Mikilvægi þess að eiga hetjur Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 29. janúar 2025 07:01 Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar. Hápunktur kvöldsins var þegar Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi með glæsilegu hlaupi, aðeins átta dögum eftir að hann setti nýtt met í 3.000 metra hlaupi. Þetta var ekki bara stór stund fyrir Baldvin heldur fyrir hreyfinguna alla. Á meðan á hlaupinu stóð mátti sjá hvernig gamlar frjálsíþróttakempur lifðu sig inn í augnablikið og strax eftir hlaupið flykktust ungir iðkendur að hetjunni sinni til að fá myndir og eiginhandaáritanir. Afrek sem þessi í glæsilegri umgjörð á Íslandi gefur allri íþróttahreyfingunni kraft og hvatningu til að halda áfram því óeigingjarna eldhugastarfi sem hreyfingin á Íslandi byggir á. Afreksstarf og grasrótarstarf ganga hönd í hönd þar sem stuðningur við grasrótina og barna- og unglingastarf skapar grunninn fyrir afreksmenn framtíðarinnar sem verða fyrirmyndir fyrir fjöldann. Við viljum öll að börnin okkar nái árangri í lífinu, hreyfi sig, stundi útivist og séu virk félagslega. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf snýst ekki bara um að efla líkamlegt heilbrigði heldur stuðlar þátttaka í íþróttastarfi einnig að sterkari sjálfsmynd, betri námsárangri og heilsu og hefur mikið forvarnagildi. Til að stuðla að þátttöku og jákvæðum áhrifum íþrótta á börnin okkar er mikilvægt að þau eigi góðar fyrirmyndir í öflugu afreksfólki, þjálfurum og okkur foreldrunum. Það er því til mikils að vinna að stjórnvöld stuðli að öflugri umgjörð fyrir íþróttahreyfinguna út um allt land. Öflug aðstaða og fagleg þjálfun skipta höfuðmáli þegar kemur að því að virkja börn og ungmenni til þátttöku eins lengi og hægt er á sama tíma og afreksfólkið okkar fær tækifæri til að ná eins langt og hægt er. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Íþróttir barna Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar. Hápunktur kvöldsins var þegar Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi með glæsilegu hlaupi, aðeins átta dögum eftir að hann setti nýtt met í 3.000 metra hlaupi. Þetta var ekki bara stór stund fyrir Baldvin heldur fyrir hreyfinguna alla. Á meðan á hlaupinu stóð mátti sjá hvernig gamlar frjálsíþróttakempur lifðu sig inn í augnablikið og strax eftir hlaupið flykktust ungir iðkendur að hetjunni sinni til að fá myndir og eiginhandaáritanir. Afrek sem þessi í glæsilegri umgjörð á Íslandi gefur allri íþróttahreyfingunni kraft og hvatningu til að halda áfram því óeigingjarna eldhugastarfi sem hreyfingin á Íslandi byggir á. Afreksstarf og grasrótarstarf ganga hönd í hönd þar sem stuðningur við grasrótina og barna- og unglingastarf skapar grunninn fyrir afreksmenn framtíðarinnar sem verða fyrirmyndir fyrir fjöldann. Við viljum öll að börnin okkar nái árangri í lífinu, hreyfi sig, stundi útivist og séu virk félagslega. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf snýst ekki bara um að efla líkamlegt heilbrigði heldur stuðlar þátttaka í íþróttastarfi einnig að sterkari sjálfsmynd, betri námsárangri og heilsu og hefur mikið forvarnagildi. Til að stuðla að þátttöku og jákvæðum áhrifum íþrótta á börnin okkar er mikilvægt að þau eigi góðar fyrirmyndir í öflugu afreksfólki, þjálfurum og okkur foreldrunum. Það er því til mikils að vinna að stjórnvöld stuðli að öflugri umgjörð fyrir íþróttahreyfinguna út um allt land. Öflug aðstaða og fagleg þjálfun skipta höfuðmáli þegar kemur að því að virkja börn og ungmenni til þátttöku eins lengi og hægt er á sama tíma og afreksfólkið okkar fær tækifæri til að ná eins langt og hægt er. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun