Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar 26. janúar 2025 22:01 Nú fer Alþingi að koma saman aftur. Virðing Alþingis er því miður orðið ansi lítil. Sumir þingmenn jafnvel skrópa, og eru meira og minna í símanum. Alþingismenn eru kosnir af þjóðinni. Verkefni þeirra er að vinna fyrir þjóðina, að hagur hennar verði sem bestur. Allir Alþingismenn eiga að vinna að því markmiði, bæði ráðherrar og aðrir þingmenn, hvort sem þeir eru í meiri-eða minnihluta. Mér finnst því miður það ekki vera raunin. Í staðinn fyrir að vinna saman að þessu markmiði, er alltaf verið að berjast um völdin, hver ræður og hver gerir hvað. Það fer alltof oft mikill tími í það og ekkert gerist. Mér finnst að það ætti að hætta að nota orðið stjórnarandstöðu um minnihlutann. Það virkar ekki jákvætt. Það hljómar eins og að minnihlutinn eigi alltaf að vera í andstöðu við stjórnina. Hann þarf ekki endilega vera í andstöðu við stjórnina, þó hann greini mögulega á um leiðina. Þá þarf bara að finna út úr því og miðla málum, til að það sé best fyrir þjóðina, en ekki fyrir sérhagsmuni. Þó þingmenn mismunandi flokka séu ósammála um margt, þá hljóta þeir að geta sameinast um aðal verkefnin, sem eru bráðnauðsynleg. Þjóðin kaus þingmennina til að gæta að þjóðarhag. Allir þingmenn þurfa að mæta og það ætti að vera símabann eins og í skólum. Þeir í minnihlutanum hafa líka hlutverk, en ekki eins og Sigurður Ingi hélt, að hann væri bara kominn í frí þar sem hann var ekki lengur í stjórn og kominn í minnihluta. Hann á auðvitað að halda áfram að vinna að því að gæta að hag þjóðarinnar, með meirihlutanum, en auðvitað veita honum aðhald ef til þess þarf, en ekki bara til að vera á móti! Eins og orðið stjórnarandstaða virðist þýða! Ég leyfi mér að vera bjartsýn um framtíðina og er að vona að nú verði breyting á. Mér sýnist að með Kristrúnu við stjórnvölinn verði Alþingi samstíga og samhent. Stjórnin, minnihlutinn og aðrir þingmenn, að vinna að stóru verkefnunum í þágu þjóðarinnar en ekki sérhagsmuna. Að verkin verði látin tala. Höfundur er (h)eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer Alþingi að koma saman aftur. Virðing Alþingis er því miður orðið ansi lítil. Sumir þingmenn jafnvel skrópa, og eru meira og minna í símanum. Alþingismenn eru kosnir af þjóðinni. Verkefni þeirra er að vinna fyrir þjóðina, að hagur hennar verði sem bestur. Allir Alþingismenn eiga að vinna að því markmiði, bæði ráðherrar og aðrir þingmenn, hvort sem þeir eru í meiri-eða minnihluta. Mér finnst því miður það ekki vera raunin. Í staðinn fyrir að vinna saman að þessu markmiði, er alltaf verið að berjast um völdin, hver ræður og hver gerir hvað. Það fer alltof oft mikill tími í það og ekkert gerist. Mér finnst að það ætti að hætta að nota orðið stjórnarandstöðu um minnihlutann. Það virkar ekki jákvætt. Það hljómar eins og að minnihlutinn eigi alltaf að vera í andstöðu við stjórnina. Hann þarf ekki endilega vera í andstöðu við stjórnina, þó hann greini mögulega á um leiðina. Þá þarf bara að finna út úr því og miðla málum, til að það sé best fyrir þjóðina, en ekki fyrir sérhagsmuni. Þó þingmenn mismunandi flokka séu ósammála um margt, þá hljóta þeir að geta sameinast um aðal verkefnin, sem eru bráðnauðsynleg. Þjóðin kaus þingmennina til að gæta að þjóðarhag. Allir þingmenn þurfa að mæta og það ætti að vera símabann eins og í skólum. Þeir í minnihlutanum hafa líka hlutverk, en ekki eins og Sigurður Ingi hélt, að hann væri bara kominn í frí þar sem hann var ekki lengur í stjórn og kominn í minnihluta. Hann á auðvitað að halda áfram að vinna að því að gæta að hag þjóðarinnar, með meirihlutanum, en auðvitað veita honum aðhald ef til þess þarf, en ekki bara til að vera á móti! Eins og orðið stjórnarandstaða virðist þýða! Ég leyfi mér að vera bjartsýn um framtíðina og er að vona að nú verði breyting á. Mér sýnist að með Kristrúnu við stjórnvölinn verði Alþingi samstíga og samhent. Stjórnin, minnihlutinn og aðrir þingmenn, að vinna að stóru verkefnunum í þágu þjóðarinnar en ekki sérhagsmuna. Að verkin verði látin tala. Höfundur er (h)eldri borgari.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun