Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar 26. janúar 2025 22:01 Nú fer Alþingi að koma saman aftur. Virðing Alþingis er því miður orðið ansi lítil. Sumir þingmenn jafnvel skrópa, og eru meira og minna í símanum. Alþingismenn eru kosnir af þjóðinni. Verkefni þeirra er að vinna fyrir þjóðina, að hagur hennar verði sem bestur. Allir Alþingismenn eiga að vinna að því markmiði, bæði ráðherrar og aðrir þingmenn, hvort sem þeir eru í meiri-eða minnihluta. Mér finnst því miður það ekki vera raunin. Í staðinn fyrir að vinna saman að þessu markmiði, er alltaf verið að berjast um völdin, hver ræður og hver gerir hvað. Það fer alltof oft mikill tími í það og ekkert gerist. Mér finnst að það ætti að hætta að nota orðið stjórnarandstöðu um minnihlutann. Það virkar ekki jákvætt. Það hljómar eins og að minnihlutinn eigi alltaf að vera í andstöðu við stjórnina. Hann þarf ekki endilega vera í andstöðu við stjórnina, þó hann greini mögulega á um leiðina. Þá þarf bara að finna út úr því og miðla málum, til að það sé best fyrir þjóðina, en ekki fyrir sérhagsmuni. Þó þingmenn mismunandi flokka séu ósammála um margt, þá hljóta þeir að geta sameinast um aðal verkefnin, sem eru bráðnauðsynleg. Þjóðin kaus þingmennina til að gæta að þjóðarhag. Allir þingmenn þurfa að mæta og það ætti að vera símabann eins og í skólum. Þeir í minnihlutanum hafa líka hlutverk, en ekki eins og Sigurður Ingi hélt, að hann væri bara kominn í frí þar sem hann var ekki lengur í stjórn og kominn í minnihluta. Hann á auðvitað að halda áfram að vinna að því að gæta að hag þjóðarinnar, með meirihlutanum, en auðvitað veita honum aðhald ef til þess þarf, en ekki bara til að vera á móti! Eins og orðið stjórnarandstaða virðist þýða! Ég leyfi mér að vera bjartsýn um framtíðina og er að vona að nú verði breyting á. Mér sýnist að með Kristrúnu við stjórnvölinn verði Alþingi samstíga og samhent. Stjórnin, minnihlutinn og aðrir þingmenn, að vinna að stóru verkefnunum í þágu þjóðarinnar en ekki sérhagsmuna. Að verkin verði látin tala. Höfundur er (h)eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Nú fer Alþingi að koma saman aftur. Virðing Alþingis er því miður orðið ansi lítil. Sumir þingmenn jafnvel skrópa, og eru meira og minna í símanum. Alþingismenn eru kosnir af þjóðinni. Verkefni þeirra er að vinna fyrir þjóðina, að hagur hennar verði sem bestur. Allir Alþingismenn eiga að vinna að því markmiði, bæði ráðherrar og aðrir þingmenn, hvort sem þeir eru í meiri-eða minnihluta. Mér finnst því miður það ekki vera raunin. Í staðinn fyrir að vinna saman að þessu markmiði, er alltaf verið að berjast um völdin, hver ræður og hver gerir hvað. Það fer alltof oft mikill tími í það og ekkert gerist. Mér finnst að það ætti að hætta að nota orðið stjórnarandstöðu um minnihlutann. Það virkar ekki jákvætt. Það hljómar eins og að minnihlutinn eigi alltaf að vera í andstöðu við stjórnina. Hann þarf ekki endilega vera í andstöðu við stjórnina, þó hann greini mögulega á um leiðina. Þá þarf bara að finna út úr því og miðla málum, til að það sé best fyrir þjóðina, en ekki fyrir sérhagsmuni. Þó þingmenn mismunandi flokka séu ósammála um margt, þá hljóta þeir að geta sameinast um aðal verkefnin, sem eru bráðnauðsynleg. Þjóðin kaus þingmennina til að gæta að þjóðarhag. Allir þingmenn þurfa að mæta og það ætti að vera símabann eins og í skólum. Þeir í minnihlutanum hafa líka hlutverk, en ekki eins og Sigurður Ingi hélt, að hann væri bara kominn í frí þar sem hann var ekki lengur í stjórn og kominn í minnihluta. Hann á auðvitað að halda áfram að vinna að því að gæta að hag þjóðarinnar, með meirihlutanum, en auðvitað veita honum aðhald ef til þess þarf, en ekki bara til að vera á móti! Eins og orðið stjórnarandstaða virðist þýða! Ég leyfi mér að vera bjartsýn um framtíðina og er að vona að nú verði breyting á. Mér sýnist að með Kristrúnu við stjórnvölinn verði Alþingi samstíga og samhent. Stjórnin, minnihlutinn og aðrir þingmenn, að vinna að stóru verkefnunum í þágu þjóðarinnar en ekki sérhagsmuna. Að verkin verði látin tala. Höfundur er (h)eldri borgari.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar