„Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Kári Mímisson skrifar 29. janúar 2025 21:41 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur með tap liðsins gegn Haukum nú í kvöld. Þorleifur segir að sitt lið hafi verið lélegt í dag og að hann taki þetta tap á sig. „Ég er bara svekktur að hafa tapað með átta stigum. Við vorum lélegar og ég tek bara tapið á mig. Við höfum verið að fá nýja leikmenn inn og ég hef verið rosalega upptekin að því kenna þeim sóknarleikinn sem gekk ekki alveg nógu vel upp í dag. Varnarlega vorum við mjög lélegar í dag, ekki klárar hvenær við áttum að skipta og við vorum búin að tala um það að ein gellan hjá Haukum mátti bara ekki sjá körfuna og hún skoraði níu stig á meðan við töpum með átta stigum. Varnarlega vorum við bara mjög lélegar og ég tek það bara á mig.“ Þrátt fyrir að Þorleifur segi að sitt lið hafi verið lélegt í dag þá komu þær til baka eftir að hafa átt afleitan fyrsta leikhluta og náðu að hanga í skottinu á Haukum fram að síðustu mínútu leiksins. Er það ekki eitthvað jákvætt til að taka með sér? „Jú, nokkrum sinnum náðum við svona að koma með allt að því eitthvað sem hægt væri að flokka sem „come back“ og koma þessu niður í fjögur eða tvö stig en svo gáfu þær bara í. Við vorum lélegar og allt það en Haukarnir eru bara með hörkulið. Þær eru mjög vel skipulagðar á meðan við eigum langt í land. Markmið okkar er að vera það lið sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og ef það á að ganga upp þá þarf ég að finna leiðir til að gera liðið klárt.“ Það er ansi stutt í úrslitakeppnina og Grindavík er eins og staðan er núna ekki á leiðinni í hana. Það er greinilegt að eftir leikinn í kvöld að það séu gæði í liðinu en hvað tekur það langan tíma fyrir þær að spila sig saman? „Við höfum ekki mikinn tíma. Við þurfum að vinna þrjá síðustu leikina til að komast á góðan stað og svo erum við að fara að spila fjóra leiki í viðbót. Þannig að svarið við því hversu langan tíma þetta má taka er bara enginn. Þær eru að fara í smá frí núna út af landsleikjahléinu og við þurfum að mæta tilbúnar eftir það, gefa í og vinna í okkar vandamálum. Við erum ekkert að fara að breyta meira og þetta er liðið sem við ætlum að vera með. Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
„Ég er bara svekktur að hafa tapað með átta stigum. Við vorum lélegar og ég tek bara tapið á mig. Við höfum verið að fá nýja leikmenn inn og ég hef verið rosalega upptekin að því kenna þeim sóknarleikinn sem gekk ekki alveg nógu vel upp í dag. Varnarlega vorum við mjög lélegar í dag, ekki klárar hvenær við áttum að skipta og við vorum búin að tala um það að ein gellan hjá Haukum mátti bara ekki sjá körfuna og hún skoraði níu stig á meðan við töpum með átta stigum. Varnarlega vorum við bara mjög lélegar og ég tek það bara á mig.“ Þrátt fyrir að Þorleifur segi að sitt lið hafi verið lélegt í dag þá komu þær til baka eftir að hafa átt afleitan fyrsta leikhluta og náðu að hanga í skottinu á Haukum fram að síðustu mínútu leiksins. Er það ekki eitthvað jákvætt til að taka með sér? „Jú, nokkrum sinnum náðum við svona að koma með allt að því eitthvað sem hægt væri að flokka sem „come back“ og koma þessu niður í fjögur eða tvö stig en svo gáfu þær bara í. Við vorum lélegar og allt það en Haukarnir eru bara með hörkulið. Þær eru mjög vel skipulagðar á meðan við eigum langt í land. Markmið okkar er að vera það lið sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og ef það á að ganga upp þá þarf ég að finna leiðir til að gera liðið klárt.“ Það er ansi stutt í úrslitakeppnina og Grindavík er eins og staðan er núna ekki á leiðinni í hana. Það er greinilegt að eftir leikinn í kvöld að það séu gæði í liðinu en hvað tekur það langan tíma fyrir þær að spila sig saman? „Við höfum ekki mikinn tíma. Við þurfum að vinna þrjá síðustu leikina til að komast á góðan stað og svo erum við að fara að spila fjóra leiki í viðbót. Þannig að svarið við því hversu langan tíma þetta má taka er bara enginn. Þær eru að fara í smá frí núna út af landsleikjahléinu og við þurfum að mæta tilbúnar eftir það, gefa í og vinna í okkar vandamálum. Við erum ekkert að fara að breyta meira og þetta er liðið sem við ætlum að vera með. Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira