Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 10:32 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Íslandsbanki spáir því að verðbólga verði þrjú prósent að jafnaði á næsta ári. Þá verði stýrivextir komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, sem gefin var út í morgun. Í samantekt á vef bankans segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 og 2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem lengra leið á árið 2023. Segja megi að hagkerfið hafi jafnt og þétt snúist frá þenslu til aðlögunar. Sú þróun hafi einnig einkennt fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs, enda hafi eitt prósent samdráttur mælst í vergri landsframleiðslu, VLF, að jafnaði á tímabilinu. Greiningardeildin áætli að VLF hafi skroppið saman um 0,5 prósent að raungildi árið 2024. Hagvöxtur fari vaxandi Á þessu ári telji deildin að hagvöxtur mælist 2,2 prósent. Vaxandi neysla, sér í lagi einkaneysla, eigi drýgstan þátt í þeim vexti. Þar komi til örari kaupmáttarvöxtur, áframhaldandi fólksfjölgun og ráðstöfun á hluta af uppsöfnuðum sparnaði. Síðari tvö ár spátímans sé útlit fyrir heldur hraðari hagvöxt eða um 2,5 prósenta árið 2026 og 2,6 prósenta árið 2027. Eftir viðskiptaafgang ársins 2023 hafi slegið nokkuð í bakseglin á viðskiptajöfnuði á síðasta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli á síðasta ári hafi alls numið tæplega 70 milljörðum króna, sem samsvari um það bil 1,5 prósentum af VLF ársins. „Við teljum horfur á heldur hagfelldari þróun á spátímanum þó trúlega verði lítilsháttar viðskiptahalli í ár, eða sem nemur 0,3% af VLF ársins. Á næsta ári eru horfur á að viðskiptajöfnuður verði rétt við núllið og á árinu 2027 gæti viðskiptaafgangur numið 0,5% af VLF. Við gerum einnig ráð fyrir lítilsháttar styrkingu krónu á fyrri hluta spátímans. Eftir því sem líður á aukast hins vegar líkurnar á einhverri veikingu krónu ef fram heldur sem horfir að verðlag hérlendis hækki hraðar en í nágrannalöndum.“ Vinnumarkaður nærri fullri atvinnu Þá segir að verðbólga hafi hjaðnað talsvert frá því hún náði hápunkti á fyrri hluta árs 2023. Atvinnuleysi hafi þó ekki aukist verulega og vinnumarkaður sé enn nálægt því sem kalla mætti fulla atvinnu. Langtímakjarasamningar við stærstan hluta vinnumarkaðar hafi þó eytt töluverðri óvissu varðandi framhaldið. Horfur séu á að íbúðamarkaður gefi aðeins eftir á spátímanum þó hóflegar raunverðshækkanir séu í kortunum að mati greiningardeildarinnar. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hafi hjaðnað og náð markmiði víða en nokkur óvissa varðandi framhaldið sé enn til staðar. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 3,6% á þessu ári, 3,0% árið 2026 og 3,2% árið 2027. Vaxtalækkunarferli er loksins hafið eftir alllangt hávaxtatímabil. Við gerum ráð fyrir að vaxtalækkunarferli haldi áfram fram á mitt ár 2026. Stýrivextir verða 6,5% í árslok 2025 og á bilinu 5,0% - 5,5% á seinni hluta spátímans að okkar mati.“ Íslandsbanki Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, sem gefin var út í morgun. Í samantekt á vef bankans segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 og 2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem lengra leið á árið 2023. Segja megi að hagkerfið hafi jafnt og þétt snúist frá þenslu til aðlögunar. Sú þróun hafi einnig einkennt fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs, enda hafi eitt prósent samdráttur mælst í vergri landsframleiðslu, VLF, að jafnaði á tímabilinu. Greiningardeildin áætli að VLF hafi skroppið saman um 0,5 prósent að raungildi árið 2024. Hagvöxtur fari vaxandi Á þessu ári telji deildin að hagvöxtur mælist 2,2 prósent. Vaxandi neysla, sér í lagi einkaneysla, eigi drýgstan þátt í þeim vexti. Þar komi til örari kaupmáttarvöxtur, áframhaldandi fólksfjölgun og ráðstöfun á hluta af uppsöfnuðum sparnaði. Síðari tvö ár spátímans sé útlit fyrir heldur hraðari hagvöxt eða um 2,5 prósenta árið 2026 og 2,6 prósenta árið 2027. Eftir viðskiptaafgang ársins 2023 hafi slegið nokkuð í bakseglin á viðskiptajöfnuði á síðasta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli á síðasta ári hafi alls numið tæplega 70 milljörðum króna, sem samsvari um það bil 1,5 prósentum af VLF ársins. „Við teljum horfur á heldur hagfelldari þróun á spátímanum þó trúlega verði lítilsháttar viðskiptahalli í ár, eða sem nemur 0,3% af VLF ársins. Á næsta ári eru horfur á að viðskiptajöfnuður verði rétt við núllið og á árinu 2027 gæti viðskiptaafgangur numið 0,5% af VLF. Við gerum einnig ráð fyrir lítilsháttar styrkingu krónu á fyrri hluta spátímans. Eftir því sem líður á aukast hins vegar líkurnar á einhverri veikingu krónu ef fram heldur sem horfir að verðlag hérlendis hækki hraðar en í nágrannalöndum.“ Vinnumarkaður nærri fullri atvinnu Þá segir að verðbólga hafi hjaðnað talsvert frá því hún náði hápunkti á fyrri hluta árs 2023. Atvinnuleysi hafi þó ekki aukist verulega og vinnumarkaður sé enn nálægt því sem kalla mætti fulla atvinnu. Langtímakjarasamningar við stærstan hluta vinnumarkaðar hafi þó eytt töluverðri óvissu varðandi framhaldið. Horfur séu á að íbúðamarkaður gefi aðeins eftir á spátímanum þó hóflegar raunverðshækkanir séu í kortunum að mati greiningardeildarinnar. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hafi hjaðnað og náð markmiði víða en nokkur óvissa varðandi framhaldið sé enn til staðar. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 3,6% á þessu ári, 3,0% árið 2026 og 3,2% árið 2027. Vaxtalækkunarferli er loksins hafið eftir alllangt hávaxtatímabil. Við gerum ráð fyrir að vaxtalækkunarferli haldi áfram fram á mitt ár 2026. Stýrivextir verða 6,5% í árslok 2025 og á bilinu 5,0% - 5,5% á seinni hluta spátímans að okkar mati.“
Íslandsbanki Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira