Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 28. janúar 2025 11:01 Þegar fólk ákveður að bjóða sig fram til þjónustu fyrir land og lýð þá vill maður trúa því að það sé til þess að gera landinu og þeim sem þar búa gagn. Oftast er það raunin, þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórna hugsa stundum meira um svæðisbundin atriði sem þá reka menn til framboðs og beina þeir þá sjónum sínum meira á þau atriði en þau sem eru sameiginleg með öðrum sveitarfélögum. Það er þó engin afsökun fyrir því að taka við embættum og ábyrgðarstöðum að vita ekki hvað fyrri stjórn hefur lofað og byrjað að vinna að. Það er nefnilega þannig að tæplega 400 sveitarstjórnarmenn á Íslandi, dreifðir um allt land, í hverju sveitarfélagi, tóku við samningi sem ríki, sveitarfélög og opinber stéttarfélög gerðu 2016. Þeir sem núna eru við stjórn og í stjórnarandstöðu um allt land vita (eða eiga að vita) um þetta samkomulag. Samkomulag sem hófst með því að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna en einhverra hluta vegna var ákveðið að bíða með að bæta þeim lífeyrisskerðinguna með hærri launum þar til síðar, miklu síðar og helst aldrei. Sveitarstjórnarmenn taka við búi fyrri sveitarstjórna, hvort sem þeim líkar það eða ekki, og verða að standa við þau áform. Það þýðir t.d. ekkert að hætta að byggja grunnskóla sem þegar er búið að gera grunnina að eða stoppa veglagningu eða uppbyggingu íbúðarhverfis þegar fyrir liggur að þarna eigi að vera vegur eða næsta hverfi byggðar. Það er nákvæmlega það sama sem gildir um samninga um laun, þegar búið er að semja, byrjað að vinna samkvæmt samningi þá þýðir ekkert að stíga út úr hringnum og segja að þetta hafi aldrei verið á áætlun. Að leggja það í hendur vegaverkamanna, eða byggingarfulltrúa að segja að hverfið rísi annars staðar eða að brúin sem byrjað er að byggja eigi að vera á öðrum stað er ekki góð lexía og er því aldrei gerð, það er aldrei „fokkað“ í hverfum eða mannvirkjum sem eru komin af stað, og því engin ástæða fyrir byggingarfulltrúa eða undirverktaka að koma fram í fréttum. Varðandi laun kennara þá er allt önnur stefna. Það er búið að semja um lífeyrismál og þau mál keyrð í gegn „no matter what“ en þegar seinni hluti samningins er kominn á dagskrá þá er sendur óbreyttur skrifstofumaður, með einhvern titil sem á að semja við kennara.. Semja um hvað??? Það er löngu búið að semja, það á bara eftir að standa við samninginn.Þessir tæplega 400 sveitarstjórnarmenn sem almenningur í landinu kaus til að standa vörð um hagsæld, menningu og menntun í hverju sveitarfélagi lætur sig nú hverfa bak við einhverja persónu sem var alls ekki kosin til að bera hag sveitarfélaga fyrir brjósti. Þessi persóna fer um velli fjölmiðla með vægast sagt misstöndugan sannleika um hvað málið snýst. Lætur líta út fyrir að kennarar vilja ekki semja við sveitarfélögin.. Það er svo rangt. Við erum löngu síðan búin að semja við sveitarfélögin. Ég gæti meira að segja trúað því að samningurinn hafi verið samþykktur áður en hún hóf störf hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Það er svo langt síðan. Spurning um að kynna sér söguna. Við, kennarar, viljum ekkert margar milljónir, eða afturvirka samninga til 2016. Við viljum bara að starfið okkar sé metið að verðleikum og greitt fyrir það þannig. Við viljum ekkert forstjóralaun, þó svo að við séum í mörgum tilfellum að handleika meiri verðmæti en þeir á hverjum degi. Við stefnum ekkert á að verða milljónamæringar, en við viljum gjarnan sleppa því að vinna tvö eða þrjú störf til að vera sæmilegar fyrirvinnur. Við viljum ekki vinna hálft árið og vera í fríi hálft árið. Við viljum bara halda áfram að vinna okkar vinnu sem er sambærileg við öll önnur störf á Íslandi, með 30 daga sumarfrí og frí um helgar. Við viljum bara fá sömu laun og sérfræðingar í öðru en kennslu fá. Það er ekkert rosalega flókið. Við hvetjum því þessa tæplega 400 sveitarstjórnarmenn til að standa upp, standa með okkur, segja samninganefndinni að það eigi að semja. Það vill enginn verkföll, þó þau séu í öðru sveitarfélagi. Við viljum fá stuðning því við erum verðmæti sem þarf að hugsa um og fara vel með, rétt eins og aðra starfsmenn. Við treystum á sveitarstjórnir og heimili og skóla og alla foreldra til að setja pressu á sveitarfélög til að koma í veg fyrir verkföll. Verkföll eru lokaúrræði sem ætti aldrei að þurfa að nýta. Koma svo.. semjið. Bibbi, kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk ákveður að bjóða sig fram til þjónustu fyrir land og lýð þá vill maður trúa því að það sé til þess að gera landinu og þeim sem þar búa gagn. Oftast er það raunin, þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórna hugsa stundum meira um svæðisbundin atriði sem þá reka menn til framboðs og beina þeir þá sjónum sínum meira á þau atriði en þau sem eru sameiginleg með öðrum sveitarfélögum. Það er þó engin afsökun fyrir því að taka við embættum og ábyrgðarstöðum að vita ekki hvað fyrri stjórn hefur lofað og byrjað að vinna að. Það er nefnilega þannig að tæplega 400 sveitarstjórnarmenn á Íslandi, dreifðir um allt land, í hverju sveitarfélagi, tóku við samningi sem ríki, sveitarfélög og opinber stéttarfélög gerðu 2016. Þeir sem núna eru við stjórn og í stjórnarandstöðu um allt land vita (eða eiga að vita) um þetta samkomulag. Samkomulag sem hófst með því að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna en einhverra hluta vegna var ákveðið að bíða með að bæta þeim lífeyrisskerðinguna með hærri launum þar til síðar, miklu síðar og helst aldrei. Sveitarstjórnarmenn taka við búi fyrri sveitarstjórna, hvort sem þeim líkar það eða ekki, og verða að standa við þau áform. Það þýðir t.d. ekkert að hætta að byggja grunnskóla sem þegar er búið að gera grunnina að eða stoppa veglagningu eða uppbyggingu íbúðarhverfis þegar fyrir liggur að þarna eigi að vera vegur eða næsta hverfi byggðar. Það er nákvæmlega það sama sem gildir um samninga um laun, þegar búið er að semja, byrjað að vinna samkvæmt samningi þá þýðir ekkert að stíga út úr hringnum og segja að þetta hafi aldrei verið á áætlun. Að leggja það í hendur vegaverkamanna, eða byggingarfulltrúa að segja að hverfið rísi annars staðar eða að brúin sem byrjað er að byggja eigi að vera á öðrum stað er ekki góð lexía og er því aldrei gerð, það er aldrei „fokkað“ í hverfum eða mannvirkjum sem eru komin af stað, og því engin ástæða fyrir byggingarfulltrúa eða undirverktaka að koma fram í fréttum. Varðandi laun kennara þá er allt önnur stefna. Það er búið að semja um lífeyrismál og þau mál keyrð í gegn „no matter what“ en þegar seinni hluti samningins er kominn á dagskrá þá er sendur óbreyttur skrifstofumaður, með einhvern titil sem á að semja við kennara.. Semja um hvað??? Það er löngu búið að semja, það á bara eftir að standa við samninginn.Þessir tæplega 400 sveitarstjórnarmenn sem almenningur í landinu kaus til að standa vörð um hagsæld, menningu og menntun í hverju sveitarfélagi lætur sig nú hverfa bak við einhverja persónu sem var alls ekki kosin til að bera hag sveitarfélaga fyrir brjósti. Þessi persóna fer um velli fjölmiðla með vægast sagt misstöndugan sannleika um hvað málið snýst. Lætur líta út fyrir að kennarar vilja ekki semja við sveitarfélögin.. Það er svo rangt. Við erum löngu síðan búin að semja við sveitarfélögin. Ég gæti meira að segja trúað því að samningurinn hafi verið samþykktur áður en hún hóf störf hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Það er svo langt síðan. Spurning um að kynna sér söguna. Við, kennarar, viljum ekkert margar milljónir, eða afturvirka samninga til 2016. Við viljum bara að starfið okkar sé metið að verðleikum og greitt fyrir það þannig. Við viljum ekkert forstjóralaun, þó svo að við séum í mörgum tilfellum að handleika meiri verðmæti en þeir á hverjum degi. Við stefnum ekkert á að verða milljónamæringar, en við viljum gjarnan sleppa því að vinna tvö eða þrjú störf til að vera sæmilegar fyrirvinnur. Við viljum ekki vinna hálft árið og vera í fríi hálft árið. Við viljum bara halda áfram að vinna okkar vinnu sem er sambærileg við öll önnur störf á Íslandi, með 30 daga sumarfrí og frí um helgar. Við viljum bara fá sömu laun og sérfræðingar í öðru en kennslu fá. Það er ekkert rosalega flókið. Við hvetjum því þessa tæplega 400 sveitarstjórnarmenn til að standa upp, standa með okkur, segja samninganefndinni að það eigi að semja. Það vill enginn verkföll, þó þau séu í öðru sveitarfélagi. Við viljum fá stuðning því við erum verðmæti sem þarf að hugsa um og fara vel með, rétt eins og aðra starfsmenn. Við treystum á sveitarstjórnir og heimili og skóla og alla foreldra til að setja pressu á sveitarfélög til að koma í veg fyrir verkföll. Verkföll eru lokaúrræði sem ætti aldrei að þurfa að nýta. Koma svo.. semjið. Bibbi, kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun