið og ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta. Það þýðir að ég þarf að vinna vinnuna mína betur til þess að passa upp á að við bregðumst betur við sem heild og einstaklingar inn á vellinum.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með hvernig hans menn tóku á mótlæti kvöldsins en tók sökina þó á sig. „Þeir voru bara andlega betur tilbúnir fyrir baráttu í 40 mínútur. Tókust betur á við þær áskoranir sem eru innifaldar í því að spila alvöru körfuboltaleik, með öllum þeim ófullkomnu hlutum sem eiga að gerast á þeim 40 mínutum. Þeir díluðu bara betur við það og sýndu mátt sinn varnarmegin í seinni hálfleik. Ég þarf að taka sökina á mig fyrir að halda mínum mönnum ekki nægilega vel öguðum til að taka betri ákvarðanir sóknarlega.“ „Ég á að ráða hvernig spilað“ Njarðvíkingar hittu mjög vel fyrir utan í byrjun leiks og settu niður sex þrista. Nýtingin þeirra í leiknum var góð en þristunum fækkaði mjög eftir því sem leið á leikinn. Þar var það varnarleikur Valsmanna sem réð úrslitum sem og ákvarðanataka gestanna. „Við verðum eitthvað ragir, smeykir. Vorum ekki að ná að brjóta vörnina jafn mikið í seinni hálfleiknum. Vorum að velja „drive-in“ of snemma á móti varnarmönnum sem við eigum ekki að ráðast á. Seinir að gefa hann, ef við gáfum hann! Þar af leiðandi erum við að opna færri háprósentu þriggjastiga skot eins og við vorum að ná að gera meira af í fyrri hálfleik.“ „Þetta er bara eitthvað sem ég verð að taka á mig sem þjálfara. Ég á að ráða hvernig spilað og að hverju við erum að leita, ég þarf að skýra það greinilega aðeins betur út fyrir mönnum að við þurfum að spila liðskörfubolta ef við ætlum að vinna eitthvað.“ Valsmenn náðu 14-0 áhlaupi í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta og það var engu líkara en Njarðvíkingar gæfust hreinlega upp í kjölfarið. Rúnar ítrekaði fyrri orð sín aðspurður um þennan kafla. „Aftur, áskoranirnar sem eru innifaldar í 40 mínútna körfuboltaleik. Bæði það að geta verið með góðan anda og hafa gaman þegar vel gengur þá snýst þetta líka um að halda velli. Ekki vera einhver fórnarlömb aðstæðna. Dómarar hér og þar. Það voru hvað, átta körfuboltalið að keppa í kvöld og allir fengu fullt af dómum á móti sér sem þeir voru mjög ósammála í mómentinu. Liðin sem díla betur við það andlega og eru ekki með eitthvað væl, það eru yfirleitt liðin sem vinna.“ Hann viðurkenndi að hann væri vonsvikinn með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu en sjálfur ætlar hann ekki að leggja árar í bát heldur vinna enn betur í því að undirbúa liðið fyrir átök eins og þessi. „Núna þarf ég að leggja meiri áherslu á hvernig ég stilli mína menn inn. Við erum búnir að vera að vinna í þessum hlutum mjög mikið og ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta. Það þýðir að ég þarf að vinna vinnuna mína betur til þess að passa upp á að við bregðumst betur við sem heild og einstaklingar inn á vellinum.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins